31.3.2008 | 09:16
Loksins, loksins
Það er kraftur í Sturlu Jónssyni og vörubílstjórum. Það þarf stundum að "sprengja" menn að samningaborðinu. Ég styð þessar aðgerðir bílstjóranna heilshugar. Með því að stoppa sjálfvirkar hækkanir á bensín og olíuverði þá hækkar verðbólgan ekki eins mikið og húsnæðislánið mitt ríkur ekki eins hratt upp.
Því getur þessi fórn bílstjóranna sparað mér tugþúsundir í greiðslubirgði á árinu.
Annars þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þessum köppum. Ég geng í vinnuna. Safna vöðvum og brenni fitu. Bæti skapið og bæti heilsuna.
Mikið vildi ég að Sturla og félagar hefðu verið sjómenn fyrir tuttugu árum. Þá hefðu þeir væntanlega ekki látið stjórnvöld vaða svona yfir sig eins og sjómenn létu gera með kvótakerfið sem er eins og fram hefur komið, mannréttindabrot.
Það er franskur bragur á vörubílstjórum. Meira svona.
![]() |
Ráðamenn vakni" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2008 | 18:50
Akrafjall
Akrafjall og Skarðsheiðin eins og fjólubláir draumar......... Það var loks tími kominn hjá mér að ganga á Akrafjall, annan fjólublá drauminn.
Það blés köldu af norðaustri á göngumenn á Akrafjalli í morgun. Ég slóst í hóp með 50 Símamönnum sem eru að æfa sig fyrir ferð á Hvannadalshnjúk. Þjálfarar teymisins eru ekki af verri endanum. Haraldur Örn Ólafsson hátindahöfðingi og Pétur Ásbjörnsson kerfisstjóri hjá Símanum.
Akrafjall er sporöskjulöguð og formfögur fjallabunga sem stendur á nesinu á milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Talið er að fjallið sé gömul eldstöð, en jökull hafi gengið yfir það og sorfið af því allar hvassar brúnir landmegin, en síðan steypst fram dal sem klýfur það vestanmegin og nefnist Berjadalur. Bungan sunnan í hlíðum dalsins heitir Jókubunga. Eftir dalnum rennur Berjadalsá. Norðan árinnar kallast fjallið Norðurfjall og sunnan hennar Suðurfjall. Sitt hvoru megin dalsins rísa tveir tindar. Heitir sá nyrðri og hærri Geirmundartindur (643m) en hinn syðri Háihnúkur (555m). Guðfinnuþúfa er drangur neðan Geirmundartinds. Meginefnið í fjallinu er basalt, en víða eru rauðleit móbergslög milli blágrýtislaga. Greinilegar sjávarmyndanir finnast umhverfis fjallið og í því, þær hæstu ofan við bæinn Kúludalsá í 70 m hæð. Hvalbein hafa fundist í 80 m hæð við bæinn Fellsenda.
Geirmundartindur í 643 m hæð (N 64.20.612 W 21.56.643). Gestabók frá árinu 1999. Skarðsheiðin er í bakgrunni. Fjólublár draumur.
Gönguferðin hófst árla morguns, kl. 9 og hófst hjá vatnsbóli Skagamanna. Margir bílar voru á bílastæðinu og haldið var upp Selbrekkuna með kaldan vindinn í andlitið. Síðan var farið eftir brúnunum en tekinn krókur inn fyrir Guðfinnuþúfu þar var töluvert grýtt. Síðan haldið farið áfram meðfram brúnunum og upp á Geirmundartind. Heldur brösuglega gekk að skrifa nöfnin í gestabókina og þurfti að halda vel í hana svo hún fyki ekki niður á Skaga.
Eftir að búið var að kvitta var haldið eftir spröskjulöguðu fjallinu og stefnt á Jókubungu. Síðan var stefnan tekin á Háhnjúk. Slóðir voru eftir fjórhjól eða jeppa á fjallinu í rúmlega 500 metra hæð og fylgdum við þeim.
Það blés vel á syðri Háahnjúk en þar var gestabók.Vindurinn var þó í bakið. Leiðin niður af hnúknum var frekar brött og svell á köflum. Ég var mjög feginn þegar náð var fyrir krók sem var framundan en það var bratt niður.
Vegalengdin sem við gengum á fjórum tímum og 25 mínútum var frá 11.7 km til 12.7. Hærri tölur heyrðust en það er fínn tími fyrir hringinn miðað við aðstæður.
Eitt sem ferðamálayfirvöld á Akranesi mega gera er að merkja leiðina að upphafspunkti betur, við þurftum að hafa nokkuð fyrir að finna vegaslóðann. Verð var að laga veginn á ákveðnum stöðum og sá ég eitt nýtt orð, moldartipur.
Heimildir:
http://www.akranes.is/mannlifid/utivist/gonguleidir-um-akrafjall/
Lífstíll | Breytt 31.3.2008 kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2008 | 12:58
Huðnur að spekjast á Horni
Það er skrifuð góð íslenska í Eystrahorni í dag, eða gær!
Á forsíðu Eystrahorns er sagt frá geitum í landi Horns. Ómar Antonsson hrossa- og geitabóndi segir frá smölun á huðnum og höfrum í Hornsfjöllum. En hann brást skjótt við tilmælum bændasamtakan og handsamaði þrjár huðnur og einn hafur.
Í fréttinni komu fyrir tvö orð sem ég hef ekki heyrt áður á ferlinum. Huðna og spekjast. Ég fór því í orðabækur og á Netið til að finna út hvað þau standa fyrir.
Huðna er eins og allir vita kvenkyns geit og má til gamans geta þess að Huðnur eru ein allra sterkustu dýrin sem finnast úti í íslenskri náttúru!
Spekjast er annað orð yfir að róast eða temjast og notað í Eystrahorni: "Þær eru allar að koma til og spekjast hér inni."
Gott mál hjá Eystrahorni
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2008 | 12:34
Páskaslemma
Ég man eftir leiknum við Chelsea á Brúnni fyrir rúmum fjórum árum. Þetta var tímabilið þegar lið Arsenal fór ósigrað í gegnum úrvalsdeildina. Það var þétt setinn salurinn á Players þegar Eiður Smári skoraði eftir 35 sekúndur. Skelfileg byrjun í reykmettuðum salnum. Kapteinn Veira tók þá til sinna ráða og jafnaði leika áður en stundarfjórðungur var liðinn og skömmu síðar kom sigurmarkið frá Edu sem var að leika sína bestu sparktíð. Víkingurinn Eiður Smári fauk svo af leikvelli í síðari hálfleik og eftir það áttu Chel$ky ekki möguleika.
Eftir þetta tap á Brúnni hefur lið Chelsea ekki tapað heimaleik. Sjötíu og sjö leikir - 77 deildarleikir í röð. Er ekki kominn tími á að stoppa ósigurgönguna! Í dag, Páskadag glíma risarnir fjórir innbyrðis. Fyrst er leikur Manchester United og Liverpool. Á eftir honum kemur leikur Chelsea og Arsenal. Það er einnig eitt kjörtímabil síðan Liverpool vann Manchester á Old Trafford.
Ég man vel eftir fyrri leik liðanna um miðjan desember. Það var stórskemmtilegur slemmuleikur og stemmingin á Emirates frábær. Ég man að leikhlé var að koma og áhorfendur í Club level sætum streymdu inn á barinn í frían bjórinn. Það var lítið að gerast í leiknum. Leikmenn virtust hafa samið vopnahlé. Ég ákvað að doka við, láta bjórinn bíða eftir mér. Tékkinn Rosicky tók þá á rás, rauf vopnahléið. Hann skaut að marki en uppskar horn. Kapteinn Gallas laumaði sér í sóknina og eftir sjaldgæf mistök Tékkans, Petr Cech, í marki Chelsea stangaði Gallas knöttinn í markið og mark, beint fyrir framan nefið á okkur. Bjórinn bragðaðist vel í leikhléinu. Mikið gekk á í síðari hálfleik en sterkar varnir héldu.
Gallas fagnað af 60,139 áhorfendum. Hersingin á leið framhjá Wenger. Emirates Stadium er stórmagnað mannvirki með fjórar glæsilegar stúkur.
Nú dugar ekkert annað en sigur í leiknum í dag. Ég ætla að endurtaka leikinn. Ég ætla að mæta á reyklausan Players á Páskadag og halda upp á afmælið mitt. Bezta afmælisgjöfin er sigur á Chelsea. Gjöf frá Adebayor væri vel þegin.
Hér er svo 30 sekúndna myndband sem sýnir stemminguna í byrjun leiks.
![]() |
Stóru liðin fjögur mætast í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 14:28
Tinni í Tíbet
Bókin Tinni í Tíbet er ein af mínum uppáhaldsbókum. Ég kynntist Tíbet aðeins í gegnum hana. Ég hef einnig áhyggur af ástandinu í Tíbet um þessar mundir.
Las ágæta úttekt á ástandinu í Tíbet í Morgunblaðinu í morgun. Kínverjar hafa byggt góða vegi upp að landamærum. Það sást á myndum frá Leifi Erni Svavarssyni fjallamanni, sem var með sýningu í Salnum fyrir nokkru. Markmiðið með öflugum samgöngum er samt ekki að auðvelda fjallamönnum erfiðið. Heldur auðvelda aðgengi hermanna að landamærum.
Fékk nýlega tölvupóst í hólfið mitt frá samtökum sem heita Avaaz. Birti það hér óþýtt á blogginu. Vona að ég fái ekki kínverskan erindreka í heimsókn.
Dear friends,
After decades of repression under Chinese rule, the Tibetan people's frustrations have burst onto the streets in protests and riots. With the spotlight of the upcoming Olympic Games now on China, Tibetans are crying out to the world for change.
The Chinese government has said that the protesters who have not yet surrendered "will be punished". Its leaders are right now considering a crucial choice between escalating brutality or dialogue that could determine the future of Tibet, and China.
We can affect this historic choice--China does care about its international reputation. China's President Hu Jintao needs to hear that the 'Made in China' brand and the upcoming Olympics in Beijing can succeed only if he makes the right choice. But it will take an avalanche of global people power to get his attention--and we need it in the next 48 hours.
The Tibetan Nobel peace prize winner and spiritual leader, the Dalai Lama has called for restraint and dialogue: he needs the world's people to support him. Click below now to sign the petition--and tell absolutely everyone you can right away--our goal is 1 million voices united for Tibet:
http://www.avaaz.org/en/tibet_end_the_violence/7.php
China's economy is totally dependent on "Made in China" exports that we all buy, and the government is keen to make the Olympics in Beijing this summer a celebration of a new China, respected as a leading world power. China is also a very diverse country with a brutal past and has reason to be concerned about its stability -- some of Tibet's rioters killed innocent people. But President Hu must recognize that the greatest danger to Chinese stability and development comes from hardliners who advocate escalating repression, not from Tibetans who seek dialogue and reform.
We will deliver our petition directly to Chinese officials in London, New York, and Beijing, but it must be a massive number before we deliver the petition. Please forward this email to your address book with a note explaining to your friends why this is important, or use our tell-a-friend tool to email your address book--it will come up after you sign the petition.
The Tibetan people have suffered quietly for decades. It is finally their moment to speak--we must help them be heard.
With hope and respect,
Ricken, Iain, Graziela, Paul, Galit, Pascal, Milena, Ben and the whole Avaaz team
PS - It has been suggested that the Chinese government may block the Avaaz website as a result of this email, and thousands of Avaaz members in China will no longer be able to participate in our community. A poll of Avaaz members over the weekend showed that over 80% of us believed it was still important to act on Tibet despite this terrible potential loss to our community, if we thought we could make a difference. If we are blocked, Avaaz will help maintain the campaign for internet freedom for all Chinese people, so that our members in China can one day rejoin our community.
Here are some links with more information on the Tibetan protests and the Chinese response:
BBC News: UN Calls for Restraint in Tibet
Human Rights Watch: China Restrain from Violently Attacking Protesters
Associated Press: Tibet Unrest Sparks Global Reaction
New York Times: China Takes Steps to Thwart Reporting on Tibet Protests
--------------------------------------------
ABOUT AVAAZ
Avaaz.org is an independent, not-for-profit global campaigning organization that works to ensure that the views and values of the world's people inform global decision-making. (Avaaz means "voice" in many languages.) Avaaz receives no money from governments or corporations, and is staffed by a global team based in London, Rio de Janeiro, New York, Paris, Washington DC, and Geneva.
Don't forget to check out our Facebook and Myspace pages!
![]() |
Ísland lýsir áhyggjum af ástandinu í Tíbet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 09:11
Þingvellir af heimsminjaskrá?
24stundir varpa þessari dapurlegu spurningu fram í Skírdagsblaðinu. Óskemmtileg spurning á svo snemma um páskahátíðina. Þingvellir eru eini staðurinn á Íslandi sem er á heimsminjaskránni og getur fallið af henni ef fyrirhugaður Lyngdalsheiðarvegur verður lagður. Mun nýi vegurinn kom í stað Gjábakkavegar sem þykir ekki henta til hraðaksturs.
Þjóðir í kringum okkur keppast við að komast á Heimsminjanefnd UNESCO. Það styrkir sjálfsmynd þeirra og tryggir að komandi kynslóðir geti notið fyrirbærisins.
Í júní sl. fengu stjórnvöld á Tenerife þau skilaboð að El Teide þjóðgarðurinn hefði verið tekinn inn á heimsminjaskrá UNESCO. Tenerife búar, sem keppa við Íslendinga um ferðamenn, voru mjög ánægðir með niðurstöðuna. Höfðu eignast tákn "emblem" um náttúru eyjunnar.
Það yrði mikið áfall ef við Íslendingar klúðrum Þingvöllum af heimsminjaskránni út af hraðbraut sem gæti skaðað lífríki vatnsins. Við eru þá komin í hóp með Talibönum en þeir eyðilögðu ómetanlegar styttur sem höggnar voru í kletta. Við töpum tákni okkar, Þjóðgarðinum. Við stöndum þá uppi með brotna sjálfsmynd.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2008 | 13:31
Esjuganga
Fór í Esjugöngu með félaga Sigurði Baldurssyni í fallega veðrinu í gær. Ég á það takmark að fara að minnsta kosti einu sinni ári á Esjuna. Náði því snemma á þessu ári. Einnig var ég að safna mínútum í Lífshlaupið.
Það var mikill fjöldi fólks á Esjunni og heilsaðist fólk ávallt með orðunum, "Góðann daginn". Færið var þungt undir fót í snjónum. Eftir einn fótboltaleik vorum við komnir upp að Steini. Þar hittum við fjóra hressa Litháa. Þeir stungu í stúf við Íslendingana sem flestir voru með göngustafi og bakpoka. Þeir reyktu mikið, voru klæddir í íþróttaskó og spiluðu hátt baltneskt rokk. En það er óþarfi að fjárfesta í dýrum búnaði fyrir eina fjallgöngu. Við vorum samferða þeim upp á Þverfellshorn og þræddum gömul fótspor upp klettana. Á leiðinni heyrðum við ráðleggingar á erlendu tungumáli til fólks á niðurleið í klettunum. Það var fjölþjóðlegt lið þarna í 700 metra hæð. Mér leið eins og ég væri að klífa Everest. Etv. þverskurður af Nýja Íslandi.
Á Horninu voru tvær Evrópskar skvísur sem báðu mig um að mynda sig á Canon Ixus vélina þeirra. Það er mjög algengt að lenda ljósmyndaverkefnum þarna. Litháarnir kvikmynduðu mikið. Gaman að nýju Íslendingarnir hafi áhuga á náttúrunni í kringum sig. Þeir kvörtuðu undan lágvöxnum fjöllum í Litháen. Hæsta fjall landsins er Juozapines Kalnas, 293.6 m. Þrátt fyrir litla háfjallareynslu, þá voru Litháarnir snöggir niður og hurfu fljótt sjónum okkar í snævi þökktum klettunum. Enda mun yngri.
Ég bauð Ara litla sem verður fimm ára í dag með í ferð á toppinn. Hann var harðákveðinn í byrjun en svo rifjaðist upp fyrir honum að Grýla og Leppalúði búa efst í Esjunni og því afpantaði hann gönguferð.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2008 | 11:24
Heinabergsjökull og Vatnsdalur
Allir íslenskir jöklar hopuðu á síðasta ári nema einn, það er Heinabergsjökull. "Hann skreið áfram og honum á eftir að hefnast fyrir það." Svo mælti Oddur Sigurðsson jarðfræðingur á aðalfundi Jöklarannsóknarfélagsins fyrir skömmu.
Nokkrir jöklar hopuðu um allt að 100 metra. Þannig að Heinabergsjökull er ekki á sömu skoðun og bræður sínir. Hann er útrásarvíkingur. Skriðjökullinn kelfir út í stöðuvatn og jöklar sem hafa þann munað eru oft í öndverðum fasa við loftslagið. Heinabergsjökull er einn af mörgum skriðjöklum Vatnajökuls og sést vel frá Hornafirði.
Fyrir tíu árum fór ég í skemmtilega göngu að Vatnsdal í Heinabergsfjöllum. Við vorum fjögur í könnunarferðinni. Auk mín voru Salómon Jónsson, Margrét Hjaltadóttir og Sigurlaug Gissurardóttir. Við gengum upp Heinabergsdal en hann er 7 km langur og klæddur dálitlu birkikjarri. Austurhlíðin er gilskorin og upp af henni hávaxnir tindar. Stórt og illúðlegt Meingil liggur til norðurs upp úr innanverðum dalnum og innan við það rís Meingilstindur (1026 m). Landið hækkar í dalstafni og þar tekur við mikið gljúfur, Heiðargil með vatnsfægðum klöppum þótt engin sé áin. Loks komumst við að varpi á þéttum mel í 464 metra hæð og heitir þar Vatnsdalsheiði.
Hér opnast ógleymanleg sýn. Framundan er heilmikill dalur, Vatnsdalur, sem teygir sig norður í fjöllin og endar í mjórri totu. Dalurinn var fullur af jökulvatni, skreyttum jökum úr Heinabergsjökli en jökullinn stíflar mynni dalsins.
Úr Vatnsdal komu hin illræmdu Vatnsdalshlaup sem eyddu byggð á Mýrum. Fyrsta hlaupið kom árið 1898. Það braust út eins og fangi úr fangelsi í gengum ísþröskuldinn í mynni Vatnsdals. Lónið var þá um 1,9 km2 að flatarmáli og vatnsmagnið sem streymdi suður um Mýrar á rúmum sólarhring var um 120 milljónir rúmmetra. Nú eru þessu hlaup hætt að koma, Heinabergsjökull er orðin það rýr.
Séð inn í Vatnsdal.
Hlaupin í Vatnsdal komu í Kolgrímu. Ég man alltaf eftir fyrsta ferðalagi fjölskyldunnar. Ég hef verið svona nálægt sjö ára gamall. Stefnan var sett á Skaftafell. Við ferðuðumst í Moskvichnum hans afa en urðum að hætta för við Kolgrímu, það var hlaup í henni. Ekki flæddi yfir brúnna en mikið kolmórautt vatn var í ánni og sleikti það brúargólfið. Ég vildi fara yfir og skildi ekki alveg þessa uppgjöf í fullorðna fólkinu.
Síðasta merkilega hlaup í Kolgrímu kom í október 2002 og lokaði hringveginum um tima.
Hér sést stíflaður Vatnsdalur. Heinabergsjökull skríður niður fyrir framan mynni dalsins. Litlafell er eins og umferðaeyja á milli Skálafellsjökuls og Heinabergsjökuls. Áður fyrr náðu jökulsporðarnir saman í kringum Hafrafell og var skriðjökullinn þá kallaður Heinabergsjökull. Snjófell er fyrir ofan Litlafell.
Salómon að reyna að koma af stað Vatnsdalshlaupi. Það gekk nú ekki þó Salli hraustur sé.
Í bókinni Jöklaveröld er birt efni úr dagbók Sigurðar Þórarinssonar frá árinu 1937. Sigurður er við Vatnsdalssker kl. 18 þann 11. júlí kl. 18.
"Er búinn að skoða Vatnsdalshlaupamenjarnar. Vatnið hefur alveg hlaupið úr "vatninu" og sýna tröllauknir jakar um alla flötina alveg upp að efstu strandlínu þessa árs, sem liggur 45 metra undir passpunkti og 55-60 m yfir botni, hvar vatnið hefur náð. Um 1880 hefur jökullinn án ef verið farinn að þynnast nokkuð því um það leyti hleypur Vatnsdalur í fyrsta skipti svo menn viti til.
En áður hefur jökullinn gengið alllangt inn í dalinn og eru öldur á hæðinni, vestan passpunkts, allmiklar (15-20 m) hærri en passpunkturinn. Skora sú sem vatnið hefur komið í gegnum er tiltölulega lítil - ca 8 m breið og rúmlega meters djúp, en sjálft passið er breitt, ísnúið pass.
Heimildir:
Jöklaveröld - náttúra og mannlíf, 2004
Við rætur Vatnajökuls, Hjörleifur Guttormsson, árbók 1993.
Allir jöklar að rýrna - frétt í Morgunblaðinu 2008.
http://www.pbase.com/rikeyfi/heinabergsjokull
![]() |
Jöklar hopa hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2008 | 15:54
Stórgóðir Sálartónleikar
Ég skellti mér á afmælistónleika með hljómsveitin Sálin hans Jóns í smekkfullri Laugardalshöllinni í gærkveldi. Það var mjög góð stemming og greinilegt að þeir Sálarmenn hafa lært margt á 20 árum. Stefán Hilmarsson stóð sig mjög vel og hljómsveitin var nokkuð þétt. Ég kannaðist við mörg andlit í Höllinni og hefur hinn dæmigerði afmælisgestur verið 42 ára.
Nokkrir öflugir tónlistarmenn spiluðu með Sálinni. Jón sjálfur spilað í laginu Hey kanína sem varð fyrsti smellur sveitarinnar. Gospellkórinn og nokkrir meðlimir Sinfóníuhljómsveitarinnar spiluðu undir. Tónleikarnir enduð eftir góða tvo klukkutíma á kraftmiklu lagi, Sódóma.
Vel gekk að komast heim og voru tónleikagestir mjög ánægðir með kvöldið.
![]() |
Mikil stemmning á afmælistónleikum Sálarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2008 | 10:34
120 ára?
Í dag, 12. mars er afmælisdagur meistara Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar frá Hala. Ekki er alveg öruggt að Þórbergur sé 120 ára en lengi vel var talið að hann væri fæddur árið 1889. En kirkjubók ein breytti aldrinum. Haldið var upp á merk tímamót á oddatöluárinu áður fyrr. T.d. hundrað ára ártíðin.
Þórbergur var mikill nákvæmnismaður og því er þetta ósamræmi ennþá spaugilegra.
Í bókamarkaði í Perlunni voru aðeins þrjár bækur eftir Þórberg. Edda, Ýmsar ritgerðir I og II. Hina átti ég fyrir.
Ég fjárfesti í ritgerðunum tveim en hafði lesið fyrir nokkru. Ein ritgerðin er ritdómur um Hornstrendingabók eftir Þorleif Bjarnason. Heitir hún Einum kennt - öðrum bent. Er þessi ritdómur einn sá magnaðasti sem skrifaður hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað! Grípum niður kafla 2 - Skallar.
"..Víða stafa þessir skallar í frásögninni ekki af sniði bókarinnar, því síður heimildarþurrð, heldur af skorti höfundarins á nákvæmni og skilning á verki því, sem hann hefur tekizt á h endur. Ég skal nefna nokkur dæmi þessu til skýringar.
Í lýsingunni á sjóbúðunum í Skáladal á bls. 51 er t.d. ekki getið um stærð búðanna, ekki minnzt á birtugjafa, ekki lýst dyrum og dyraumbúnaði, ekkert orð um búðargólfin, ekki sagt frá gerð rúmstæðanna, ekki greint frá rúmfatnaði vermanna, þagað um það, hvar þeir höfðu sjóföt sín, þegar í landi var legið, o.fl. o.fl."
Ég var nýlega búinn að lesa þessa gagnrýni Þórbergs á Hornstrendingabók þegar ég gekk á Strýtu (1.456 m) í Eyjafirði. Á toppnum hugsaði ég til Þórbergs. Ég yrði að þramma á toppnum, sem var sléttur efst til að hafa allar lengdir frá norðri til suðurs og austur til vesturs á tæru í leiðarlýsingu minni á fjallgöngunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 5
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 236944
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 93
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar