Reimið skóna - Skóspark Ferguson

Fyrir akkúrat fimm árum, eða 15. febrúar 2003 áttust stórliðin á Englandi, Arsenal og Manchester United við á Old Trafford í enska bikarnum, í virtustu knattkeppni heims.

Arsenal hafði sigur, skoraði tvö mörk en Manchester gerði ekkert. Edu og Wiltord skoruðu mörkin mikilvægu.

Eftir leikinn gekk mikið á í búningsherbergi Manchestermanna og notaði Alex Ferguson hárþurkkuaðferðina. Honum var svarað og tók þá gamli atvinnumaðurinn til sinna ráða. Knattskór einn lá á gólfinu og þrusaði stjórinn honum að liðsmönnum. Hæfði skórinn stórstjörnu liðsins, David Beckham í gagnaugað. Hafði hann skaða af.

Mórarallinn af þessari sögu er sá að Manchester menn ættu að raða skónum sínum vel ef  illa fer.

Spennið beltin, reimið skóna! 

Annars er  gaman að skoða lið Arsenal í leiknum fræga, en Arsenal fór alla leið í bikarnum eftir sigur á Southampton.

Seaman; Lauren Keown Sol Cole; Parlour Vieira Edu Pires; Wiltord Jeffers.
Bekkur TH14 Warmuz vanB Cygan Toure.

Toure eini sem er eftir af liðinu á aðeins fimm árum!

Þessa sömu helgi, er Alex sparkaði skónum var mikil mótmælaalda í Evrópu út af fyrirhugaðri árás á Írak. Fjölmennustu friðargöngur sem haldnar hafa verið, það kom samt ekki fyrir innrásina sem hófst 18. mars. 

 


mbl.is Alex Ferguson: Spennið beltin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Líkast til verður þetta skemmtilegur leikur Palli. Og við bara vonum að okkar menn hafi betur.

Runólfur Jónatan Hauksson, 16.2.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn. Ætla að kíkja á Ölver og fylgjast með hverri hreyfingu þar. Vona að Clichy verði með en hann hefur lag á að halda Ronaldo niðri, þá er Júnætid vængbrotið.

Adebayor fær vonadi að spila með og þá heldur hann áfram iðju sinni. 

Sigurpáll Ingibergsson, 16.2.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 226395

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband