Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.6.2009 | 21:06
Þjóðin að þroskast
Þetta eru óvænt tíðindi. Þjóðin er að þroskast. Það er ýmislegt jákvætt að gerast þó helsjúkt bankakerfi eftir nýfrjálshyggjuna sé að tefja uppbygginguna.
Evrópuumræðan er komin í farveg á Alþingi og þjóðin mun eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfsvíg eru færri en á sama tímabili og færri fyrirtæki farið á hausinn en reiknað hafði verið með. Jákvæðar fréttir af IceSave og Ögmundur að hitta Dalai Lama. Einnig er góð stemming fyrir nýsköpun sem fer að telja niður atvinnuleysistölur.
Ég hlakka til þegar ríkisstjórnin afnemur verðtrygginguna og að innkalla kvótann í áföngum.
![]() |
Stuðningur við stjórnina eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 18:38
Gömlu gildin í morgunverði
Á vinnustað mínum hefur sú hefð myndast hefð að einn starfsmaður heldur morgunmat fyrir aðra starfsmenn á föstudagsmorgnum. Það er búin að vera skemmtileg þróun í morgunverðnum. Sumir eru duglegir að baka tertur og leggja mikið á sig. Uppistaðan er samt rúnstykki. Í morgun var röðin komin að mér.
Ég ákvað að snúa klukkunni til baka, horfa 18 ár aftur í tímann. Rifja upp gömlu gildin áður en nýfrjálshyggjan náði tökum á okkur. Ég mætti með hafragraut, lýsi og síld. Með þessu hafði ég rúnstykki og ost. Einnig var boðið upp á rækju- og túnfisksalat. Allt er er þetta meinholt nema salötin. Vinnufélögum fannst ég frumlegur að koma með þennan gildishlaðna morgunmat.
Hluti af vinnufélögunum tekur inn lýsi en hafragrauturinn er ekki í miklu uppáhaldi hjá þeim. Ég er eini síldarspekúlantinn.
23.4.2009 | 11:41
Gleðilegt sumar
Vetur og sumar frusu saman í nótt. Það veit á gott samkvæmt þjóðtrúnni. Það var fyrirboði um að nytin úr ánum yrði kostgóð og fitumikil.
Í fyrra, ári hrunsins kom krían á sumardaginn fyrsta en fyrstu kríurnar sjást yfirleitt á bilinu 20.-22. apríl en megin þorri fuglana kemur svo um mánaðarmótin apríl/maí. Hornfirðingar sáu fyrstu kríuna fyrir fjórum dögum þannig að krían heldur ágætlega áætlun.
Þótt það stefni í gott sumar veðurfarslega, þá verður brekka efnahagslega. Næsta sumar verður einnig uppimóti. En vonandi verður sumarið 2011 gott sumar. Lykilinn að því er að halda Sjálfstæðismönnum frá völdum í nokkur kjörtímabil, taka upp Evru og innkalla kvótann okkar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 15:10
Jómfrúræða Ólafs Thors
Það er merkilegt að skoða söguna. Hún virðist endurtaka sig í sífellu. Hinn mikli leiðtogi Íhaldsflokksins og síðar Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thor komst á þing árið 1926 í aukakosningum. Hann hafði sig ekki mikið frammi fyrsta árið en jómfrúræða hans fjallaði um gengismál. Það er kunnugt málefni.
Fannst honum íslenska krónan of hátt metin. En þá var ekki Seðlabanki og forsætisráðherra ákvað gengið. Vildi Ólafur fella gengi krónunnar svo útflytjendur fengu meira fyrir sinn snúð á kostnað innflutnings.
Það er merkilegt að nú, 83 árum síðar skulu við Íslendingar enn vera fangar gengis íslensku krónunnar. Verðum við ekki að skipta henni út fyrir stöðugan gjaldmiðil svo komandi kynslóðir þurfi ekki að hlusta á sömu ræðurnar.
Ég er þessa stundina að lesa bókina Thorsararnir, auður - völd - örlög efir Guðmund Magnússon og er merkilegt að lesa bókina nú eftir bankahrun. Margt líkt með skyldum, 70 árum síðar. Mútur, fjármagn tekið úr rekstri útgerðarfélaga, gjaldeyrishöft og grimm pólitík.
Í kvikmyndinni Draumalandið er minnst á skörungsskap Ólafs Thors er hann hafnaði því að Bandaríkjamenn reistu hér á landi 5 herstöðvar og leigðu landið til 99 ára. Það var djörf ákvörðun en rétt. Peningar hefðu streymt inn í landið en við orðið feitt leiguþý. Nú vilja flokksmenn Ólafs Thors selja erlendum auðhringum orku okkar á "lægsta verði í heimi". Væri Ólafur Thors sammála?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 22:39
Eitt prómill af fjárlagagati næsta árs.
Það fer að birta aðeins til. Fyrstu 55 milljónirnar af illa fengnu fé komnar í hús. Eignir útrásarsökudólganna eiga að fara upp í skuldir á undan eignum almennings. Þá eru búið að stoppa upp í eitt prómill af 50 milljarða fjárlagagatinu sem brúa þarf á næsta ári.
Nú þarf bara að velta við fleiri steinum og styðja vel við bakið á Evu Joly.
![]() |
Skilað til lögaðila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 13:00
Stóri bróðir facebook
Hér er nokkuð merkilegt myndband, sérstaklega parturinn þar sem talað er um hvað fólk samþykkir að samfélagsvefurinn facebook geri við upplýsingarnar sem það setur inn. Og sér í lagi eftir frétt af því að stór meirihluti þjóðarinnar sé á facebook.
http://www.wimp.com/badinfo/En ef þú ert á fésbókinni, gefðu sem minnstar upplýsingar um þig.
26.1.2009 | 13:31
Minn tími mun koma
Er hann loks kominn hjá Jóhönnu?
24.1.2009 | 13:14
Samstöðumótmæli á Hornafirði?
Öflugustu mótmæli frá árinu 1949 hafa staðið yfir síðustu daga. Hápunkturinn náðist á þriðjudaginn. Í kjölfarið voru haldin samstöðumótmæli á Akureyri og Egilsstöðum. Þau hafa einnig verið haldin á Ísafirði og í Mývatnssveit. Hins vegar hefur ekkert heyrst um mótmæli frá Hornafirði. En Hornfirðingar eru nú seinir til uppistands.
En hvernig væri að blása til samstöðusóknar. Það væri gráupplagt að halda þau við gamla kaupfélagshúsið. Halldór Ásgrímsson, holdgerfingur hrunsins bjó þar fyrstu ár ævi sinnar.
Halldór er guðfaðir kvótakerfisins, ófreskjunnar sem við sitjum nú uppi með. "Kvótakerfið varðaði veginn inn í sjálftökusamfélagið".
Hann er guðfaðir Kárahnúkavirkjunar sem hratt af stað ofþenslu í hagkerfinu. Í skýrslu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum má lesa eftirfarandi setningu: "Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum."
Auk þess eru hreinar orkulindir Íslands gífurlega verðmæt eign og hún er seld lægstbjóðanda.
Hann var annar af arkitektum stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Einum svartasta blett Íslandssögunnar.
Íslendingar eru að uppskera núna óríkulega eftir þessa hörmulegu sáningu. Því eiga samstöðumótmæli á Hornafirði vel rétt á sér. Í hjarta bæjarins þar sem héraðslaukurinn ólst upp. Það væri gaman að heyra í mótmælendum frá Hornfirði.
Hvað segir bloggvinur minn Þórbergur Torfason um það?
17.1.2009 | 17:42
Mótmælafundur #15 á Austurvelli
Ég og Særún fórum niður í bæ í slyddunni og tókum þátt í mótmælum á Austurvelli. Það gekk illa að finna bílastæði við hafnarbakkann en eftir nokkuð hringsól fannst stæði. Það benti til þess að margir væru í miðbænum, Ríki Jakobs Frímanns.
Við misstum af upphituninni og ræðu hagfræðingsins Gylfa Magnússonar en náðum boðskap hinnar atvinnualausu Svanfríðar Önnu Lárusdóttir. Ekki urðum við vör við hinar Nýju raddir sem voru búnar að boða fund en vinur minn sýndi mér flotta mynd af Eiríki Stefánssyni, klæddum í sjógalla og með svart límband yfir strigakjaftinum. Eiríkur er mikill kvótaandstæðingur og hefur margt gott fram að færa en meðulin sem hann notar eru frekar óhefðbundin.
Margt fólk var á Austurvelli og mikið um börn með foreldrum. Á heimleiðinni gegnum við framhjá sjónvarpsfréttamönnum frá Sviss. Þeir höfðu mikinn áhuga á að ræða við Særúnu. Vildu fá að vita hverju hún væri að berjast fyrir. Hún er ósátt við allar skuldirnar sem skrifaðar hafa verið á hana, án hennar leyfis. Stelpunni minni gekk illa að skilja sjónvarpsfólkið og því næst svifu þau á mig. Þau spurðu mig hvort bankahrunið hefði haft áhrif á hag minn. Ég játti því og sagði að það hefði áhrif á alla. Þvínæst spurðu þau hverju við værum að berjast fyrir. Ég sagðist vona að við lifðum þetta af. Við viljum breytingar rétt eins og Obama. Ég var kurteis og sparaði stóru slagorðin. Á heimleiðinni sá ég eftir að hafa ekki verð herskárri. Við verðum eflaust klippt út.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2009 | 17:18
Davíð til Vanúatú
Á Borgarafundinum í Háskólabíó sl. mánudag fór breski hagfræðingurinn Robert Wade á kostum. Hann flutti mjög áhugavert erindi, kom með óhuggulega spá um aðra kreppu í vor, og var með lausnir. Hann skaut ýmsum fróðleik á milli skrifaðs texta í ræðunni og nefndi góð dæmi. Eitt dæmið hreif fundarmenn alla svo vel að þeir risu upp úr sætum sínum og klöppuðu af hrifningu. Þá var hann að fjalla um seðlabankastjóra núverandi og hvar hann væri best niðurkominn. Tillaga Wade var sú að gera hann að sendiherra á eyjunni Vanúatu.
En er þessi eyja til og hvar er hún?
Vanúatú er 1,750 km norðaustan við Ástralínu, í suður-kyrrahafi. Vanúatú hlaut sjálfstæði og varð lýðveldi árið 1980. Það samanstendur af 80 eyjum, sem áður hétu Nýju Hebrídeyjar, og tilheyrðu áður Bretlandi og Frakklandi. Búið er á 65 þessara eyja. Íbúafjöldi er liðlega 215 þúsund. Höfuðborgin heitir Port-Vila.
Tveir þriðju íbúa Vanúatú lifa af kotbúskap en fiskveiðar, ferðaþjónusta og erlend bankaþjónusta eru vaxandi gjaldeyrislind.
Geir Haarde, í fjarverðu Davíðs utanríkisráðherra skrifaði undir yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands fyrir Íslands í september 2004. Þeir félagar eiga því að þekkja vel til eyjarinnar.
Vanúatú og Ísland eiga margt sameiginlegt. Því ætti Davíð að getað fundið sig vel á kyrrahafseyjunni.
Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/Vanuatu
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/2369
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.1.2009 kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 18
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 234904
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar