Að deyja úr prentvillu

Þetta eru stórgóð tíðindi fyrir Suðursveitunga og nágranna þeirra í austri og vestri. Þórbergssetur á þessi verðlaun svo sannarlega skilið. Þorbjörg og Fjölnir á Hala eiga heiður skilinn fyrir að halda menningarfinum um ÞÞ á lofti.

Að endingu er bezt að enda á því að vitna í Einar Braga, rithöfund er Skaftfellingar minntust aldarafmælis meistara Þórbergs.

"Sú byggð er rík sem fóstrað hefur sinn á hvorum sveitarenda þvílíka stólpa sem Þórberg Þórðarson á Hala og Jón Eiríksson frá Skálafelli"

 


mbl.is Þórbergssetur hlaut nýsköpunarverðlaun SAF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hvað áttu við með prentvillu í fyrirsögninni? - Er það prentvilla þín að segja Þórbergssetur eiga þessi verðlaun sannarlega skilið í stað skilin?  ..eða  menningarfinum í stað menningararfinum. Eða ertu að vitna í Þórberg? - Ég spyr.

Haraldur Bjarnason, 6.11.2008 kl. 19:54

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll Haraldur!

Þetta er ein frægasta setningin í ævisögu Árna Þórarinssonar að mínu mati. Mér finnst húmor Þórbergs skína þarna í gegn. Því  valdi ég þessa setningu í fyrirsögn. Hún er hins vegar eins og þú bendir réttilega á ekki í neinu samræmi við efni fréttarinnar eða bloggsins.

Á einum stað í ævisögu séra Árna segir: "Þeir fara eftir bókunum læknarnir," sagði einhver og bætti svo við: "Og ég er dauðhræddur um að deyja úr prentvillu."

Í tíð  Árna voru læknar af flestum taldir búa yfir mikilli visku enda langskólagengnir. Þeir litu líka stórt á sig margir og lögðu lítt eyra við reynslu kynslóðanna og kölluðu gömul húsráð hrossalækningar. Þau voru ekki eftir bókinni, sögðu þeir (þó reynst hefðu vel).

Sigurpáll Ingibergsson, 6.11.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 226518

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband