Haustráðstefna Skýrr

Gærdagurinn fór í fróðlega og skemmtilega Haustráðstefnu Skýrr. Metþátttaka var, liðlega 400 ráðstefnugestir skráðu sig.  Fyrirlestralínurnar voru fimm og valdi ég öryggislausnalínuna. Maður þarf að halda sér vel við í þessum geira. Annars dagar maður uppi sem náttröll.

Ráðstefnan hófst á athyglisverðri inngangsræðu Dr. Trausta Kristjánssonar en hann er þróunarstjóri talgreiningar hjá Google. Hann greindi frá verkefnum sínum og síðan frjóu vinnuumhverfi, Wiki-veröldinni.  Hún byggist á sjálfskipulagi og leitar fólk sjálft upp verkefni. Allt er opið nema laun og kótinn að PageRank leitinni. Allir starfsmenn hluthafar. Afrekalisti starfsmanna, Q-markmið og vikuleg verk eru sýnileg í Wiki og 20% tími í önnur verk er athyglisverð nýbreytni. Google er þekkt fyrir að bera fram góðan mat fyrir starfsfólk og hefur það verið markmið síðan fyrirtækið komst úr bílskúrnum. Vinna menn á þessum vinnustað var ein spurning úr sal. Vakti erindi Trausta mikla athygli ráðstefnugesta.

Síðan skiptist ráðstefnan upp eftir fyrirlestrarlínum. Í öryggislausnum var sagt frá rafrænum undirskriftum á bankakortum en innleiðing á því verkefni hefur staðið yfir síðastliðin þrjú ár. Síðan komu þrír fyrirlestrar þar sem fyrirtæki kynntu lausnir sínar.  Rod crook frá Ascertia sagði frá rafrænum undirskrifum á vef. William Manon frá Safe Net kynnti lausnir að dulkóðaðri öryggisafritun fyrir gagnagrunna. Daniel Hjort frá HID kynnti örugg starfsmannakort. Síðan komu Ágúst Sturla Jónsson frá Securitas og Ebenezer Þ. Böðvarsson frá Skýrr með fyrirlestra um raunlægt öryggi og  hvernig hægt sé að afhjúpa trúnaðargögn. Voru þessi fyrirlestar fín upprifjun á öryggsmálum.

Síðari inngangsræðan var einnig athyglisverð. Fyrirlestur Marcus Murray bar yfirskriftina Live Hacking. Marcus er eini Svíinn sem ber titilinn Microsoft Security MVP, sem stendur fyrir Microsoft Valued Professional. Hann er vinsæll fyrirlesari á heimsvísu, sem hefur sérhæft sig í öryggislausnum fyrir Microsoft-umhverfið með áherslu á öryggisúttektir og varnir gegn árásum.   

Hann sýndi ráðstefnugestum hvernig hægt er að koma Trójuhest inn á veikasta hlekk fyrirtækis, útstöð starfsmanns, framhjá öllum eldveggjum. Síðan notaði hann forritið Core Impact til að stjórna tölvu notanda og ná völdum innra neti fyrirtækisins. Það fór óhugur um fundarmenn, þetta var svo einfalt þegar Trójuhesturinn var kominn inn fyrir varnirnar.   Síðar um daginn hélt hann fyrirlestur um hvernig Microsoft hefur brugðist við hættunni og aukið öryggið. Niðurstaðan var sú að fyrirtæki eiga að skipta sem fyrst í Windows Vista Enterprise stýrikerfi og uppfæra í Windows 2008 þjóna.

Það má segja að ráðstefnan hafi tekist vel. Allir ráðstefnugestir eiga að hafa stækkað þekkingarbrunninn sinn. Það gengur vel hjá þekkingariðnaðinum í kreppunni, gengisþróun hagstæð fyrir útflutning og fyrirtæki ná að manna sig.  Umgjörðin á Hótel Nordica er flott en fyrirlestrarsalirnir eru klénir. Óþægilegir stólar á flötum gólfum. Mér finnst alltaf best að vera í kvikmyndasölum á ráðstefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 226474

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband