3.6.2008 | 11:31
Lifi ísbjörninn
Nú vantar alveg almennilegan dýragarð hér á Íslandi. Auðvitað á að reyna allt til að ná dýrinu lifandi. Ef við getum ekki hýst það, þá á bara einfaldlega að senda það heim til sín aftur. Þó það kosti eina ríkustu þjóð veraldar nokkrar krónur, þá er fordæmið gott. Bera virðingu fyrir náttúrinni.
Þessi atburður leiðir hugann að hugarflugi sem ég átti eitt sinn en ég var undir miklum áhrifum af gróillum í Loro Park á Tenerife. Þar voru fimm karlgórillur í góðu búri en þær eru í útrýmingarhættu. Aðeins til um 700 stykki í þessum hættulega heimi. Því kom hugmyndin upp um ísbjarnarbúgarð í ríki Vatnajökuls. Ein pælingin var að senda birnina á jökul á veturna. Þessi ísbjarnadýragarður gæti trekkt að ferðamenn og ekki yrði hann óvinsæll ef nýr húnn kæmi undir. Knútur litli dró að sér milljónir manna í Þýskalandi.
Lögregla á slóðum ísbjarnarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ísbirnir hafa lífviðurværi sitt af því að veiða á sjó. þeir veiða ekki á landi eða mjög sjaldan. að ætla að flytja þá upp á jökul væri því fásinna
áhugamanneskja um ísbirni (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 11:44
Fásinna! Þeir myndu borða í boði rekstraraðila, rétt eins og í dýragarði. Hugmyndin gekk út á að leyfa þeim að fá smá rými til að hreyfa sig. Allt er hægt ef viljinn er fyrir handi.. og fjármagn.
Sigurpáll Ingibergsson, 3.6.2008 kl. 11:51
Sammála þér með að ná greyinu lifandi, Palli. Um dýragarð, veit ég hinsvegar ekki. Mér finnst dýrum yfirleitt líða illa þar, þótt um flotta dýragarða hafi verið að ræða. Hefði átt að senda það heim til sín til Grænlands á kvótalausum fiskibáti að norðan. Óttalegur aumingjaskapur að koma svona fram við villt dýr í ógöngum.
Einar Örn (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:36
Alveg med olikindum hvernig var stadid ad thessu mali. En dyrid hefr verid lengi a sundi, thad er lagt i isrondina.
Grjoni Bjornsson
Grjoni (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.