Færsluflokkur: Vefurinn

Haustráðstefna Skýrr

Gærdagurinn fór í fróðlega og skemmtilega Haustráðstefnu Skýrr. Metþátttaka var, liðlega 400 ráðstefnugestir skráðu sig.  Fyrirlestralínurnar voru fimm og valdi ég öryggislausnalínuna. Maður þarf að halda sér vel við í þessum geira. Annars dagar maður uppi sem náttröll.

Ráðstefnan hófst á athyglisverðri inngangsræðu Dr. Trausta Kristjánssonar en hann er þróunarstjóri talgreiningar hjá Google. Hann greindi frá verkefnum sínum og síðan frjóu vinnuumhverfi, Wiki-veröldinni.  Hún byggist á sjálfskipulagi og leitar fólk sjálft upp verkefni. Allt er opið nema laun og kótinn að PageRank leitinni. Allir starfsmenn hluthafar. Afrekalisti starfsmanna, Q-markmið og vikuleg verk eru sýnileg í Wiki og 20% tími í önnur verk er athyglisverð nýbreytni. Google er þekkt fyrir að bera fram góðan mat fyrir starfsfólk og hefur það verið markmið síðan fyrirtækið komst úr bílskúrnum. Vinna menn á þessum vinnustað var ein spurning úr sal. Vakti erindi Trausta mikla athygli ráðstefnugesta.

Síðan skiptist ráðstefnan upp eftir fyrirlestrarlínum. Í öryggislausnum var sagt frá rafrænum undirskriftum á bankakortum en innleiðing á því verkefni hefur staðið yfir síðastliðin þrjú ár. Síðan komu þrír fyrirlestrar þar sem fyrirtæki kynntu lausnir sínar.  Rod crook frá Ascertia sagði frá rafrænum undirskrifum á vef. William Manon frá Safe Net kynnti lausnir að dulkóðaðri öryggisafritun fyrir gagnagrunna. Daniel Hjort frá HID kynnti örugg starfsmannakort. Síðan komu Ágúst Sturla Jónsson frá Securitas og Ebenezer Þ. Böðvarsson frá Skýrr með fyrirlestra um raunlægt öryggi og  hvernig hægt sé að afhjúpa trúnaðargögn. Voru þessi fyrirlestar fín upprifjun á öryggsmálum.

Síðari inngangsræðan var einnig athyglisverð. Fyrirlestur Marcus Murray bar yfirskriftina Live Hacking. Marcus er eini Svíinn sem ber titilinn Microsoft Security MVP, sem stendur fyrir Microsoft Valued Professional. Hann er vinsæll fyrirlesari á heimsvísu, sem hefur sérhæft sig í öryggislausnum fyrir Microsoft-umhverfið með áherslu á öryggisúttektir og varnir gegn árásum.   

Hann sýndi ráðstefnugestum hvernig hægt er að koma Trójuhest inn á veikasta hlekk fyrirtækis, útstöð starfsmanns, framhjá öllum eldveggjum. Síðan notaði hann forritið Core Impact til að stjórna tölvu notanda og ná völdum innra neti fyrirtækisins. Það fór óhugur um fundarmenn, þetta var svo einfalt þegar Trójuhesturinn var kominn inn fyrir varnirnar.   Síðar um daginn hélt hann fyrirlestur um hvernig Microsoft hefur brugðist við hættunni og aukið öryggið. Niðurstaðan var sú að fyrirtæki eiga að skipta sem fyrst í Windows Vista Enterprise stýrikerfi og uppfæra í Windows 2008 þjóna.

Það má segja að ráðstefnan hafi tekist vel. Allir ráðstefnugestir eiga að hafa stækkað þekkingarbrunninn sinn. Það gengur vel hjá þekkingariðnaðinum í kreppunni, gengisþróun hagstæð fyrir útflutning og fyrirtæki ná að manna sig.  Umgjörðin á Hótel Nordica er flott en fyrirlestrarsalirnir eru klénir. Óþægilegir stólar á flötum gólfum. Mér finnst alltaf best að vera í kvikmyndasölum á ráðstefnum.


Chrome - nýr vafrari frá Google

chromeFlestir þekkja orðið að "gúggla" yfir það að leit upplýsinga á Netinu. Google hefur einfaldlega yfirburði í netleitinni.  Nú hafa Google-menn hafið nýja sók. Þeir kynntu til sögunnar nýjan vafra til höfuðs Microsoft-vafraranum Internet Explorer og gengur hann undir nafninu Chrome.  Hann er í tilraunagútgáfu, rétt eins og IE8 en gagnrýnendur segja að útlitslega bjóði hann upp áferskar nýjungar.

Hægt er að sækja tilraunáútgáfu af Chrome fyrir Windows Vista/XP SP2 á vef Google, http://www.google.com/chrome

Google er heimsveldi í netheimum. Þeir haf lifibrauð sitt af auglýsingum. Viðskiptahugmynd fyrirtækisins byggir á því að hafa góð samskipti við auglýsendurl. Margir hafa horn í síðu þeirra fyrir vikið. Google geymir upplýsingar um leit og hvaðan tengst var í mörg ár og vinnur upplýsingar fyrir markaðinn. Með Chrome, getur Google fylgst með hverri aðgerð notanda í netheimum. EULAN eða notendaskilmálar orka einnig tvímælis. Því taka margir þessari samkeppni við Microsoft og FireFox hikandi vegna persónuverndarsjónarmiða.

Pælið í þessu áður en þið hlaðið niður Chrome.


mbl.is Skilmálum Chrome breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegan Spamentine's dag

Í dag er Valentínusardagurinn. Dagur elskenda.  Ekki slæmu dagur.  En svona dagar eru eins og jólin fyrir Spammara.  Þarna kemur kjörið tækifæri upp í hendurnar fyrir  þá sem senda ruslpóst. 

Öryggisfyrirtækið BitDefender.com  hefur sent út viðvörun um hættulegan ruslpóst sem er í gangi á Netinu. Tvö algengustu afbrigðin eru tilboð á ástarlyfjum og armbandsúrum. Í haus bréfsins stendur “Perfect gifts for Valentine's Day?”

Versta tilfellið af þessu er tölvupóstur þar sem smella þarf á tengil. "Wish them love and a happy Valentines Day with one of our animated, personal greeting e-cards".  Ýti notandi á tengilinn þá kemst óværa inn á diskinn.

Ég hef ekki enn fengið ruslpóst tengdan degi heilags Valentínusar. Ekki einu sinni ein Viagra auglýsing hefur komist í pósthólf mitt. Síminn er að standa sig vel í að sía ruslið en nýjar tölur segja að 95% af póstsendingum í tölvupóst sé ruslpóstur. Aukningin frá Desember 2007 er 20-25%


mbl.is Valentínusardeginum fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

www.centrum.is/mbl

Til hamingju mbl.is!

Glæsileg frammistaða að vera í fararbroddi í netfréttum í áratug. Það er mikið afrek.

Ég man eftir því er ég vann hjá Skímu árið 1999 að ég fékk verkefni á vefþjóninum Xanadu, en sú merkilega tölva hýsti brautryðjandavefinn centrum.is  En Miðheimavefurinn, centrum.is var ein fyrsti vefurinn hér  á landi.  Þar var slóð:

http://www.centrum.is/mbl

Það var fyrsta vefsvæði Morgunblaðsins og er enn virkt. Áframsending var síðan hönnuð á lénið mbl.is þegar það var virkjað. 

En hvernig var miðlun á netinu háttað áður en mbl.is varð þessi öfluga vefgátt?

Ég man alltaf eftir Grímsvatnagosinu 1996.  Þá var ég hjá Eldsmiðnum á Hornafirði og héldum við úti fréttum af eldgosinu. Þetta var stórmerkilegur tími og spennandi. Ég man að íslendingar búsettir erlendis lásu fréttirnar af miklum áhuga.

Ég man að þetta nýja starf tók á og ég léttist um 4 kíló á meðan eldsumbrotum stóð. Starfi fréttamannsins getur því fylgt mikið álag.

Hér er stórmerkilegur vefur webarchive sem geymir gamlar vefsíður frá árdögum Netsins en árið 1996 var á Veraldarvefsins. 

Það er alveg stórmagnað að rifja upp þessa tíma. Það eru viss forréttindi að fá að starfa við þessa grein og gaman að sjá hinar miklu breytingar á einum áratug.


mbl.is Mbl.is á afmæli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Weblog - uppgjör 2007

Tími uppgjöra stendur nú yfir.  Ágætur vefur The Weblog Awards hefur haldið um þróun í vefmálum  á öldinni og staðið fyrir tilnefningum og útnefnt sigurvegara í greininni.  

Nú geta notendur blog.is komið sínum vef á framfæri með því að taka þátt í kosningunni sem lýkur eftir tæpa viku.

Reglurnar eru teknar fram í byrjun kosningar og hvet ég lesendur til að skoða sigurvegara síðasta árs til að glöggva sig betur á fyrirkomulaginu.


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 125
  • Frá upphafi: 226434

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband