Mígandagróf

Ţađ var glampandi sól og heitt í veđri ţegar lagt var í ferđ ađ náttúrufyrirbćrinu Mígandagróf sem er í Lönguhlíđ. 

Ađkoman ađ Mígandagróf er bílferđ yfir Vatnsskarđ. Eftir stuttan spotta er bílum lagt og tölt af stađ í gönguna inn Fagradal og upp á Fagradalsmúla. Gangan er 1,5 km ađ rótum múlans. Síđan er brött og gróin hlíđin kjöguđ. Ţegar upp er komiđ sér inn Fagradal og falleg hraunelfa sem runniđ hefur fyrir árţúsundi. Minnir hún á hrauniđ sem rann niđur í Hrunagil og Hvannárgil af Fimmvörđuhálsi í vor. 

Eftir rúmlega tveggja tíma göngu í mosavöxnu landslagi í austurátt er komiđ ađ Mígandagróf sem lýst hefur verđ sem sérstöku náttúrufyrirbćri sem helst má líkja viđ hringleikahús.

Göngumenn áttu von á meiri náttúrusmíđ og voru flestir međ Keriđ í Grímsnesi sem viđmiđ. En vissulega er hćgt ađ halda skemmtun ţarna. Eflaust eru ţetta eftirstöđvar af gömlum eldgíg og hefur vatn runniđ niđu í hann og fyllt botninn. Grófin var vatnslaus. Ţví er hann međ skemmtilegan grćnan lit.

Ţjóđsagan segir ađ tröllskessan í Kistufelli (Hvirfli) hafi veriđ á ferđ niđur háheiđina ofan Lönguhlíđar međ stefnu á Kerlingargil ađ Hvaleyri til ađ verđa sér út um hval. Í myrkri og ţoku villtist hún af leiđ og kom fram á brún hlíđarinnar ţar sem nú heitir Mígandagróf. Dvaldi hún ţar til ţoku létti. Er hún hélt af stađ upplifđi hún töfra nćturkyrrđarinnar, tók hún sig ţví til og málađi listaverk á nálćga steina.

Einn göngumanna kannađist vel viđ náttúrufyrirbćriđ. Hann fór oft til rjúpnaveiđa á árunum 1975 til 1990 og náđist oft í fugl ţarna en rjúpur halda yfirleitt hćđ og flugu ţví í hringi og á endanum hafđi veiđimađur sigur.

Á heimleiđ var tekinn góđur útsýnishringur međfram Lönguhlíđ og sá vel til Helgafells, Húsfells og höfuđborgarinnar. Einnig sást Keilir bera af öđrum fjöllum í suđri.  Veđriđ var frábćrt allan tíman og 13 gráđu hiti er heim var komiđ um miđnćtti. Falleg byrjun á Jónsmessu.

Dagsetning: 23. júní 2010
Hćđ:
492 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 
168 metrar skammt frá Vatnsskarđi.             
Uppgöngutími: 
120 mín (19:10 - 21:10)
Heildargöngutími:
4,0 klst.  (19:10 - 23:10, 3 klst á ferđ)
Erfiđleikastig:
2 skór
GPS-hnit gróf: 
63.57.950 - 21.51.333                                                                                                            
Vegalengd: 
10 km (4,2 km bein lína frá bíl ađ gróf)
Veđur kl 21:
14,0 gráđur,  3 m/s af NA og bjart, raki 67%
Ţátttakendur:
Útivistarrćktin, rúmlega  70 manns  - 30 bílar.                                                                     
GSM samband: 
Já - en ekki í lćgđ viđ Mígandagróf

Gönguleiđalýsing: Erfiđari ganga en búist var viđ. Gengiđ í 1,5 km ađ  fótum Fagradalsmúla. Ţađan er 200 metra hćkkun. Mosi og laust grjót uppi á múlanum. Mígandagróf sést ekki og ţví er gott ađ hafa GPS tćki viđ höndina. Mígandagróf er sérstakt náttúrufyrirbćri sem helst má líkja viđ hringleikahús.

 Mígandagróf

Heimildir:

Lönguhlíđarvarđarđan: http://ferlir.is/?id=8275

Langahlíđ - Mígandagróf: http://ferlir.is/?id=4005

Útivist, útivistarrćktin, www.utivist.is

Myndir eftir Arnbjörn Jóhannesson, frá 13. júní 2007

Myndir eftir Ingva Stígsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 113
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband