Hinn snæfellski James Bond

JaguarFór í gær í skemmtilega og lærdómsríka óvissuferð um Snæfellsnes.  Um miðjan dag komum við að Sögusetrinu í Grundarfirði. Þar tók á móti okkur Ingi Hans Jónsson og kom á eðal Jagúar sem bar númerið P-67.  Hann bauð okkur velkomin og hóf skemmtilega sögu af hinum íslenska James Bond.

Hvernig skyldi James Bond tengjast Íslandi og Snæfellsnesi. Það var gátan. Ingi rakti lífshlaup Kanadamannsins Williams Stephensonar, með dulnefnið Intrepid. sem var stórmagnað og öfundvert. Þar voru tengsl Stephensons, Ian Flemming og James Bond skýrð. Síðan fór hann í ættfræði kappans og auðvitað var hann ættaður frá Íslandi. Foreldrar hans voru frá Skógarströndinni. Þau fluttu til Kanada og eignuðust William 1897 eða ári fyrr. Síðar var hann ættleiddur.  Til er bók Dularfulli Kanadamaðurinn, sem maður þarf að lesa.

Þeir eru orðnir nokkrir heimsþekktir íslensku landnemasynirnir. Má þar nefna, fyrir utan njósnarann Intrepid, Vilhjálm Stefánsson, landkönnuð og Íslensku Fálkana sem unnu gull í íshokkí árið 1920.

Nú er mikið talað um landflótta frá Íslandi, sem ég tel að sé orðum aukið. Þá rifjast upp tímabil Vesturfaranna frá 1870-1914. Það er mikill mannauður sem fór og margir gerðu það gott, aðrir ekki.  En við megum ekki missa gott fólk burtu. Næsti eða næsta ofurhetja verður að vera al-íslensk, ekki afkomandi Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann Ingi Hans er stórskemmtilegur og mikið gaman að hlusta á hann segja frá.Árið 2007 fór ég einmitt að skoða safnið og lenti þá í svipuðu skemmtilegu og þið ,að heyra kallin segja frá,og tók ég þá mynd af bílnum hans líkt og þið gerðuð en þá var bíllin snjóhvítur.

Númi (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fyrst verið er að ræða fræga afkomendur Vestur-Íslendinga má ekki gleyma Teiknimynda-Kallaeða Charles Thorson sem var fæddur í Winnipeg, Kanada, árið 1890 og gefið nafnið Karl Gústaf Stefánsson, og fyrirmynd hans að Mjallhvít, hina alíslensku Kristínu Sölvadóttir. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.9.2009 kl. 15:32

3 identicon

Flott hjá þér Svanur að minnast á hann Charles Thorsson.Gene Walz prófessr gaf út ævisögu hans sem heitir:The life and art of Animation Pioneer.

Númi (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 226337

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband