Sjálfsmyndir, samfélagsmiðlar og ferðaþjónusta

Nýlega sá ég að Bretar taka 14,5 milljón sjálfsmyndir á dag. Aldrei hafa verið teknar eins margar myndir og í dag en metið er slegið á hverjum degi.

Íslensk ferðaþjónusta nýtur þess. Ægifögur náttúra er í bakgrunni sjálfsmynda og hástemmdur texti sem fylgir með, "stunning, scenic, volcanic". Þessi orð búa til ímynd Íslands. Vinirnir úti í heimi fyllast öfund og hugsa, "Ég varð að fara þangað."

Ferðamenn fá upplýsingar ekki beint frá gerilsneyddum ferðamannabæklingum eða yfirborðskenndum auglýsingum fyrirtækja heldur frá vinum og ættingjum sem þeir treysta best.

Ég man þegar ég vann í ferðaþjónustunni fyrir 22 árum en þá kom ferðaskipuleggjandi um haustið til Íslands að skipuleggja ævintýraferð og fylgdi Catalina-flugbátur hópnum. Upplýsingarnar sem skipuleggjarinn var með frá Scandinavian Tourist Board í Bandaríkjunum voru ekki upp á marga fiska. Smá texti um vanþróað Ísland með þrem litlum myndum af Mývatni. Svona sáu Bandaríkjamenn Ísland.

Einangrun landsins var síðan rofin með Internetinu og Veraldarvefnum um 1995.  Síðan kom gott gos í Eyjafjallajökli 2010 og það hafði áhrif á flug í Evrópu og víðar. Í kjölfarið hófst jákvæð kynning í samfélagsmiðlum og síðan hafa hótel sprottið upp eins og gorkúlur í samræmi við fjölgun ferðamanna.

Kvikmyndir hafa verið teknar hér á landi og stjórastjörnur hafa tístað og gefið góða ímynd af landinu. T.d. Russel Crowe í Noah og Tom Cruise í Oblivion.

Ég man eitt sinn þegar ég var hjá Jöklaferðum, þá kom undanfari fyrir lítið skemmtiferðaskip, Explorer. Við stóðum við loforð um að senda honum bæklinga með upplýsingum um afþreyingu Jöklaferða og ferðaþjónustu á svæðinu. Þetta var þungur pakki, kostaði mikið en ári síðar mætti fyrsta skemmtiferðaskipið í Hornafjarðarhöfn. Þetta var spurning um traust. Sendingarkostnaðurinn skilaði sér margfalt til baka.

Já, "selfie-stöngin" og samfélagsmiðlar eru að verða eitt arðbærasta markaðstæki ferðaþjónustunnar, ókeypis markaðstól. Nú er bara að losa sig við freka stjórnmálamenn eins og Jón Gunnarsson sem vill virkja allt sem rennur og drepa hvali. Mjög ósjálfbær þingmaður.

Goðafoss

Ferðamenn að stilla sér upp fyrir sjálfsmynd (e. selfie). Þarna er ekki "selfie-stöng" notuð. Í myndatexta kemur kannski: "WOW, amazing, stunning, magnicifent Godafoss waterfall, Iceland".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 226249

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband