Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan

Sögulegur dagur að renna upp.  Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan. Ég ætla að nýta mér kosningarétt minn.  Það hafa svo margir dáið svo ég geti kosið. Málefnið hefði mátt vera skemmtilegra og markvissara. Ég verð alveg tómur í kjörklefanum í Smáranum rétt á eftir.  Spái að kjörsókn verði samt undir 50% þó ég mæti.

Nú bíð ég spenntur eftir að fá að kjósa burtu kvótakerfið.

 


Lokum Straumsvík

Það var gaman að heyra í Gísla Hjálmtýssyni í Silfri Egils í hádeginu. Þar fór hann yfir athyglisverða grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í byrjun febrúar, Virkjum ódýrt - lokum Straumsvík.

Þetta er djarft en þarft útspil hjá Gísla svona rétt fyrir fyrirhugaða stækkunarkosningu hjá Alcan. Rökin er góð. Skelfilegt að fá aðeins 2 sent fyrir kílóvattstundina í stað 6-7 senta sem gætu fengist með því að breyta álverinu í miðstöð nýsköpunar fyrir orkutengda starfsemi. 

Það er laukrétt sem kom fram í viðtalinu í Silfrinu að virkjun og bygging álvers fyrir nær hálfri öld var nauðsynleg og góð ákvörðun fyrir Ísland en í dag eru stórvirkjanir fyrir álbræðslur stórkostleg tímaskekkja. Það er margt sem álverið í Straumsvík hefur gert gott. Til dæmis frumherjar í gæðamálum og verið í forystu í þeim málum hér á landi.

Ef áform um álver standa. Nýtt álver í Helguvík. Nýtt álver á Bakka og stækkun í Hafnarfirði, þá verður næsta kreppa sem við göngum í gengum álkreppa!


Maybe I Should Have ****

Það voru sorglega fáir á góðri og skemmtilegri heimildarmynd, Maybe I Should Have, í Kringlubíó í gærkveldi. Setti það að mér ákveðin ugg um að landsmenn séu farnir að gefast upp í baráttnni um Nýja Ísland. Það má ekki sofna aftur á verðinum.

MISHÍ byrjun myndar er farið yfir sviðið og saga hrunsins sögð fram að stjórnarslitum fyrir rúmu ári. Það þekkja allir þá sögu en hún hefur komið í öðrum heimildarmyndum, bókum og ánnálum.  Eftir þennan inngang fer Gunnar Sigurðsson, leikstjóri í leit að peningunum sem hurfu. Notar hann sömu aðferð og Michael Moore. Hann ferðast til London og Luxemburgar, skoðar bankabyggingar og fyrirtæki. Einnig ræðir við fólk. Það liggur leiðin til Guernsey og Tortola. Ekki finnur hann neina peninga en hefur ákveðinn grun hvar þá gæti verið að finna.

Einnig er rætt við þekkta erlenda aðila, m.a. fjármálaeftirlitsmanninn William Black, Evu Joly og Robert Wade en þau hafa komið með góð ráð í Silfri Egils.

Niðurstaða er að ekkert hefur breyst á þessu rúma ári frá hruni. Það er eflaust mikið til í því, sérstaklega í ljósi síðustu fregna. Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson eru jafnvel að eignast Baug aftur og Ólafur Ólafsson að eignast Samskip. Allt stefnir í sama farið.

Myndin endar á tveim öflugum lögum, Fjalabræður flytja áhrifamikið lag, Freyja, á Þingvöllum. Eflir það þjóðerniskenndina. Hjálmar eiga síðustu raggítónana.

Létt og skemmtileg heimildarmynd um hrunið og verður verðmætari er frá líður.


Öryggisventillinn

Ég var ánægður með að Ólafur Ragnar nýtti sér óvirka 26. grein stjórnarskrárinnar árið 2004 er hann sendi umdeild fjölmiðlalög til umsagnar þjóðarinnar.  Þarna var möguleiki á að stoppa lög sem þjóðin vildi ekki láta yfir sig ganga. Forsetinn væri þá öryggisventill. Ekkí átti ég von á að leikurinn endurtæki sig í vikunni og var hálf dapur þegar fyrstu fréttir erlendis frá bárust til landsins. Kúba norðursins í hraðri uppsiglingu.

Dagurinn í dag var hins vegar mjög jákvæður. Góðar og jákvæðar greinar frá virtum dálkahöfunum víða í Evrópu og Eva Joly fer á kostum. Gengið haldist stöðugt enda engin viðskipti með krónuna úti í heimi. Kannski fáum við hagstæðari IceSave samning eftir allt saman. Við þurfum að ná nokkrum atriðum í gegn, herkostnaðurinn af synjuninni er það mikill. Lækkun á vöxtum um eitt prósent væri góð búbót.

Nýja IceSave samninganefndin þarf að vera hörð og þverpólitísk. Með leiðinlegasta InDefence mann innanborðs og ekki sakar að hafa erlenda refi með í för.

En hvað á maður að kjósa í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni? Spurningin sem lögð er ferlega flókin. Við fyrsta lestur í Fréttablaðinu hélt ég að um grín frá Baggalúti væri að ræða. En líklega mætir maður á kjörstað ef nauðsynlegt verður að segja JÁ við spurningunni. Ef allt verður í frosti. Ef allt verður í góðum gír, lánin frá Norðurlöndum og AGS streyma í Seðlabankann, þá situr maður heima. Ekki fer maður að kjósa yfir sig óverðskulduð fjárútlát að nauðsynjalausu.


Pappírstígurinn Nóna ehf.

Hún er athyglisverð forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgunn. Er þetta einhver Hesteyrarkapall?

Springi einkahlutafélagið Nóna, smábátaútgerð í eigu Skinneyjar-Þinganess, fær almenningur á Íslandi enn einn reikninginn. Það gera 16.000 á hvert mannsbarn.

Nóna skuldaði 5,3 milljarða króna í árslok 2008. Tap Nónu ehf. á árinu 2008 nam 2,5 milljörðum og bókað eigið fé í árslok var neikvætt um annað eins.

Hann er dýr Íslandsmeistaratitilinn hjá smábátnum Ragnari SF-550. Dýrt er hvert tonn.

Þetta er afleiðing af kvótakerfinu. Kerfi sem byggir á óréttlæti, ranglæti, mannréttindabrotum, brottkasti afla, efnahagslegri misskiptingu, upplausn, hrörnun og flótta, óöryggi, "hagræðingu", einkaeign útvalinna og algjöru siðleysi.
Afleiðingin af þessu, auknar skuldir útgerða og minni fiskstofnar. Hér þarf að breyta miklu, enda vitlaust gefið.


Af blaðberum Morgunblaðsins

Hinir árvökulu, áreiðanlegu og duglegu blaðberar Morgunblaðsins eru ein mælistærð. Það hefur ekkert verið rætt við þá.

Undirritaður þekkir vel til í blaðburðaheiminum og  þar ber þessum tölum saman. Einn aðili sem ég ræddi við tjáði mér að strax eftir ráðningu Davíðs sem ritstjóra hafi 10% sagt upp og neitað að fá blaðið. Eftir hálfan mánuð voru 20% áskrifenda hættir og nú eru 35% áskrifanda Morgunblaðsins hættir í þjónustu hans. Svipaða sögu hafa tveir aðrir blaðberar Morgunblaðsins að segja.

Þess ber að geta að Morgunblaðið greip til ráðstafana vegna áfallsins við ráðningu Davíðs. Þeir gripu til ágætrar viðbragðsáætlunar sem er í anda stjórnunar á samfelldum rekstri.  Áskrifendum sem sagt höfðu upp áskriftinni var sent hjartnæmt bréf undirritað af Davíð og Haraldi og þeim boðið boðið blaðið frítt út októbermánuð.  

Það skýrir tröppuganginn í uppsögnum áskrifenda hjá blaðberunum Moggans.


mbl.is Segir frétt DV fjarri raunveruleikanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arctica Finance og Boreas Capital

Hvað eru 0,85% af tvöþúsund milljörðum?

Þegar ég sá fréttatilkynningu frá Boreas Capital í dag, rifjaðist upp fyrir mér að ráðgjafafyrirtækið Arctica Finance fékk um 100 milljónir króna fyrir að finna kaupanda að hlut OR í HS orku í síðasta mánuði. Arctica Finance er sjö manna fyrirtæki fyrrverandi starfsmanna gamla Landsbankans.

Í frétt á eyjan.is  er frétt um gjörninginn:  "Þóknunin sem Artica fær nemur 0,85% af verðmæti samningsins. Haft var eftir fjármálastjóra Orkuveitunnar að það væri um 102 milljónir króna. Hann fullyrti að þóknunin væri lægri en almenn gerðist á markaðnum.

Stöð 2 sagði að þetta gerði um 14,5 milljón króna á hvern starfsmann hjá Arctica. "

Boreas Capital er skráð til húsa að Hellusundi 6 í Reykjavík. Þar er einnig til húsa fjárfestingarfélagið Teton, en stjórnarformaður þess er Gunnlaugur Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs.

Er þetta eitt stórt samsæri?

En svarið við spurningunni hér að ofan er 17 milljarðar  -  Ekki slæm þóknum fyrir að finna lánadrottinn.


Hinn snæfellski James Bond

JaguarFór í gær í skemmtilega og lærdómsríka óvissuferð um Snæfellsnes.  Um miðjan dag komum við að Sögusetrinu í Grundarfirði. Þar tók á móti okkur Ingi Hans Jónsson og kom á eðal Jagúar sem bar númerið P-67.  Hann bauð okkur velkomin og hóf skemmtilega sögu af hinum íslenska James Bond.

Hvernig skyldi James Bond tengjast Íslandi og Snæfellsnesi. Það var gátan. Ingi rakti lífshlaup Kanadamannsins Williams Stephensonar, með dulnefnið Intrepid. sem var stórmagnað og öfundvert. Þar voru tengsl Stephensons, Ian Flemming og James Bond skýrð. Síðan fór hann í ættfræði kappans og auðvitað var hann ættaður frá Íslandi. Foreldrar hans voru frá Skógarströndinni. Þau fluttu til Kanada og eignuðust William 1897 eða ári fyrr. Síðar var hann ættleiddur.  Til er bók Dularfulli Kanadamaðurinn, sem maður þarf að lesa.

Þeir eru orðnir nokkrir heimsþekktir íslensku landnemasynirnir. Má þar nefna, fyrir utan njósnarann Intrepid, Vilhjálm Stefánsson, landkönnuð og Íslensku Fálkana sem unnu gull í íshokkí árið 1920.

Nú er mikið talað um landflótta frá Íslandi, sem ég tel að sé orðum aukið. Þá rifjast upp tímabil Vesturfaranna frá 1870-1914. Það er mikill mannauður sem fór og margir gerðu það gott, aðrir ekki.  En við megum ekki missa gott fólk burtu. Næsti eða næsta ofurhetja verður að vera al-íslensk, ekki afkomandi Íslendinga.


Jöklarnir vita svo margt

Masaru Emoto 

Japanski vísindamaðurinn Masaru Emoto gaf út bókina Falin skilaboð í vatni. Þar segir hann frá rannsóknum sem hófust af tilviljun þegar honum datt í hug að kanna betur máltækið "engir tveir ískristallar eru eins." Hann frysti vatn og tók myndir af kristöllunum og komst að því að það var vissulega eitthvað til í þessu máltæki.

Rannsóknir Emotos tóku óvænta stefnu þegar hann ákvað af rælni að sjá hvaða áhrif tónlist og hljóðbylgjur hefðu á vatnið. Þannig ljósmyndaði hann ís sem myndaðist þegar hann spilaði 5. sinfóníu Beethovens, Mozart, Bach og "Let it be" eftir Bítlana. Í öllum tilfellum mynduðust einstaklega skærir og fallegir kristallar en "Heartbreak Hotel" með Elvis Presley varð frekar ljótur og sundraður ískristall, söluleiðis allt dauðarokk. Sama niðurstaða varð þegar jákvæð orð voru skrifuð og neikvæð.

Emoto vill meina að að jákvæðar og fallegar hugsanir skili sér beinlínis út í veröldina enda erum við 70% vatn.

Sturlungaöld í íslenskum stjórnmálum                                                 

Ísinn í Jökulsárlóni er talinn vera á bilinu 600-800 ára gamall og segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur að kristallarnir í þessum gamla ís séu hnefastórir. Ísinn geymir ókjör upplýsinga um fortíðina sem engan grunaði að hægt væri að kalla fram.

Ef það sem Emoto segir er rétt, að orð, texti og hugsanir hafi áhrif á vatnið og minningar varðveitist og geymist má segja að það sé sjálf Sturlungaöldin sem kelfir fram í Jökulsárlónið um þessar mundir. Það spillir ekki upplifuninni að því að fylgjast með jöklum ryðjast fram og brotna sem aldrei fyrr. Orð, textar og hugsanir sem voru á sveimi á 13. öld og lágu frosin í 800 ár losna nú úr viðjum sínum. Hvort hugmyndirnar fara aftur á kreik er erfitt að segja. Þarna brotnar ís og bráðnar frá tímum þegar stórhöfðingjar risu til valda og ríkir menn og kaldráðir lögðu undir sig heilu landshlutana, útrás og þrá eftir frægð, fram og viðurkenningu endaði með innrás. Það liggur eitthvað í loftinu og jakarnir bráðna sem aldrei fyrr.

Er árið 1262 að bráðna í Jökulsárlóni en þá var Gamli Sáttmáli undirritaður, rétt eins og IceSave og EES-umsókn. Neikvæðu hugsanirnar og aðgerðirnar á Sturlungaöld eru að hafa áhrif á mannfólkið.

Heimild:

Lesbók Morgunblaðsins, Andlit frá Sturlungaöld, laugardagur 29. apríl 2006. Andri Snær Magnson.

Klakar

 


Fræðsluferð á Nesjavallasvæðinu

"Var Bjarni Ármanns næstum búinn að eignast þetta," mælti einn göngumaður með vanþóknun er hann bankaði í einangrað hitaveiturörið sem flutti 200 gráðu heitt vatn í rigningarúðanum gærkveldi.  Við vorum tæplega fimmtíu sem gengum fræðslustíginn við Nesjavelli að hluta. Þægilega gönguleið þar sem fræðst var um náttúruna, söguna, jarðfræðina og hvernig orkan í Henglinum hefur verið beisluð.

Það var greinilegt á göngumanninum að honum var létt yfir því að samningur Orkuveitu Reykjavíkur og REI (sameinað félag gamla REI og Geysir Green Invest) gekk ekki í gegn.  Við þegnar þessa lands megum eiga náttúruauðlindirnar sameiginlega og nýta þær af skynsemi. Við megum ekki afhenda þær gervikapítalistum,  þar sem tapið fellur á ríkið en hagnaðurinn er einkavæddur.

Hitaveiturörið sem flytur heitt vatni til húshitunar á höfuðborgarsvæðinu er 27 km að lengd og lengdist við 24 metra þegar 83 gráðu hitinn flæddi í gegnum það til borgarinnar. Seigir íslensku verkfræðingarnir. Þessa þekkingu ætluð útrásarvíkingarnir í REI að hafa einkaleyfi á í 20 ár. 

Vegalengdin sem gengin var á fræðslustígnum endaði í 6.4 km og gengið eftir grænum stikum. Við heyrðum fróðlegar sögur af sögu byggðar á Nesjavöllum sem hófst rétt fyrir 1820 er Þorleifur Guðmundsson reisti bæ. Síðan barst sagan að Grími syni hans og endaði á forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, en hann er afkomandi frumbyggjanna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 262
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 222
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband