21 ****

21Kvikmyndin 21 er byggð á metsölubókinni Bringing down the House eftir Ben Mezrich.

Myndin fjallar um af ofvitann í stærðfræði, Ben Campbell sem er sakleysislegur nemandi í MIT-háskólanum en vantar pening til að komast í læknisfræðinám í Harvard.  Það er dýrt nám 21 milljón á gengi dagsins í dag. Hann kemst vegna stærðfræðisnilli sinnar í leynihóp sem nýtir hæfileika sína í að reikna vinningslíkur í fjárhættuspilinu 21. Háskólaprófessorinn Micky Rosa er gamall spilarefur og þjálfar liðið. Þau halda því til Las Vegas um helgar og raka að sér seðlum. Ben fellur hratt fyrir þessum adrenalíndrífandi lífsstíl og enn hraðar fyrir liðsfélaga sínum, hinni gáfuðu og kynþokkafullu Jill Taylor (Kate Bosworth). Velgengni Ben vekur síðan áhuga öryggisvarða spilavítisins og hefst þá mikill kapall.

Ég hafði heyrt um að mynd væri í smíðum um MIT-nemendurna sem varpaði dýrðarljóma á háskólann en að sama skapi olli skjálfta í Las Vegas. Myndin hefur hlotið góða aðsókn hér á landi enda mikill áhugi á póker um þessar mundir.  Ég las gagnrýni í Fréttablaðinu og 24 stundum áður en lagt var í Smárabíó og fékk myndin slæma dóma, tvær stjörnur hjá hvorum dómara.

Helst fannst spekingunum að handrit væri klisjukennt og fært í óspennandi Hollýwúdd formúlu. Persónur líflausar og einhliða. Einnig sé góð saga skemmd og slitin frá raunveruleikanum. Aðalsöguhetjan í rauninni var af asísku bergi brotin en Jim Sturgess sem leikur aðalhlutverkið er Tom Cruise týpa.  Þrátt fyrir þessa niðurstöðu þá mætti ég Smárann og skemmti mér vel.  Get tekið undir það að nýja fléttan var frekar ótrúverðug en góður leikur Spacey og Sturgess sem og flotur stíll bætti upp.

Það kom nettur spilahrollur og minnti mann á skemmtileg Austurlandsmót í brids í  Valaskjálf og Suðurlandsmót í Tryggvaskála á menntaskólaárunum. Svo ekki sé talað um bridshátíð á Hótel Loftleiðum eða heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna.

Hafði óskaplega gaman að því þegar stærðfræðiprófessorinn Mickey Rosa, vel leikinn af Kevin Spacey, fór yfir reglurnar um takmarkað val.

Nú er spurning hvort áhugi á fjárhættuspilum, sérstaklega spilinu 21 aukist og áhugi unga fólksins á stærðfræði en það síðara má aukast mikið svo samkeppnishæfni landsins haldist.

Næsta verk er að kaupa bókina á amazon.com og læra að telja og setja upp minnislykla í fjárhættuspilinu 21.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 226381

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband