Páskaslemma

grandslamsunday800x600_609659 Ég man eftir leiknum við Chelsea á Brúnni fyrir rúmum fjórum árum. Þetta var tímabilið þegar lið Arsenal fór ósigrað í gegnum úrvalsdeildina. Það var þétt setinn salurinn á Players þegar Eiður Smári skoraði eftir 35 sekúndur. Skelfileg byrjun í reykmettuðum salnum.  Kapteinn Veira tók þá til sinna ráða og jafnaði leika áður en stundarfjórðungur var liðinn og skömmu síðar kom sigurmarkið frá Edu sem var að leika sína bestu sparktíð.    Víkingurinn Eiður Smári fauk svo af leikvelli í síðari hálfleik og eftir það áttu Chel$ky ekki möguleika.

Eftir þetta tap á Brúnni hefur lið Chelsea ekki tapað heimaleik. Sjötíu og sjö leikir - 77 deildarleikir í röð. Er ekki kominn tími á að stoppa ósigurgönguna!  Í dag, Páskadag glíma risarnir fjórir innbyrðis.  Fyrst er leikur Manchester United og Liverpool. Á eftir honum kemur leikur Chelsea og Arsenal. Það er einnig eitt kjörtímabil síðan Liverpool vann Manchester á Old Trafford.

Ég man vel eftir fyrri leik liðanna um miðjan desember. Það var stórskemmtilegur slemmuleikur og stemmingin á Emirates frábær. Ég man að leikhlé var að koma og áhorfendur í Club level sætum streymdu inn á barinn í frían bjórinn. Það var lítið að gerast í leiknum. Leikmenn virtust hafa samið vopnahlé. Ég ákvað að doka við, láta bjórinn bíða eftir mér.  Tékkinn Rosicky tók þá á rás, rauf vopnahléið. Hann skaut að marki en uppskar horn. Kapteinn Gallas laumaði sér  í sóknina og eftir sjaldgæf mistök Tékkans, Petr Cech, í marki Chelsea stangaði Gallas knöttinn í markið og mark, beint fyrir framan nefið á okkur. Bjórinn bragðaðist vel í leikhléinu.  Mikið gekk á í síðari hálfleik en sterkar varnir héldu.

Gallas

Gallas fagnað af 60,139 áhorfendum. Hersingin á leið framhjá Wenger. Emirates Stadium er stórmagnað mannvirki með fjórar glæsilegar stúkur. 

Nú dugar ekkert annað en sigur í leiknum í dag. Ég ætla að endurtaka leikinn. Ég ætla að mæta á reyklausan Players á Páskadag og halda upp á afmælið mitt. Bezta afmælisgjöfin er sigur á Chelsea. Gjöf frá Adebayor væri vel þegin.

Hér er svo 30 sekúndna myndband sem sýnir stemminguna í byrjun leiks.


mbl.is Stóru liðin fjögur mætast í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 226378

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband