Færsluflokkur: Vefurinn

Heimasíðan er andlit félagsins

Heimasíðan er andlit félagsins. Án heimasíðu er félagið ekki til. Þannig er lífið í Netheimum. 

Opinbert vefsetur Portsmouth svarar mér kl. 17:30.  Hún var lengi að svara kalli. Því er liðið til. Mögulegt er að vefþjónninn sé í ólagi eða óprúttnir aðilar hafi gert árás á vefþjóninn en þeir eru skotmörk.

http://www.portsmouthfc.co.uk/


mbl.is Heimasíðu Portsmouth lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FBI varar við netsvikum vegna náttúruhamfara á Haití

Þeir standa sig vel íslensku björgunarsveitarmennirnir á Haíti við skelfilegar aðstæður. Í könnum á visir.is eru 95,2% landsmanna stolt af frammistöðu sveitarinnar. Landsmenn hafa einnig verið örlátir í söfnunum og sýnt samhug í verki.  

Einfaldasta og öruggasta leiðin fyrir Íslendinga til að styrkja hjálparstarf á Haíti er að hringja í söfnunarsímann 904-1500 og áhafna Rauða krossinum pening í söfnunina. Fleiri aðilar eru traustsins verðir á Ísland, þar á meðal UNICEF (908-x00) og Hjálparstarf Kirkjunnar (907-2003) og SOS-barnaþorp.

Íslendingar eiga því ekki að lenda í vandamálum með að láta gott af sér leiða. En hætturnar eru til staðar úti í hinum stóra Netheimi. 

Það er tvennt öruggt þegar náttúruhamfarir verða. Í fyrsta lagi, Bandaríkjamenn bjóða fram aðstoð og fjárframlög. Hitt er að óprúttnir aðilar, hrægammar, reyna að setja af stað falskar peningasafnanir á  Netinu.

Bæði Better Business Bureau (BBB) og Federal Bureau of Investigation (FBI) hafa sent frá sér viðvaranir til Netverja vegna falskra safnana.

FBI hvetur Netverja til að svara ekki tölvupósti um safnanir sem kemur í pósthólfið. Það á einnig við að smella ekki á tengla sem fylgja í tölvupóstinum.

Leitið sjálf uppi hjálparsamtök sem taka á móti styrkjum. Ekki láta upphæðina fara í gegnum milliliði.

Verið á varðbergi með að opna viðhengi sem eiga að innihalda myndir af vettvangi náttúrhamfaranna því þau skjöl geta innihaldið vírusa. Opnið aðeins viðhengi frá þekktum aðilum.

Hafið efasemdir um einstaklinga sem segjast hafa komist af  og biða um fjármagn í gegnum tölvupóst eða samfélagsvefi (facebook).

Ekki gefa persónulegar eða fjárhagslegar upplýsingar til neins sem tekur við styrkjum. Það getur stofnað viðkomandi auðkenni í hættu og gert notandann berskjaldaðri fyrir fleiri svikum í framtíðinni.


mbl.is Íslendingar vekja áhuga Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einföld lykilorð skapa hættu á Netinu

Notar þú sama lykil fyrir húsnæði, bíl og bílskúr?

Svarið er neitandi, því  fólk vill ekki taka áhættur. Hins vegar er algengt að fólk noti sama lykilorð fyrir einkabankann, tölvupóstinn og fésbók.

Auk þess eru lykilorð yfirleitt einföld en þau ættu að vera samsett úr tölum og stöfum sem erfitt er að geta upp á.

Í könnun sem nýlega var gerð í Bretlandi af tryggingarfyrirtækinu CPP kom fram að helmingur notenda notaði sama lykilorð fyrir helstu athafnir í rafheimum.

Einnig kom fram að  40% tölvunotenda í könnunni svöruðu því játandi að þeir hefðu gefið lykilorðið upp til amk einnar annarrar persónu og einnig töldu þeir að 39% þeirra hefðu notað sér lykilorðið. 

Ekki hefur verið gerð nein rannsókn á notkun lykilorða hér á landi en ekki kæmi mér á óvart að niðurstöður yrðu svipaðar.


Menn sem hata konur ****

Sænska spennumyndin Menn sem hata konur (Män som hatar kvinnor) er vel heppnuð og heldur manni vel við efnið.

Sagan er í Agötu Christie stíl. Dularfullt mannshvarf og allir fjölskyldumeðlimir hinnar efnuðu Vanger fjölskyldu liggja undir grun. Rannsóknarblaðamaðurinn Mikael Blomkvist er fenginn til að leysa þetta 40 ára gamla mál. Inn í málið kemur nútímakonan og tölvuhakkarinn Lisbeth Salander sem er vel leikin af íslenskættaðri Noomi Rapace.

Persónusköpun er góð og tekur nokkurn tíma í byrjun myndar. Inn í söguna fléttast "Byrgismál" og Nazistar eru endalaust fóður fyrir góðar fléttur.

Myndin byggir á bók eftir Stieg Larsson sem ég hef ekki lesið og hef því ekki samanburð milli miðlana. Veit ekki hvort ég leggi í bækurnar í vetur, hver veit. En mér líst vel á framhaldið.

Þetta er áhugaverð mynd fyrir tölvunörda. Þeir eiga sinn fulltrúa þó hann sé á jaðrinum og ekki skemmir fyrir að hafa konu í því hlutverki. Hún er eldklár í tölvuinnbrotum og vinnur á við eitt gengi. Það eru tvö atriði sem tölvuáhugamenn ættu að taka sérstaklega eftir.

1) Þegar Lisbeth sendir dulkóðaðan tölvupóst til félaga síns "Plague", þá kemur "decrypting" í stað "encrypting" á tölvuskjáinn.  Dulritun (dulkóðun, e. encryption) felst í stuttu máli í því að umrita tiltekin skilaboð þannig að óviðkomandi geti alls ekki komist að innihaldi þeirra.  Öfuga ferlið til að endurheimta upprunalegu skilaboðin er kallað dulráðning (afkóðun, e. decryption).

2) Myndin á að gerast árið 2005 en Michael og Lisbeth nota Apple MacBook Pros tölvu sem fyrst var seld árið 2006. Svo versnar það. Lisbeth notar Mac OS X 10.5 "Leopard" sem fyrst kom á markað í október 2007.  Þetta er smáatriði sem skiptir ekki máli en verður að vera til að gera myndina meira sannfærandi. Tæknin er færð fram í nútímann en glæpurinn stenst tímans tönn.

Góða skemmtun og reynið að finna skúrkinn á undan Mikael og Lisbeth.


Beta útgáfa af Morro frá Microsoft

Í lok júní gaf hugbúnaðarrisinn Microsoft út Beta útgáfu af fríum vírusvarnarhugbúnaði. Hann gengur undir vinnuheitinu Morro. Mikill áhugi er fyrir þessu útspili Microsoft enda hafa hætturnar á Netinu aldrei verið meiri.  Niðurstöður úr fyrstu prófunum af hugbúnaðinum hafa verið jákvæðar. Fyrsta sólarhringinn sóttu 75.000 manns beta-útgáfu.

Íslendingar geta ekki sótt eintak, aðeins notendur í Bandaríkjunum, Ísrael, Kína og Brasilíu fá að taka þátt í prófunum.

Morro

Skv. PandaLabs, þá voru Trójuhestar ábyrgir fyrir 70% af nýjum spilliforritum á tímabilinu apríl til júní. Það þarf öflugan hugbúnað til að taka á þessum óværum.  Kannanir sýna að nær öll fyrirtæki eru með vírusvarnir í tölvukerfum sínum og viðheldur þeim. Aftur á móti er en hinn almenni notandi ekki eins vel með á nótunum. Leyfin renna út og stundum er flókið að endurnýja þau. Tölvunotendur halda Því ótrauðir áfram með óvirkar vírusvarnir.

Ógnir á Netinu halda sífellt áfram að aukast og þróast. Öflugu vírusbanarnir, AVG og AVAST eru hættir að bjóða frían hugbúnað nema til skamms tíma. Því er þetta fría útspil hjá Microsoft hagkvæmt fyrir neytendur og upplýsingaöryggismál. Microsoft tekur hagnaðinn bara inn annars staðar. T.d. í hærra verði á stýrikerfi.

Vírusvarnarforrit ein og sér eru ekki endanleg lausn á vandanum. Tölvuþrjótar eru í vaxandi mæli farnir að koma spilliforritum innan um forrit eða skrám sem hægt er að vista af Netinu. Því eru öguð vinnubrögð og öryggismeðvitund nauðsynleg samhliða vírusvörnum. Burtséð frá því hvort þær séu fríar eður ei.


Adobe Reader - stór öryggisgalli

Adobe Acrobat Reader er vinsælt forrit til að lesa .pdf skjöl. Þetta er vinsælasta forritið á tölvum heims í dag. Það vita tölvuþrjótar og hafa því fundið veikleika í forritinu sem leiða til þess að komast inn í einkatölvur.  

Mikko Hypponen, vírusveiðimaður hjá F-Secure segir að frá 1. janúar til 16. april  2008 hafi fundist 128 afbrigði af árásum en sama tímabil í ár eru þær orðnar 2.035 eða nær 16 földun. Hann mælir eindregið að fólk hætti að nota Adobe Acrobat Reader.

Einn öflugasti Trjouhestur sem nú gengur um á Netinu heitir Gumblar og er ættaður frá Kína. Hann kemst inn í einkatölvur í gegnum .pdf skjöl og nýtir sér veikleika í JavaScriptum í Adobe Reader.  Talið er að markaðshlutdeild hans sé 40% af spilltum vefsíðum. Nái Gumblar að sýkja einkatölvu verða leitir á Google leitarvélinni ómarktækar og eru síður sem upp koma beint á vefsíður með enn meiri spillikóða. 

Ein leið sem tölvunotendur geta er að hætta að nota Adobe Reader og sækja sér annað tól til að lesa .pdf skrár.

Önnur leið er að uppfæra reglulega Adobe og hafa nýjustu vírusvarnir tiltækar.

Vilji fólk halda áfram með Adobe Reader 9, þá geta þeir tekið út sjálfvirkar stillingar í sambandi við JavaScriptur.

1. Vekið Acrobat or Adobe Reader.
2. Veljið Edit > Preferences
3. Veljið  JavaScript  flokkinn
4. Afhakið ‘Enable Acrobat JavaScript’ möguleikann

5. Smellið á OK

Adobe

Heimildir:

SecurityProNews, USA Today, itNews.com


Öryggissvítur - vírusvarnir

Í lok næsta mánaðar er ætlun Microsoft að gefa út Morro, ókeypis vírusvörn á Netinu. Þegar eru ágætis fríar vírusvarnir á Netinu, AVG og Avast

Í mars hefti PCWorld er farið yfir helstu vírusvarnir sem til eru á markaðnum og þeim gefnar einkunnir á skalanum 1 til 100.  Vírusvarnirnar kosta frá $40 til $80 eða frá ISK 5.000 upp í 10.000. Hæsta skorið fær svítan frá Symantec Norton,  89 stig.

Þegar ég keypti fartölvu mína, fylgdi með vírusvörn frá Norton sem gilti í 3 mánuði. Ég ákvað að kaupa áframhaldandi þjónustu. Ég greiddi uppsett verð og fékk lykil. Eftir nokkrar vikur fór vörnin að neita að gera ákveðna hluti nema keypt væri meiri þjónusta eða hún endurnýjuð. Þetta tiltæki Norton-manna fór illa í mig svo ég tók vörnina út og fékk mér  ókeypis vírusvörn, AVG.

Því gef ég Norton ekki mín bestu meðmæli þó hátt skori.  Ég er hrifnastur af Rússunum á þessum lista. Kaspersky er þeirra vopn.

Svítan frá Norton stóð sig vel í öllum flokkum prófananna og fann 98.9% af spilliforritum og náði 80% árangri í því að hreinsa ófögnuðinn upp. Í leit að óværubúnaði (adware) náðu Norton 96.8% árangri.

Hér er listinn frá PCWorld yfir vírusvarnir semgreiða þarf fyrir.

1. Symantech Norton Internet Security 2009   89

2. BitDefender Internet Security 2009              87

3. Panda Internet Security 2009                      84

4. McAffe Internet Security Suite 2009             82

5. Avira Preminum Security Suite 8.2                82

6. Kaspersky Internet Security 2009                81

7. F-Secure Internet Security 2009                  78

8. Webroot Internet Security Essentials          77

9. Trend Micro Internet Security Pro 2009       74

Það er gaman að sjá fulltrúa frá Íslandi á þessum lista en F-Secure er byggt á vírusforriti frá FRISK Software International  en þau runnu saman árið 1990. Höfuðstöðvar F-Secure eru í Finnlandi.  Púki er ein af afurðum FRISK og er notaður til að finna stafsetningarvillur á blogginu.


Ruslpóstur kemur í ruslpósts stað

Vöxtur ruslpósts eykst enn á Netinu og aðferðirnar taka á sig sífellt nýja mynd. Kínverjar hafa leitt síðustu bylgju og er notkun mynda nýjasta bragðið.  Orsökin fyrir sókn Kínverja er talin vera sú að um miðjan nóvember á síðasta ári var McColo ruslpóstveitan upprætt. Við það datt ruslpóstur tímabundið niður um 75%. Þá kom tækifæri fyrir nýsköpun.

 Ruslpóstur

Á vef MessageLabs er haldið um þróunina í ruslpósts og vírusmálum. Það er fróðleg lesning. Bretland er hrjáðasta land hvað ruslpóst varðar en þar er hlutfallið 94%. Á eftir þeim koma Kína með 90% og Hong Kong með 89%. Ísland mælist ekki.

Einnig kemur fram að  meðaltali eru settar upp 3.561 vefsíður sem innihalda spillihugbúnað á dag. Förum því varlega og sérstaklega á Facebook en þar hafa þrjótarnir hreiðrað um sig.  En bragðið þar er að viðtakandi fær skeyti frá einum vina sinna með efnisinnihaldi, "hello" og innihaldið er tengill. Ef smellt er á tengilinn er viðtakandi sendur á síðu sem líkist innskráningu Facebook-síðu.  En með því að rýna slóðina, þá er uppruninn allt annar. Þannig ná árásaraðilar aðgangi að Facebook síðu þinni.


Stóri bróðir facebook

Hér er nokkuð merkilegt myndband, sérstaklega parturinn þar sem talað er um hvað fólk samþykkir að samfélagsvefurinn facebook geri við upplýsingarnar sem það setur inn.  Og sér í lagi eftir frétt af því að stór meirihluti þjóðarinnar sé á facebook.

http://www.wimp.com/badinfo/

En ef þú ert á fésbókinni, gefðu sem minnstar upplýsingar um þig.


Sarah Palin hökkuð

Fréttamenn hökkuðu Sarah Palin, varaforsetaframbjóðanda ekki í sig heldur tölvuþrjótar. Þeir náðu að komast inn í persónulegan póst sem hún á á yahoo.com póstgáttinni. Netfang hennar er: gov.palin@yahoo.com.  Þetta er alvarlegur glæpur.

palin_675665.jpg

En hvernig komust tölvuþrjótarnir inn í tölvupóst Söru. Því hefur ekki enn verið svarað, málið er ekki upplýst. Sótti hún póstinn frá óvarðri tölvu?  Tengdist hún póstinum  án þess að nota ódulkóðaða Wi-Fi tengingu á almenningsstað? Var hún með einfalt lykilorð sem auðvelt var að geta sér til um (t.d. McCain) eða auðvelt að brjóta upp (lykilorð úr orðabók)? Hefur hún sama lykilorð fyrir allar vefsíður sem hún notar (41% notenda hafa þann háttinn á)?

Það verður að  upplýsa málið, hafa upp á þrjótunum og koma bakvið lás og slá. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband