24.6.2008 | 23:42
Langbrók
"Þá skal eg nú muna þér kinnhestinn og hirði eg aldrei hvort þú verð þig lengur eða skemur." Svo mælti Hallgerður Langbrók er Gunnar á Hlíðarenda, eiginmaður hennar bað hana um að gera sér greiða í hremmingum sínum.
Ég varði síðustu helgi í útilegu í tjaldi á tjaldstæði Langbrók í Fljótshlíðinni. Það er varla hægt að kalla tjaldstæði, tjaldstæði í dag, því eintómir húsbílar, tjaldvagnar og fellihýsi voru á túninu. Við "tjaldstæðið" er Kaffi Langbrók sem er notalegt kaffihús í sveitinni fögru þar sem Gunnar snéri aftur. Meyjarhof eða sólarhof er á tjalsvæðinu og er notað fyrir ferðahópa. Hundar voru ekki bannaðir og var mikið um hunda og ekki urðu þeir til neinna vandræða. Fín aðstaða og mikil afþreying er í boði í Fljósthlíðinni.
Fjallið Þríhyrningur gnæfir yfir Fljótshlíðina og Landeyjar, þó aðeins 667 metra hátt sé. Sást vel lögunin og nafngift fjallsins er augljós. Frá grunnbúðunum sást vel inn Flosadal milli tindanna þriggja. En eftir brunann á Bergþórshvoli héldu brennumenn, með Svínfellinginn Flosa Þórðarson í broddi fylkingar þar fyrir og dvöldu þar í þrjá sólarhringa þar til þeir sáu að þeim stóð ekki lengur hætta af eftirleitarmönnum. Hvort sem þessi felustaður hafi verið notaður eða ekki, þá má hinn óþekkti höfundur Njálu eiga það að hann hefur valið góðan felustað fyrir söguna. Þríhyrningur togaði í augað alla helgina.
Það var margt brallað í útilegunni. Ari litli er með veiðidellu og fórum við feðgar í veiðiferð í líflausan læk. Ekki veiddist branda. Við fórum í skemmtilegt og fjölskylduvænt spil sem er frá víkingaöld, Kubb heitir það og er einfalt og spennandi. Keyrt var inn Fljótshlíðina en ekki sáust bleikir akrar, hins vegar skörtuðu Eyjafjallajökull, Mýrdalsjökull og Tindfjallajökull sínu fegursta. Þrumur og eldingar komu á sunnudeginum og vöktu mikla athygli en sólin og skúrir tókust á.
Ari veiðimaður staddur á hofstað með Þríhyrning í bak.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.