Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Öryggissvítur - vírusvarnir

Í lok næsta mánaðar er ætlun Microsoft að gefa út Morro, ókeypis vírusvörn á Netinu. Þegar eru ágætis fríar vírusvarnir á Netinu, AVG og Avast

Í mars hefti PCWorld er farið yfir helstu vírusvarnir sem til eru á markaðnum og þeim gefnar einkunnir á skalanum 1 til 100.  Vírusvarnirnar kosta frá $40 til $80 eða frá ISK 5.000 upp í 10.000. Hæsta skorið fær svítan frá Symantec Norton,  89 stig.

Þegar ég keypti fartölvu mína, fylgdi með vírusvörn frá Norton sem gilti í 3 mánuði. Ég ákvað að kaupa áframhaldandi þjónustu. Ég greiddi uppsett verð og fékk lykil. Eftir nokkrar vikur fór vörnin að neita að gera ákveðna hluti nema keypt væri meiri þjónusta eða hún endurnýjuð. Þetta tiltæki Norton-manna fór illa í mig svo ég tók vörnina út og fékk mér  ókeypis vírusvörn, AVG.

Því gef ég Norton ekki mín bestu meðmæli þó hátt skori.  Ég er hrifnastur af Rússunum á þessum lista. Kaspersky er þeirra vopn.

Svítan frá Norton stóð sig vel í öllum flokkum prófananna og fann 98.9% af spilliforritum og náði 80% árangri í því að hreinsa ófögnuðinn upp. Í leit að óværubúnaði (adware) náðu Norton 96.8% árangri.

Hér er listinn frá PCWorld yfir vírusvarnir semgreiða þarf fyrir.

1. Symantech Norton Internet Security 2009   89

2. BitDefender Internet Security 2009              87

3. Panda Internet Security 2009                      84

4. McAffe Internet Security Suite 2009             82

5. Avira Preminum Security Suite 8.2                82

6. Kaspersky Internet Security 2009                81

7. F-Secure Internet Security 2009                  78

8. Webroot Internet Security Essentials          77

9. Trend Micro Internet Security Pro 2009       74

Það er gaman að sjá fulltrúa frá Íslandi á þessum lista en F-Secure er byggt á vírusforriti frá FRISK Software International  en þau runnu saman árið 1990. Höfuðstöðvar F-Secure eru í Finnlandi.  Púki er ein af afurðum FRISK og er notaður til að finna stafsetningarvillur á blogginu.


Ruslpóstur kemur í ruslpósts stað

Vöxtur ruslpósts eykst enn á Netinu og aðferðirnar taka á sig sífellt nýja mynd. Kínverjar hafa leitt síðustu bylgju og er notkun mynda nýjasta bragðið.  Orsökin fyrir sókn Kínverja er talin vera sú að um miðjan nóvember á síðasta ári var McColo ruslpóstveitan upprætt. Við það datt ruslpóstur tímabundið niður um 75%. Þá kom tækifæri fyrir nýsköpun.

 Ruslpóstur

Á vef MessageLabs er haldið um þróunina í ruslpósts og vírusmálum. Það er fróðleg lesning. Bretland er hrjáðasta land hvað ruslpóst varðar en þar er hlutfallið 94%. Á eftir þeim koma Kína með 90% og Hong Kong með 89%. Ísland mælist ekki.

Einnig kemur fram að  meðaltali eru settar upp 3.561 vefsíður sem innihalda spillihugbúnað á dag. Förum því varlega og sérstaklega á Facebook en þar hafa þrjótarnir hreiðrað um sig.  En bragðið þar er að viðtakandi fær skeyti frá einum vina sinna með efnisinnihaldi, "hello" og innihaldið er tengill. Ef smellt er á tengilinn er viðtakandi sendur á síðu sem líkist innskráningu Facebook-síðu.  En með því að rýna slóðina, þá er uppruninn allt annar. Þannig ná árásaraðilar aðgangi að Facebook síðu þinni.


Netbankinn er tómur

Þeim hefur hríðfækkað netbönkunum eftir bankahrunið.  Tveir netbankar sem ég hef notað hafa lokað. Ég fór því niður í KB-banka í niðri í Smára í morgun en hann er staddur á jarðhæð turnsins. 

Eftir að hafa slegið inn PIN númer og valið upphæð, þá kom melding,  Netbankinn er tómur.  Síðan var mér boðið að halda áfram. Ég fór aðra umferð og bað um minni upphæð, en sama svar. Netbankinn var tómur. Ég gat fundið takka, Hætta við og þá kom kortið.

Ég gafst ekki upp, fór upp í fjármálahverfið í Hamraborg og þar fann ég Netbanka sem ekki var tómur. Ég á því lausafé.

Icesave


Conficker.C - ormurinn á ferð 1. apríl

Þann 1. apríl, á gabbdaginn mikla, fer skæður ormur af stað, Conficker.C. Hann er ekkert grín. Ormurinn er afbrigði af Conficker.A og Conficker.B. En ormur er óværa sem berst milli tölva og fjölfaldar sig.

Það sem gerir orminn sérstaklega skaðlegan er að hann ræðst á allar öryggisvarnir í tölvunni. Hann er því eins og HIV veiran í mannfólki, hann ræðst á ónæmiskerfi tölvunnar. Hann lokar á vefsíður sem tengjast öryggismálum, sérstaklega Microsoft. Ormurinn  lokar á öryggisþjónustur og afritar Trojuhest  inní Windows möppur. Auk þess sem hann veldur óskunda á skilgreiningum á endurinnsetningu stýrikerfa.

Óværan er talin eiga upptök í Rússlandi.

Öll veiruvarnarforrit þekkja orminn og því á fólk að uppfæra vírusvarnir sínar, auk þess að sækja alla Microsoft plástra. Notendur Windows ættu einnig að sækja Microsoft update for the AutoRun feature í Windows sem var gefin út í febrúar. En hann hindrar að forrit ræsist sjálfkrafa.


En upplýsingaöryggi?

Ekkert er minnst á upplýsingaöryggi í frétt mbl.is 

Hið virta veiruvarnarfyrirtæki McAfee birti nýlega skýrslu um hætturnar í upplýsingatækni  sem fylgja efnahagskreppunni sem nú gengur yfir heiminn. Ljóst er að tölvuglæpum mun fjölga, upplýsingakerfi fyrirtækja og stofnana munu ekki fá nægilega vernd frá ógnum innan- og utanfrá.  Niðurstöður skýrslu McAffe sýna að beiting alþjóðlega öryggisstaðalsins ISO/IEC 27001 er góð leið til að sýna fram á áreiðanleg vinnuferli og traustan rekstur.

Companies to cut spending on protecting intellectual property in economic downturn - More sophisticated and targeted attacks from cybercriminals
mbl.is Bankahrunið hefur áhrif á öryggismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stiki, eina íslenska fyrirtækið á CeBit?

Í frétt í Viðskiptablaðinu og vb.is verður aðeins eitt íslenskt upplýsingafyrirtæki á stærstu tölvusýningu Evrópu, CeBit. Það er Stiki ehf sem selur m.a. búnað á sviði upplýsingaöryggis.

 Í fréttinni á vb.is kemur fram: "Að sögn Svönu Helenu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Stika, eru þau þegar búin að bóka fjöldann allan af fundum við samstarfsaðila, viðskiptavini og fleiri sem áhuga hafa á hugbúnaði Stika RM Studio."

RM Studio áhættumatshugbúnaðurinn er ætlað fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum sem vilja tryggja öryggi í vinnslu upplýsinga. Byggt er á aðferðafræði öryggisstaðlanna ISO/IEC 27001:2005, ISO/IEC 27002:2005 og ISO/IEC 27005:2008.

Það eru slæm tíðindi að áhugi eða bolmagn íslenskra upplýsingafyrirtækja sé ekki meira. En þarna er klárlega tækifæri fyrir Nýja Ísland. 


mbl.is Færri á CeBIT
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valentínusardagurinn - Dagur amapósta

Valentínusardagurinn er dagur elskenda. Sendendur amapósts elska þennan dag. Þarna er viðskiptatækifæri fyrir þá. Fjöldi amapóstsendinga hefur aukist um 9% frá byrjun mánaðarins skv. mælingum MessageLabs. Innihald póstsins eru bréf tileinkuð Valentínusardeginum, gjafir og tilboð. Inni í þessum girnilegum tilboðum eru yfirleitt spilliforrit.

Amapóstvarnir Símans halda vel en í dag slapp inn einn amapóstur með uppskriftum. Voru þistilhjörtu þar í aðalhlutverki. Eitt víntilboð barst í tilefni dagsins en kom það í gengum póstlista sem ég er á.

Flestir amapóstar koma frá Cutwail laumunetinu. Xarvester kemur nokkuð á eftir en Mega-D hið virka laumunet er ekki með í slagnum í ár.

Nálgun Cutwail er einföld. Í efni póstanna stendur:  "St. Valentine's Bonus" eða "Make this Valentine's Day the most memorable ever".


Stóri bróðir facebook

Hér er nokkuð merkilegt myndband, sérstaklega parturinn þar sem talað er um hvað fólk samþykkir að samfélagsvefurinn facebook geri við upplýsingarnar sem það setur inn.  Og sér í lagi eftir frétt af því að stór meirihluti þjóðarinnar sé á facebook.

http://www.wimp.com/badinfo/

En ef þú ert á fésbókinni, gefðu sem minnstar upplýsingar um þig.


Sóknarfæri

Með Morgunblaðinu í gær fylgdi kálfur, Sóknarfæri - Frumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi. Inni  í því á bls. 18 er viðtal við forystusveitina í sprotafyrirtækinu Stika sem ég vinn hjá og á bls. 27 er heilsíðuauglýsing frá okkur við Gróttuvita.  Stiki er þekkingarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni og sérhæfir sig í ráðgjöf og lausnum sem grundvallast á  öryggi upplýsinga.

Fyrst er að vilja - Afgangurinn er tækni

stiki_739388.jpg


Morro Castle

SS Morro Castle var eitt nýtískulegasta farþegaskip heims og sigldi á milli Havana á Kúbu og New York. Snemma morguns, 8. september 1934 kviknaði í skipinu sem var á leið til New York og 137 manns létu lífið. Eftir slysið mannskæða varð stökkbreyting á eldvörnum í skipum.

Það er athyglisvert að Microsoft hefur ekki komið með þetta útspil fyrr. Hárin hafa eflaust risið á Friðriki Skúlasyni og vírusbönum víða um heim er þeir heyrðu af tilkomu Morro.  

Morro er hannaður til að finna m.a. vírusa, njósnahugbúnað, rótartól og Trójuhesta. Hugbúnaðurinn sem verður gefinn út 30. júní 2009 er sagður vera ókeypis en það er markaðsblekking. Hádegisverðurinn er aldrei ókeyps. Eins og áður segir verður hugbúnaðurinn aðeins fyrir Windows XP, Windows Vista, and Windows 7. Það þýðir að margir tölvunotendur geta ekki nýtt sér hugbúnaðinn. Einnig var minnst á Internet Explorer, það gæti þýtt að notendur Firefox verða einnig útundan.

Það er greinilegt að Microsoft ætlar ekki að tapa neinni markaðshlutdeild á komandi árum.


mbl.is Ókeypis vírusvörn fyrir allar PC tölvur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband