Risa plástrar hjá Microsoft

Þeir eru stórir plástrarnir frá Microsoft um þessar mundir. Notendur þurf að taka frá drjúgan tíma þegar þeir taka niður tölvurnar og nýir plástrar hlaðast inn til að auka öryggið.

Windows7 á rafreikni mínum í vinnunni tók drjúgan tíma í gær en ég þorði ekki að taka rafmagnið af henni enda var hún í alvarlegu ástandi. Uppfærslurnar voru 20. Alls voru 8 krítískir öryggisgallar lagaðir og þrír meiriháttar. 

Windows Vista var með 23 uppfærslur, uppfærði 9 krítískar og 3 meiriháttar öryggisholur.

Stærsta öryggisuppfærslan var þó á Internet Explorer vafranum en alvarlegur öryggisveikleiki var lagaður. Náði hún yfir allar viðurkenndar útgáfur IE, þ.e. #6, #7, #8 og #9.

Microsoft gefur út plástra annan þriðjudag í mánuði hverjum. Nú er spurningin, hvernig verður næsti plásturs-þriðjudagur, 10. maí hjá Microsoft?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 226015

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband