Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Welcome to the matrixpps..

Ég hef fengið nokkra tölvupósta þar sem fólk er varað við að opna viðhengi við tölvupóst sem heitir "Welcome to the martrixpps.."

Þessi tölvupóstur er gabb. Ekki áframsenda tölvupóstinn ef þið fáið hann. Oft eru svona keðjutölvupóstur dulbúin auglýsing. Hér er efni bréfsins:

Viðvörun til allra sem þú þekkir!!!
 
Ef þið fáið Powerpoint tölvupóst sem heitir 'Welcome to the matrixpps..'
þá megið þið alls ekki opna hann. Þar kemur fram mynd í 10 sek. og síðan birtist teksti 'You?re harddrive is over'og þá er það bara of seint, allt er horfið frá tölvunni.

Þetta er nýtt vírus prógram sem er hannað af frönskum aðila sem kallar sig Nwin2.
 
Sendu þetta áfram til allra! Það er mjög mikilvægt!!!
  

Nokkur góð ráð:
Alltaf nota veiruvarnaforrit.
Ekki treysta tölvupósti frá ókunnugum.
Ekki treysta viðhengjum sem þið búist ekki við.
Ekki treysta ókunnugum vefsíðum.


Sarah Palin hökkuð

Fréttamenn hökkuðu Sarah Palin, varaforsetaframbjóðanda ekki í sig heldur tölvuþrjótar. Þeir náðu að komast inn í persónulegan póst sem hún á á yahoo.com póstgáttinni. Netfang hennar er: gov.palin@yahoo.com.  Þetta er alvarlegur glæpur.

palin_675665.jpg

En hvernig komust tölvuþrjótarnir inn í tölvupóst Söru. Því hefur ekki enn verið svarað, málið er ekki upplýst. Sótti hún póstinn frá óvarðri tölvu?  Tengdist hún póstinum  án þess að nota ódulkóðaða Wi-Fi tengingu á almenningsstað? Var hún með einfalt lykilorð sem auðvelt var að geta sér til um (t.d. McCain) eða auðvelt að brjóta upp (lykilorð úr orðabók)? Hefur hún sama lykilorð fyrir allar vefsíður sem hún notar (41% notenda hafa þann háttinn á)?

Það verður að  upplýsa málið, hafa upp á þrjótunum og koma bakvið lás og slá. 

 


Haustráðstefna Skýrr

Gærdagurinn fór í fróðlega og skemmtilega Haustráðstefnu Skýrr. Metþátttaka var, liðlega 400 ráðstefnugestir skráðu sig.  Fyrirlestralínurnar voru fimm og valdi ég öryggislausnalínuna. Maður þarf að halda sér vel við í þessum geira. Annars dagar maður uppi sem náttröll.

Ráðstefnan hófst á athyglisverðri inngangsræðu Dr. Trausta Kristjánssonar en hann er þróunarstjóri talgreiningar hjá Google. Hann greindi frá verkefnum sínum og síðan frjóu vinnuumhverfi, Wiki-veröldinni.  Hún byggist á sjálfskipulagi og leitar fólk sjálft upp verkefni. Allt er opið nema laun og kótinn að PageRank leitinni. Allir starfsmenn hluthafar. Afrekalisti starfsmanna, Q-markmið og vikuleg verk eru sýnileg í Wiki og 20% tími í önnur verk er athyglisverð nýbreytni. Google er þekkt fyrir að bera fram góðan mat fyrir starfsfólk og hefur það verið markmið síðan fyrirtækið komst úr bílskúrnum. Vinna menn á þessum vinnustað var ein spurning úr sal. Vakti erindi Trausta mikla athygli ráðstefnugesta.

Síðan skiptist ráðstefnan upp eftir fyrirlestrarlínum. Í öryggislausnum var sagt frá rafrænum undirskriftum á bankakortum en innleiðing á því verkefni hefur staðið yfir síðastliðin þrjú ár. Síðan komu þrír fyrirlestrar þar sem fyrirtæki kynntu lausnir sínar.  Rod crook frá Ascertia sagði frá rafrænum undirskrifum á vef. William Manon frá Safe Net kynnti lausnir að dulkóðaðri öryggisafritun fyrir gagnagrunna. Daniel Hjort frá HID kynnti örugg starfsmannakort. Síðan komu Ágúst Sturla Jónsson frá Securitas og Ebenezer Þ. Böðvarsson frá Skýrr með fyrirlestra um raunlægt öryggi og  hvernig hægt sé að afhjúpa trúnaðargögn. Voru þessi fyrirlestar fín upprifjun á öryggsmálum.

Síðari inngangsræðan var einnig athyglisverð. Fyrirlestur Marcus Murray bar yfirskriftina Live Hacking. Marcus er eini Svíinn sem ber titilinn Microsoft Security MVP, sem stendur fyrir Microsoft Valued Professional. Hann er vinsæll fyrirlesari á heimsvísu, sem hefur sérhæft sig í öryggislausnum fyrir Microsoft-umhverfið með áherslu á öryggisúttektir og varnir gegn árásum.   

Hann sýndi ráðstefnugestum hvernig hægt er að koma Trójuhest inn á veikasta hlekk fyrirtækis, útstöð starfsmanns, framhjá öllum eldveggjum. Síðan notaði hann forritið Core Impact til að stjórna tölvu notanda og ná völdum innra neti fyrirtækisins. Það fór óhugur um fundarmenn, þetta var svo einfalt þegar Trójuhesturinn var kominn inn fyrir varnirnar.   Síðar um daginn hélt hann fyrirlestur um hvernig Microsoft hefur brugðist við hættunni og aukið öryggið. Niðurstaðan var sú að fyrirtæki eiga að skipta sem fyrst í Windows Vista Enterprise stýrikerfi og uppfæra í Windows 2008 þjóna.

Það má segja að ráðstefnan hafi tekist vel. Allir ráðstefnugestir eiga að hafa stækkað þekkingarbrunninn sinn. Það gengur vel hjá þekkingariðnaðinum í kreppunni, gengisþróun hagstæð fyrir útflutning og fyrirtæki ná að manna sig.  Umgjörðin á Hótel Nordica er flott en fyrirlestrarsalirnir eru klénir. Óþægilegir stólar á flötum gólfum. Mér finnst alltaf best að vera í kvikmyndasölum á ráðstefnum.


London er ekki í Kanada og Obama er ekki djarfur í Úkraínu

Heitustu Troju vírusarnir vestan Atlantshafsála eru faldir í skeytum sem fjalla um væntanlega kjarnorkusprengjuárás á London og djarfa ferð Obama til Úkraínu.

Í fyrra skeytinu er í efni skeytisins. "The subject line reads: Reply: A report on radiation contamination of Canada."

Þegar skeytið er opnað, þá er sagt að kjarnorkusprengjan hafi þegar átt sér stað í London. Það sé hægt að sjá afleiðingarnar með því að opna zip skrá sem fylgir með. Haldi notandi áfram og sprengi zip-skránna hleðst inn njósnahugbúnaður, Trojuhestur Trojan sem heitir á fagmálinu Troj/Agent-HQE.

Það er eins gott að þessir vírusmenn kunna lítið í landafræði.

Hitt skeytið sem inniheldur spillihugbúað og tengist forsetaframbjóðandanum Obama.

 

Sensation!!! United States Senator for Illinois Barack Obama in 2007 was travel to Ukraine and have sex action with many ukrainian girls! You may view this private porno in a flash video. Download and view now. Please send this news to your friends!

Obama it's not right choice!!!

Ef vírusmenn flaska ekki á landafræðinni, þá er það málfarið. Það ætti að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum.

 

Ef notandi smellir á tengilinn sem fylgir skilaboðunum kemur djarft myndbrot og með því Troju-forritsstubbur, sem heitir á fagmáli Mal/Hupig-D. Obama er þó hvergi sjáanlegur


Það er slæmt að opna viðhengi í tölvupósti nema þú þekkir viðkomandi sendanda og eigir von á skilaboðum. Ef þú ert í vafa og þekkir sendanda, sendu viðkomandi skeyti með beiðni um nánari útskýringu.


Chrome - nýr vafrari frá Google

chromeFlestir þekkja orðið að "gúggla" yfir það að leit upplýsinga á Netinu. Google hefur einfaldlega yfirburði í netleitinni.  Nú hafa Google-menn hafið nýja sók. Þeir kynntu til sögunnar nýjan vafra til höfuðs Microsoft-vafraranum Internet Explorer og gengur hann undir nafninu Chrome.  Hann er í tilraunagútgáfu, rétt eins og IE8 en gagnrýnendur segja að útlitslega bjóði hann upp áferskar nýjungar.

Hægt er að sækja tilraunáútgáfu af Chrome fyrir Windows Vista/XP SP2 á vef Google, http://www.google.com/chrome

Google er heimsveldi í netheimum. Þeir haf lifibrauð sitt af auglýsingum. Viðskiptahugmynd fyrirtækisins byggir á því að hafa góð samskipti við auglýsendurl. Margir hafa horn í síðu þeirra fyrir vikið. Google geymir upplýsingar um leit og hvaðan tengst var í mörg ár og vinnur upplýsingar fyrir markaðinn. Með Chrome, getur Google fylgst með hverri aðgerð notanda í netheimum. EULAN eða notendaskilmálar orka einnig tvímælis. Því taka margir þessari samkeppni við Microsoft og FireFox hikandi vegna persónuverndarsjónarmiða.

Pælið í þessu áður en þið hlaðið niður Chrome.


mbl.is Skilmálum Chrome breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Internet Explorer 8

Internet Explorer 8Hraðari, öruggari og auðveldari eru einkunarorð Beta útgáfunnar af Internet Explorer 8.

Ég velti í nokkur tíma fyrir mér hvort ég ætti að setja upp nýju Beta útgáfuna af Internet Explorer 8 upp á tölvunni heima hjá mér. Í gegnum tíðina hafa komið upp stór vandamál varðandi Microsoft Internet Explorer.  Ég tók áhættuna á kostnað forvitninnar.

Eftir að hafa sótt útgáfuna og ýtt þrisvar á Download takka til að nálgast hugbúnaðinn þá þurfti að endurræsa tölvuna. Allt tók þetta sinn tíma. Síðan komu nokkrar spurningar sem svara þurfti samviskusamlega. Þoli þær stundum ekki.

Útlitið heldur sér, það er því ekki bylting á viðmótinu sem er jákvætt. Ég er íhaldssamur og finn yfirleitt ekki neitt í fyrstu atrennu í nýju viðmóti.

Við fyrstu kynni má greina sneggri svartíma, þannig að  IE menn hafa fundið leiðir til að minnka svartíma og eflaust leyst nokkur vandamál í leiðinni.

InPrivate Browsing er ný öryggislausn hjá IE. Ef valið er að skoða vefsíður í InPrivate, þá geymir hann ekki gögn um hvað var vafrað. Þ.e. kökur,  vinnuskrár, annálar og önnur gögn. Á móti kemur að sumar vefsíður verða ekki aðgengilegar. Það er á kostnað öryggisins.

Nýjum viðbótum er haganlega fyrir komið og á ekki að vera erfitt fyrir notendur að finna þær. 

Eftir fyrstu kynni af IE8, þá hvet ég forvitna netnotendur til að uppfæra.

Hægt er að nálgast útgáfu af Internet Explorer 8 Beta 2 hér:  Download

P.s.

Það skal tekið fram að blogg þetta var skrifað í Firefox. 


blog.is komið í rétt horf

Það hefur náðst að endurheimta gögnin af diskum hjá blog.is - Það hefur eflaust verið mikið álag á kerfisstjóra Morgunblaðsins síðustu daga og þeir unnið gott verk.

En nú er stóra spurningin hvort Morgunblaðið, þessi risi fari ekki í kjölafarið að huga að huga meir að upplýsingaöryggismálum og innleiða ISO/IEC 27001 öryggisstaðalinn.


Vefveiðar á snarsambandi (MSN phishing)

Ný óværa herjar á notendur snarsambands, (MSN þjónustunnar).   Hún lýsir sér þannig að skyndilega birtast skilaboð frá spjallvini sem jafnharðan skráir sig út.  Hér er dæmi um færslu  MSN-vinar sem heitir fiskholl:

fiskholl says:

      http://fiskholl.imagefrosty.info

Hér kemur í fyrri hluta slóða kenni vinar en svo eru til fleiri afbrigði af léninu. T.d. get-that-stuff.info og  cooooolio.info

Ef notandi smellir á tengilinn, sem ég mæli ekki með að sé gert, því að forðast ber að smella á tengla í snarsambandi nema rík ástæða sé til. Þá kemur þessi vefsíða.

Msn-password

Hér er óværan að reyna vefveiðar. Hún er að fiska (phishing) netfang þitt og lykilorð.  Sláir þú inn þær upplýsingar þá hefur vefveiðarinn náð tilgangi sínum og þú gengið í gildruna. 

Vefveiðararnir eru meira svo kræfir að birta skilaboð, þegar ýtt er á LOGIN um að skráning hafi mistekist. Þannig að notandinn reynir aftur.

Það eru mjög margir sem hafa fallið fyrir þessu einfalda bragði hér á landi, því mikið er um að fólk sé að fá skilaboð í gegnum snarsamband sitt.

Spjallvinurinn er greinilega sýktur, hann þarf að breyta lykilorði á snarsambandi sínu svo hann og spjallvinir verði í friði.  Notandinn sem fær skilaboðin er í lagi svo fremi sem hann gefi ekki neitt upp.


Upplýsingagáttir þoldu álag

Þegar váglegir atburðir gerast þyrpast netverjar á upplýsingagáttir. Ég fylgdist með helstu upplýsingáttum og var svartími yfirleitt góður.  Vefur Veðurstofunnar, var lengi í birta upplýsingar strax eftir Suðurlandsskjálfta en með þolinmæði komu upplýsingar sem leitað var eftir. Á tímabili datt hann út en kom svo inn aftur mjög öflugur.

Stóru fréttagáttirnar, visir..is, mbl.is og ruv.is höfðu góðan svartíma og hikstuðu eigi. Öflugir vefþjónar og góð bandvídd er lykillinn að þessum góða svartíma. Eflaust hefur metdagur komið hjá fréttagáttum í dag.


regina.is hökkuð af By_FatiH

Regína Ósk hin fjórtanda, rekur vefinn regina.is. Honum hefur ekkert verið sinnt síðustu tvö ár. Nýlega komust óprúttnir tölvuhakkarar inn á illa skrifaða vefforrit, PHP-Nuke og náðu að brjótast inn í gagnagrunninn og skilja eftir skilaboð.

Regina

Þessi hakkara hópur, By_FatiH sæmilega öflugur. Þeir eru ekki tengdir turk-h.org hópnum. FatiH einbeitir sér að því að gera árásir á PHP vefi og það hefur ekkert með það að gera að Regína var í Eurovision og Tyrkirnir á eftir Íslandi í rásröðinni.

Hvað er til varnar:
Sé fyrirtæki eða smærri rekstraraðili með lausnir frá þriðja aðila, t.d. fréttakerfi eða spjallborð, ættu þeir að athuga hvort ný útgáfa sé komin og uppfæra strax.  Jafnframt sækja viðbætur við forrit á vefþjóni og uppfæra reglulega.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 248
  • Frá upphafi: 234809

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 215
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband