Netbankinn er tómur

Þeim hefur hríðfækkað netbönkunum eftir bankahrunið.  Tveir netbankar sem ég hef notað hafa lokað. Ég fór því niður í KB-banka í niðri í Smára í morgun en hann er staddur á jarðhæð turnsins. 

Eftir að hafa slegið inn PIN númer og valið upphæð, þá kom melding,  Netbankinn er tómur.  Síðan var mér boðið að halda áfram. Ég fór aðra umferð og bað um minni upphæð, en sama svar. Netbankinn var tómur. Ég gat fundið takka, Hætta við og þá kom kortið.

Ég gafst ekki upp, fór upp í fjármálahverfið í Hamraborg og þar fann ég Netbanka sem ekki var tómur. Ég á því lausafé.

Icesave


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Úff og þetta eru agnarsmáir bankar minni en kóksjálfsali. Er nú ekki fokið í öll skjól ?

Finnur Bárðarson, 5.4.2009 kl. 12:04

2 identicon

Hvernig væri ef stjórnvöld myndu "upplýsa þjóðina" um stöðuna í núverandi bankakerfi, þá held ég að margir myndu fá gott áfall.... Staðan er ömurleg, og hún á bara eftir að versna.  Mæli með bankahólfum í stað bankabókar, og hætta að greiða af öllum lánum sem fyrst...!  Þannig náum við að knýja stjórnvöld til að skilja að fókusinn verður að vera meira á "hag einstaklinga & fjölskyldna", bönkum & mikið af þessu fyrirtækjadrasli er ekki bjargandi.  Hvaða fyrirtæki og einstaklingar í heiminum ræður við 17% vexti & verðtryggingu???  Svarið er augljóst: "enginn", enda rukkar mafían bara 10% vexti hún veit að aðeins þannig er von á að fórnarlambið ráði við þá "okurvexti", allt yfir 10% er bara "geðbilinu....."  Hættum að láta nauðga okkur, segjum hingað og ekki lengra, við "mótmælum öll" þessari "nauðgun sem íslenska bankakerfið hefur staðið fyrir síðustu 20 árin eða svo.  Nú á ég bara viðskipti við "Blóðbankann" legg þar mikið inn, enda er ég "gæðablóð...."  Forza réttlæti.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 226003

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband