Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.4.2012 | 12:49
Geir negldur
Niðurstaða Landsdóms kom mér ekki á óvart í landsdómsmálinu nr. 3/2011: Alþingi gegn Geir Hilmari Haarde. Ég var búinn að komast að þessari niðurstöðu eftir að hafa fylgst með aðalmeðferðinni. Til að komast að þessari niðurstöð notaði ég þekkingu mína á gæða- og öryggismálum.
Forsætisráðherran var dæmdur fyrir að látið farast fyrir að framkvæma það sem fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni.
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 kemur fram að samræmt verklag var ekki fyrir hendi í mörgum málum. Boðleiðir hafa verið óljósar og ábyrgð ekki skýr.
Niðurstaða Landsdóms tekur undir undir það. Stjórnsýslan hefur verið í molum. Það er ekkert sprenghlægilegt við það.
Ég er vottaður úttektarmaður (Lead Auditor) í ISO 27001 öryggisstaðlinum og í úttektum leitað að sönnunargögnum um að verklagi sé fylgt. Í máli Geirs fundust engin sönnunargögn um að ráðherrafundir hafi verið haldnir. Það má líkja því við kröfu í kafla - 7 Rýni stjórnenda á öryggisstjórnkerfinu, við getum kallað það ráðherraábyrgð.
Úttektarmenn meta það svo hvort frábrigðið sé meiriháttar (major nonconformity) eða minniháttar. Fáir stofnun á sig meiriháttar frábrigði, þá endurnýjast vottunarskírteini ekki. Því má segja að Geir og forsætisráðuneyti hans hafi sloppið með minniháttar frábrigði.
Ein mikilvægasta eign hvers fyrirtækis og stofnunar er traust og gott orðspor. Þetta er eign sem ekki fæst af sjálfu sér og auðvelt er að spilla.
Það er einn lærdómurinn af Landsdómsmálinu að stjórnsýslan á Íslandi er ekki nógu gegnsæ. Ef takast á að lagfæra það sem aflaga hefur farið þarf að skrá verklag og skýra boðleiðir og ábyrgð stjórnenda. Í ljósi stöðunnar er það beinlínis nauðsynlegt fyrir stofnanir að sinna öryggis- og gæðamálum af festu og sýna fram á fylgni við alþjóðlegar öryggis- og gæðakröfur.
Því má segja að Geir hafi verð negldur fyrir ógagða stjórnsýslu fyrri ára. Geir er ekki gert að taka út refsingu fyrir athæfið og er það eflaust næg refsing að lenda fyrir Landsdóm.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2012 | 00:34
Grænavatnsganga - Aldarminning Sigurðar Þórarinssonar
Í tiefni af deginum ætla félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík.
Ég mæti ef veður verður skaplegt. Málstaðurinn er svo góður.
Í Náttúrufræðingnum, í apríl 1950 er greinin birt sem Sigurður flutti á erindi Hins íslenska náttúrufræðifélags, 31. október 1949, er helgaður var 60 ára afmæli félagsins.
Hér er skjámynd af hluta greinarinnar sem fjallar um Grænavatn en dropinn sem fyllti mælinn var umgengi um Græanavatn sem notað væri sem ruslatunna vegna framkvæmda rétt hjá vatninu. Búið væri að fordjarfa þetta fallega og merkilega náttúrufyrirbæri.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=290829&pageId=4267096&lang=is&q=Sigur%F0ur%20%DE%F3rarinsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2011 | 17:59
DO Lykilmaður í efnahagshruni að mati Time
Árið 2009 birti hið virta tímarit Time 25 manna lista yfir þá aðila sem bera mesta ábrygð á efnahagshruninu sem nú hefur gengur yfir okkur. Hinn mikli ræðumaður á Landsþingi Sjálfstæðismanna, DO komst á listann illu heilli.
Maður er steini lostinn þegar fréttir berast að því að þegar þessi maður gengur í salinn, þá standa allir Sjálfstæðismenn upp og klappa. Hverslags samkoma er þetta eiginlega?
Ný smjörklípa var fundin upp:
Þeir sem vilja velferð geta flutt út með Norrænu
Mikil speki hjá Davíð sem gerir allt rétt. EF Seðlabankinn með Davíð í öndvegi hefði ekki keypt "ástarbréf" af bönkunum upp á hundruð milljarða sumarið 2008, þá hefði bankinn ekki orðið gjaldþrota.
Gjaldþrot Seðlabankans kostaði okkur lágmark 175 milljarða króna og ein af afleiðingum þess er sumir kaupa miða með Norrænu. Sé þeirri upphæð deilt jafnt yfir landsmenn er kostnaðurinn rúmlega 550.000 krónur á hvern Íslending eða 2,2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu.
Ekki er Time Baugsmiðill, nú þarf að finna aðra smjörklípu í Evrópuklofinni Valhöll.
11.7.2011 | 23:37
Samfelldur rekstur - BS 25999 staðallinn
Hún er vel menntuð þjóðin. Þegar hamfarir verða hér á landi, brú hverfur af hringveginum vegna hamfaraflóðs, þá koma fram 319.259 verkfræðingar. Allir með rétta lausn, að eigin mati.
Þegar áfall verður þá er gott að hafa áætlun. Til er alþjóðlegur staðall fyrir allar greinar atvinnulífsisn, BS 25999 Business Continuity Management sem þýtt hefur verið, Stjórnun á rekstrarsamfellu.
Mættu ferðaþjónustuaðilar, forystumenn í ferðaþjónustu og stjórnvöld skoða það alvarlega að útbúa áætlanir sem uppfylla kröfur staðalsins. Hættan vofir sífelt yfir. Hekla og Katla eiga eftir að taka til sinna ráða.
Eitt af lykilatriðum í áfallaferlinu er að hafa gott upplýsingastreymi. Tilnefna skal talsmann og hefur hann ákveðnum skyldum að gegna.
Lykilatriði sem hafa þarf í huga í samskiptum við fjölmiðla eru að:
Vera rólegur og yfirvegaður.
Vera heiðarlegur.
Halda sig við staðreyndir.
Forðast skal:
Að vera með getgátur vegna sjónarmiða sem tengjast áfallinu.
Að leyfa starfsfólki að ræða við fjölmiðla.
Vera með ásakanir eða benda á mistök
Talsmenn í ferðaþjónustu hafa þverbrotið síðustu þrjú boðorðin. Þeir hafa með ófaglegum talsmáta gert of mikið úr áfallinu og hámarkað skaðann. Trúlegt er að pólitík hafi tekið yfir fagmennskuna.
Fullyrðingar um að fjöldagjaldþrot og afbókanir eru órökstuddar getgetgátur og alvarlegt að talsamður SAF láti svona út úr sér. Ætti talsamaður SAF að taka sér nokkra ferðaþjónustuaðila til fyrirmyndar, sérstaklega þá hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.
Árið 1932 fór Óskar Guðnason á milli Hornafjarðar og Reykjavíkur á Fordvörubíl eins og hálfs tonns. Var það fyrsta bílferðin milli staðanna og var farið suður yfir sanda og yfir óbrúaðar ár.
Í dag var fetað í bílför Óskars og farið yfir Múlakvísl á vaði. Það er til lausn á öllu.
Með því að hafa góðar áætlanir um samfelldan rekstur, þá þarf ekki 319.259 sjálfskipaða verkfræðinga.
![]() |
Neyðarástand í ferðaþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 21:52
Rúm milljón afskrifuð á hvern Hornfirðing
Fréttir af afskiftum hjá einkahlutafélaginu Nóna ehf kynntu vel undir mótmælendum í dag á Austurvelli.
Í Kastljósi gærkveldsins var greint frá stórfelldum afskriftum trilluútgerðarinnar Nóna, upp á 2.6 milljarða, eða tvöþúsundogsexhundruð milljónir. Það er rúm milljón á hvern Hornfirðing. Aðaleignendur Nónu er Skinney-Þinganes. Fjölskylda Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra á stóran hlut í félaginu.
Íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar voru 2.086 þann 1. desember og er upphæðin því 1.246.000 á hvert mannsbarn.
Það er gott að þekkja innviðina. Nú bíð ég bara eftir að lánið á íbúð minni lækki um rúma milljón.
11.9.2010 | 17:22
Borgar sig ekki að haardera
Það borgar sig ekki að haardera þegar maður er í ríkisstjórn. Vissulega eiga ráðherrarnir fjórir allir að fara fyrir Landsdóm og fá niðurstöðu sem þeir eiga skilið. Þá fer okkur fram sem þjóð.
Á slangurorðabókinni snara.is er þessi skilgreining á nýyrðinu haardera.
Haardera
![]() |
Tvær tillögur um málshöfðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2010 | 12:23
Rafmagnsflokkurinn
Allir vita hver Besti flokkurinn er en enginn veit um Rafmagnsflokkinn.
Rafmagnsflokkurinn: Fjárhagsleg undirstaða flokksins væri rafvirkjun í geysistórum stíl, hagnýting stórra vatnsfalla sem síðan ætti að stjórna með landinu. Hann átti að stjórna landinu og leiða það til atorkusemi, velmegunar og andlegs þroska.
Þessi flokkur er hugsmíð meistara Þórbergs í nýútkominni bók, Meistarar og lærisveinar. Í einum kaflanum, Blessed are the meek, þá býr hann til persónu sem hann er meistari yfir. Lærisveinninn tekur á móti lífsspeki meistarans og sýnir miklar framfarir en fer síðan síðan sínar eigin leiðir. Hann stofnar Rafmagnsflokkinn, hlutafélag sem ætlaði sér að gangast fyrir því að reist skyldi rafmagnsstöð við Sogsfossana til þess að veita Reykjavík og nágrenni raforku til ljósa og iðnaðar. Eflaust er þarna Einar Benediktsson á ferð eða andi hans.
En skyldi vera til rafmagnsflokkur í dag?
Mér kemur strax í hug Sjálfstæðisflokkurinn en hann vill virkja helstu vatnsfjöll landsins á lægsta orkuverði í heimi til að skapa atvinnu. Ávinningurinn er nokkur störf, stórskemmd náttúra, gjaldþrota orkufyrirtæki og gjaldþrota bæjarfélög.
Einnig kemur Framsóknarflokkur Halldórs Ásgrímssonar upp í hugann en hann hefur ekki galað eins mikið um álver með nýjum foringja.
Rafmagnsflokkurinn hefur notað nýja tækni til að réttlæta framkvæmdir. Rafmagnsflokkur hefur innleitt hugtakið afleidd störf.
Rafmagnsflokkurinn minnist aldrei á umhverfisáhrif virkjanaframkvæmda.
Fyrir kosningarnar 2009 fór Rafmagnsflokkurinn hamförum í álversumræðum, formaður þeirra Bjarni Benediktsson fullyrti í kosningaþætti Ríkissjónvarpsins þann 8. apríl 2009 að þau störf sem fylgja tveimur nýjum álverum og afleidd áhrif, skipta þúsundum, skipta þúsundum. Í kosningaauglýsingum Sjálfstæðisflokksins er fullyrt að um sé að ræða 6000 afleidd störf.
En hvar á að virkja og hvað sköpuðust mörg afleidd störf á Austurlandi? Alla vega eru margar tómar íbúðir þar í dag og fólki fækkar í fjórðungnum. Starfsmannavelta er einnig mikil í verksmiðjunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2010 | 17:57
Sunday Bloody Sunday
Írska hljómsveitin U2 hefur gert þennan atburð ógleymanlegan fyrir fólk um allan heim með laginu Sunday Bloody Sunday. Lagið er kraftmikið og tilfinningaþrungið. Árið 2005 fór ég á tónleika í London með U2 og að sjálfsögðu var lagið á listanum.
Ég tók upp smá bút af byrjun lagsins og bjó til myndband. Ég setti það á Youtube og fékk sterk viðbrögð og mikið áhorf. Myndbandið er búið að vera í tæp fjögur ár og 190.000 manns hafa skoðað það. Viðbrögðin í byrjun endurspegluðust í athugasemdum sem skrifaðar voru og það var mikill tilfinningaþungi. Ég var á tímabili að hugsa um að fjarlæga myndbandið svo hart tókust menn á.
Vonandi verður þessi skýrsla til að sætta menn. En lagið með U2 mun lengi lifa þrátt fyrir spurninguna: "How long must we sing this song?"
![]() |
Cameron biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2010 | 22:02
"Íshafsleiðin" stoppaði umferðina í morgunn
Það var undarleg staða í umferðinni í morgun á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þegar ég kom akandi í strætó mínum var lögreglubíll stopp í aðrein að Miklubraut og tvær löggur stjórnuðu umferðinni. Þegar græna ljósið glennti sig framan í okkur sem komu akandi eftir Kringlumýrarbrautinni, þá settu þeir upp stoppmerkið. Það var eitthvað að gerast. Allir tóku þessu með ró. Gekk þetta í nokkur skipti. Síðan kom hvert löggumótorhjólið á eftir hverju öðru og einn og einn löggubíll. Þá mundi ég eftir kínversku sendinefndinni sem birtist óvænt í gær og skrifaði upp á gjaldeyrisskiptasamning og samning við Landsvirkjun.
En það býr eflaust meira á bak við þessa heimsókn. Kínverjar leita að hverju viðskiptatækifærinu út um allan heim. Eitt sem þeir eru spenntir fyrir er Íshafsleiðin. Öðru nafni Norðausturleiðin, (The Northern Sea Route) sem liggur á milli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs. Án hafíss væri þessi stysta leið milli heimshafanna tveggja fjölfarnasta siglingaleið jarðar!
Líklega hefur leið kínversku sendinefndarinnar með leiðtogann og verkfræðinginn He Guoqiang í broddi fylkingar í morgun legið uppi í Hellisheiðarvirkjun.
Það var því Íshafsleiðin eða Íshafslestin sem stoppaði mig í morgunn.
1.5.2010 | 10:26
Rafbarbarinn Rubico
En hvernig komst Rubico inn í tölvupóst Palin?
Í grein í Computerworld er innbrotið útskýrt en í stuttu máli notaði hann endurstillingu á lykilorðum og aflaði sér svara við spurningum sem póstkerfið bað um með því að lesa samfélagsvefi sem Palin var skráð á.
Þetta atvik segir fólki að það ber að hafa varan á sér þegar frípóstur er notaður. Einnig á fólk ekki að geyma mikilvægar eða persónulegar upplýsingar á frípósti. Öryggið er ekki nógu mikið.
En góðu fréttirnar eru þær að rekjanleiki er í rafheimum og þrjótar fá sína refsingu, amk ef þeir búa í sama landi. Hins vegar vandast málið ef heimsálfur skilja fórnarlambið og rafbarbarann af.
blank_page
![]() |
Fundinn sekur um að hakka tölvu Palin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 234560
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar