Eyjafjallajökull - 21.300.000 leitarstrengir á Google - 304% aukning milli mánađa

Á morgun verđa haldnir útitónleikar viđ Hamragarđa hjá Seljalandsfossi undir Eyjafjöllum. InspiredbyIceland átakiđ stendur á bakviđ tónleikana og marka ţeir hápunkt kynningar á Íslandi vegna eldgosins í Eyjafjallajökli.

Veđurspá er óhagstćđ en vonandi mćta menn vel búnir á svćđiđ og svo verđa tónleikarnir sendir út um allan heim í gegnum Netiđ.

Ég hef fylgst međ vinsćldum Eyjafjallajökuls á Google međ ţví ađ ská fjölda leitarstrengja sem koma upp ţegar nafniđ er slegiđ inn, en ţađ er góđur mćlikvađir á vinsćlir.

Í dag koma 21.300.000 leitarstrengir á google. Í síđasta mánuđi, ţegar goshlé varđ voru ţeir 6.970.000 og 5.6 milljónir í lok apríl.  Vinsćldir Eyjafjallajökuls hafa ţví aukist gríđarlega síđasta mánuđ, um 304%.

Aukninguna má eflaust skrifa á átakiđ jákvćđa, einnig hafa veriđ ađ koma inn blogg  um jökulinn vísindagreinar og ferđasögur.

Nćsti jökull hvađ vinsćldir varđar er Vatnajökull, međ 254.00 atkvćđi.  Ísland er međ 38.5 milljónir og Iceland er međ 97.6 milljónir til samanburđar.


Paragvć hóf vítaspyrnukeppnina

Ţegar ég sá Barreto, leikmann Paragvć ganga ađ vítapunktinum á Loftus Versfeld Stadium, ţá var ég viss um ađ ţeir myndu vinna vítaspyrnukeppnina og komast áfram í 8-liđa úrslit í fyrsta skipti.

Einnig áttu ţeir ţađ meira skiliđ m.v. hvernig leikurinn spilađist.

Mér finnst ţađ liđ sem hefur vítaspyrnukeppni vinna oftar, ţađ vćri gaman ađ fá spekinga til ađ fara í gegnum tölfrćđina.

Af hverju, ein skýring er sú ađ ţegar mark kemur úr fyrstu vítaspyrnu ţá er meiri pressa á nćsta leikmanni.

Spánn fćr ekki erfiđan leik í fjórđungsúrslitum spái ég.


mbl.is Paragvćar lögđu Japani í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mígandagróf

Ţađ var glampandi sól og heitt í veđri ţegar lagt var í ferđ ađ náttúrufyrirbćrinu Mígandagróf sem er í Lönguhlíđ. 

Ađkoman ađ Mígandagróf er bílferđ yfir Vatnsskarđ. Eftir stuttan spotta er bílum lagt og tölt af stađ í gönguna inn Fagradal og upp á Fagradalsmúla. Gangan er 1,5 km ađ rótum múlans. Síđan er brött og gróin hlíđin kjöguđ. Ţegar upp er komiđ sér inn Fagradal og falleg hraunelfa sem runniđ hefur fyrir árţúsundi. Minnir hún á hrauniđ sem rann niđur í Hrunagil og Hvannárgil af Fimmvörđuhálsi í vor. 

Eftir rúmlega tveggja tíma göngu í mosavöxnu landslagi í austurátt er komiđ ađ Mígandagróf sem lýst hefur verđ sem sérstöku náttúrufyrirbćri sem helst má líkja viđ hringleikahús.

Göngumenn áttu von á meiri náttúrusmíđ og voru flestir međ Keriđ í Grímsnesi sem viđmiđ. En vissulega er hćgt ađ halda skemmtun ţarna. Eflaust eru ţetta eftirstöđvar af gömlum eldgíg og hefur vatn runniđ niđu í hann og fyllt botninn. Grófin var vatnslaus. Ţví er hann međ skemmtilegan grćnan lit.

Ţjóđsagan segir ađ tröllskessan í Kistufelli (Hvirfli) hafi veriđ á ferđ niđur háheiđina ofan Lönguhlíđar međ stefnu á Kerlingargil ađ Hvaleyri til ađ verđa sér út um hval. Í myrkri og ţoku villtist hún af leiđ og kom fram á brún hlíđarinnar ţar sem nú heitir Mígandagróf. Dvaldi hún ţar til ţoku létti. Er hún hélt af stađ upplifđi hún töfra nćturkyrrđarinnar, tók hún sig ţví til og málađi listaverk á nálćga steina.

Einn göngumanna kannađist vel viđ náttúrufyrirbćriđ. Hann fór oft til rjúpnaveiđa á árunum 1975 til 1990 og náđist oft í fugl ţarna en rjúpur halda yfirleitt hćđ og flugu ţví í hringi og á endanum hafđi veiđimađur sigur.

Á heimleiđ var tekinn góđur útsýnishringur međfram Lönguhlíđ og sá vel til Helgafells, Húsfells og höfuđborgarinnar. Einnig sást Keilir bera af öđrum fjöllum í suđri.  Veđriđ var frábćrt allan tíman og 13 gráđu hiti er heim var komiđ um miđnćtti. Falleg byrjun á Jónsmessu.

Dagsetning: 23. júní 2010
Hćđ:
492 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 
168 metrar skammt frá Vatnsskarđi.             
Uppgöngutími: 
120 mín (19:10 - 21:10)
Heildargöngutími:
4,0 klst.  (19:10 - 23:10, 3 klst á ferđ)
Erfiđleikastig:
2 skór
GPS-hnit gróf: 
63.57.950 - 21.51.333                                                                                                            
Vegalengd: 
10 km (4,2 km bein lína frá bíl ađ gróf)
Veđur kl 21:
14,0 gráđur,  3 m/s af NA og bjart, raki 67%
Ţátttakendur:
Útivistarrćktin, rúmlega  70 manns  - 30 bílar.                                                                     
GSM samband: 
Já - en ekki í lćgđ viđ Mígandagróf

Gönguleiđalýsing: Erfiđari ganga en búist var viđ. Gengiđ í 1,5 km ađ  fótum Fagradalsmúla. Ţađan er 200 metra hćkkun. Mosi og laust grjót uppi á múlanum. Mígandagróf sést ekki og ţví er gott ađ hafa GPS tćki viđ höndina. Mígandagróf er sérstakt náttúrufyrirbćri sem helst má líkja viđ hringleikahús.

 Mígandagróf

Heimildir:

Lönguhlíđarvarđarđan: http://ferlir.is/?id=8275

Langahlíđ - Mígandagróf: http://ferlir.is/?id=4005

Útivist, útivistarrćktin, www.utivist.is

Myndir eftir Arnbjörn Jóhannesson, frá 13. júní 2007

Myndir eftir Ingva Stígsson


Leggjabrjótur á Ţjóđhátíđardaginn

Ţjóđhátíđ framundan og hvađ gerir mađur til ađ efla andann. Jú miđnćturganga međ Útivist yfir Leggjabrjót frá Ţingvöllum yfir í Botnsdal er tilvalin baráttuganga. Hápunkturinn er ađ drekka vatn úr Öxará og koma ađ upptökum árinnar úr Myrkavatni á miđnćtti.

Viđ fórum ađeins útfyrir hefđbundna gönguleiđ og fylgdum Öxará ađ upptökum. Höfđum Búrfell og Botnssúlur á sitt hvora hönd megniđ af leiđinni. Viđ upptök Öxarár var nýjum degi, ţjóđhátíđardegi okkar, ţeim 66 í röđinni fagnađ. Einn göngumađur átti afmćli og ein hjón trúlofunarafmćli. Ţađ var sungiđ ţeim til hyllingar.

Öxar viđ ána
árdags í ljóma
upp rísi ţjóđliđ og skipist í sveit
...  

Frá Myrkavatni var haldiđ upp á Leggjabrjót, niđur ađ Biskupskeldu. Ţađan rennur lítill lćkur og liggur yfir hann steinbrú. Er ţađ líklega eitt fyrsta vegamannvirki landsins. Ţegar komiđ var fram hjá Sandvatni var aftur fariđ af gönguleiđ og gengiđ á Djúpadalsborgir en ţar sást hvernig Sandvatn rennur niđur í Djúpadal sem markar upphaf Bryjnudals.  Niđurleiđin niđur í Botnsdal tók á ţreytt hnén og skrúđugur Botsdalur tók fallega á móti okkur.

Dagsetning: 16 til 17. júní 2010
Hćđ:
Um 500 m, hćst á Leggjabrjóti
Hćđ í göngubyrjun: 
 154 metrar skammt frá Biskupsbrekkum hjá Svartagili            
Heildargöngutími: 6,25 klst.  (21:30 - 03:45)
Erfiđleikastig:
1 skór
GPS-hnit Sandvatn: 
N: 64.20.33.63 W: 21.13.13.81                                                                                                            
Vegalengd:  
18,9 km (12,8 km bein lína frá rútum ađ Stóra Botni)
Veđur kl 21:
6.0 gráđur,  10 m/s af SA og bjart, raki 84%
Ţátttakendur:
Útivist og Skál(m), 106 manns  - 2 rútur frá Sćmundi.                                                               
GSM samband: 

Gönguleiđalýsing: Létt nćturganga yfir forna ţjóđleiđ. Komiđ viđ hjá Myrkavatni, upptökum Öxarár og fariđ niđur ađ Djúpadalsborgum en ţessi hliđarspor eru utan hefđbundnar gönguleiđar.

 

Oxara

Göngufólk viđ upptök Öxarár viđ Myrkavatn á miđnćtti.

 


Sunday Bloody Sunday

Írska hljómsveitin U2 hefur gert ţennan atburđ ógleymanlegan fyrir fólk um allan heim međ laginu Sunday Bloody Sunday.  Lagiđ er kraftmikiđ og tilfinningaţrungiđ.  Áriđ 2005 fór ég á tónleika í London međ U2 og ađ sjálfsögđu var lagiđ á listanum.

Ég tók upp smá bút af byrjun lagsins og bjó til myndband. Ég setti ţađ á Youtube og fékk sterk viđbrögđ og mikiđ áhorf. Myndbandiđ er búiđ ađ vera í tćp fjögur ár og 190.000 manns hafa skođađ ţađ. Viđbrögđin í byrjun endurspegluđust í athugasemdum sem skrifađar voru og ţađ var mikill tilfinningaţungi. Ég var á tímabili ađ hugsa um ađ fjarlćga myndbandiđ svo hart tókust menn á.

Vonandi verđur ţessi skýrsla til ađ sćtta menn. En lagiđ međ U2 mun lengi lifa ţrátt fyrir spurninguna: "How long must we sing this song?"

 


mbl.is Cameron biđst afsökunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Spánn vinnur HM2010

Nú er veizlan ađ hefjast.  Klukkan tvö hefst Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu. 32 landsliđ hefja ţátttöku og eitt mun standa uppi sem sigurvegari eftir mánuđ.  Nokkur liđ eru líklegri en önnur en ég reikna međ ađ úrslitaleikurinn verđi á milli Spánverja og Hollendinga.  Munu ţeir spćnsku standa uppi sem sigurvegarar. En ţađ verđa svakalegir stórleikir í 8-liđa úrslitum og undanúrslitum.

Ţađ eru til nokkrar ţumalputtareglur um sigurvegara. Ein er sú ađ Evrópuţjóđ vinnur ekki HM utan Evrópu. Nú er spurningin um hvađ gerist í Afríku?  Verđur Afríkuţjóđ kannski heimsmeistari? Ég hallast ađ Evrópuliđum.

En ţetta er góđur dagur, sólríkur föstudagur, HM2010 ađ hefjast í S-Afríku og vatnalög hrunflokkana numin úr gildi. VIĐ eigum vatniđ, hreint loft og fagra íţrótt. 


mbl.is Flautađ til leiks klukkan 14
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Íshafsleiđin" stoppađi umferđina í morgunn

Ţađ var undarleg stađa í umferđinni í morgun á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Ţegar ég kom akandi í strćtó mínum var lögreglubíll stopp í ađrein ađ Miklubraut og tvćr löggur stjórnuđu umferđinni. Ţegar grćna ljósiđ glennti sig framan í okkur sem komu akandi eftir Kringlumýrarbrautinni, ţá settu ţeir upp stoppmerkiđ. Ţađ var eitthvađ ađ gerast. Allir tóku ţessu međ ró. Gekk ţetta í nokkur skipti. Síđan kom hvert löggumótorhjóliđ á eftir hverju öđru og einn og einn löggubíll. Ţá mundi ég eftir kínversku sendinefndinni sem birtist óvćnt í gćr og skrifađi upp á gjaldeyrisskiptasamning og samning viđ Landsvirkjun.

En ţađ býr eflaust meira á bak viđ ţessa heimsókn. Kínverjar leita ađ hverju viđskiptatćkifćrinu út um allan heim. Eitt sem ţeir eru spenntir fyrir er Íshafsleiđin. Öđru nafni “Norđausturleiđin”, (The Northern Sea Route) sem liggur á milli Norđur-Atlantshafs og Kyrrahafs. Án hafíss vćri ţessi stysta leiđ milli heimshafanna tveggja fjölfarnasta siglingaleiđ jarđar!

Líklega hefur leiđ kínversku sendinefndarinnar međ leiđtogann og verkfrćđinginn He Guoqiang í broddi fylkingar í morgun legiđ uppi í Hellisheiđarvirkjun.

Ţađ var ţví Íshafsleiđin eđa Íshafslestin sem stoppađi mig í morgunn.


Varúđ – Heimsmeistarakeppni framundan

„Ţađ hefur ekki sést kjaftur hérna eftir ađ heimsmeistarakeppnin hófst.“  - Svo mćlti einn svartsýnn ferđaţjónustuađili í afţreyingu HM-áriđ 1994. Hann bölvađi um leiđ ţessari vinsćlu íţrótt og fann henni flest til foráttu og var einn meira pirrađur út í ađ ferđafólk skyldi skipuleggja ferđalög sín í kringum sjónvarpsgláp yfir keppnina.

Ég var á ţessum árum starfsmađur hjá Jöklaferđum  á Hornafirđi og merktum viđ samdrátt í bókunum en vorum bjartsýnir á ađ lausaumferđ myndi taka kipp eftir síđasta flaut. Ţađ gekk eftir.

Ég fór ţví í rannsóknir og skođađi tölur yfir ţetta tímabil á DataMarket.com. Ekki er hćgt ađ greina samdrátt í fjölda ferđamanna á HM eđa EM ári en eflaust fćrist kúrfan til. Ferđamenn spretta upp eins og gorkúlur ţegar keppninni lýkur.   Ţví má fólk í ferđaţjónustu ekki fara á taugum ţó lok júní og byrjun júlí verđi ekki eins góđ sama tímabil 2009.

Taflan sýnir ferđamenn á síđasta áratugi síđustu aldar og breytingu á milli ára.

Ár

Fjöldi

Br.  %

1990

141.718

8.6

1991

141.413

1.2

1992

142.561

-0.6

1993

151.728

6.4

1994

169.504

11.7

1995

177.961

5.0

1996

195.669

10.0

1997

201.655

3.1

1998

232.219

15.2

1999

262.605

13.1

 

Heimsmeistaraárin 1990, 1994 og 1998 koma vel út í heildina. Olympíu- og Evrópumeistaraáriđ 1992, ţegar Danir sigruđu eftirminnilega er eina samdráttaráriđ. 

Í Morgunblađinu var gerđ úttekt á tjaldstćđum í sunnudagblađinu ţann 23. ágúst, 1998.

„Kristján [Sigfússon] segir ađ ađsókn ađ tjaldstćđinu í Laugardal hafi ekki glćđst fyrr en heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Frakklandi lauk. "Ţađ var lítiđ af fólki í júní og byrjun júlí en svo gjörbreyttist ađsóknin í kringum 10. júlí og hélst í hámarki ţar til um síđustu helgi. Á heildina litiđ er ađsóknin hins vegar minni en í fyrra," segir hann.“

Eftir  17% fćkkun ferđamanna í apríl og 15% í maí vegna eldgos í Eyjafjallajökli, ţá kemur HM2010. Ţetta er smá brćla hjá ferđaţjónustunni en ţađ mun birta til. Fólk kemur til ađ upplifa fegurđina og sjá kraftinn í náttúrinni.

Nú er hlé á gosi í Eyjafjallajökli og átakiđ Inspired By Iceland í hármarki. Sóknin fer ađ skila árangri strax eftir HM.

 

Heimildir:

DataMarket.com úr gagnagrunni Hagstofunnar.

Morgunblađiđ, gagnasafn, 23. ágúst 1998


mbl.is Milljón skođađ vefmyndavélar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mexíkóskur matur í sókn

Vinsćldir matar frá Mexíkó eru á mikilli uppleiđ hér á landi sýnist mér. Maturinn hentar vel til ađ bjóđa upp á bragđgóđa rétti sem skapa skemmtilegt andrúmsloft viđ matarborđiđ. Ađferđirnar eru oftast einfaldar og hentar alla daga.

Ég náđi góđri röđ í síđustu viku međ mexíkóskan mat. Hátíđin byrjađi á föstudaginn 31. maí  og stendur yfir enn, rétt eins og gosiđ í Eyjafjallajökli.  Ég hafđi lítiđ um röđina ađ velja.

Föstudagur:  Starfsmannafélagiđ Vektor stóđ fyrir hófi í vinnunni. Einn vinnufélagi bjó til fínar Quesadilla međ kjúkling og nautahakki. Pönnukökurnar fylltar ljúfmeti tókust mjög vel hjá honum.

Laugardagur: Frćnka mín bauđ til stúdentsveislu til ađ fagna áfanganum. Ţar var mexíkósk kjúklingasúpa í ađalrétt. Mjög vel heppnuđ.  Síđar um kvöldiđ var Eurovision keppni og mexíkóskar Nacho cheese flögur og Burrito. Ég missti af ţeirri hátíđ.

Sunnudagur:  Borđađi nokkrar mexíkóskar Nacho og Tortilla Chips flögur međ mildri mexíkóskri  Chunky Salsa sósu frá Tex Mex.

Mánudagur:  Var ađ vinna í Borgartúni.  Endađi inn á Serrano og fékk mér Burrito međ kjúkling.

Ţriđjudagur. Klárađi mexíkósku sósuna og flögurnar frá helginni.

Miđvikudagur:  Var bođiđ í afmćlisveislu og ţar var kröftug mexíkósk kjúklingasúpa. Kjúklingabringurnar voru öflug uppistađa í súpunni.

Mér fannst ţetta flott röđ og velti fyrir mér hvort mexíkósk tískusprengja í matargerđ vćri á Ísland? Einnig velti ég fyrir mér hvort ţetta vćri eitthvađ tákn um ađ mađur ćtti ađ fylgjast međ Mexíkó á HM. Ţeir löguđ heimsmeistara Ítala en matargerđ ţeirra er rómuđ, í ćfingaleik á fimmtudag, 2-1.

Ţađ verđur mexíkóskt snakk, Nacho eđa Tortilla og ţví dýft í salsasósu yfir leikjum Mexíkó á HM.


Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júní 2010
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 316
  • Frá upphafi: 236816

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband