Pabbi, leikurinn fór sex-sex

Ari litli var að koma af annari fótboltaæfingu sinni hjá 8. flokki Breiðabiks.

Þegar hann stakk litla ljósa kollinum inn um útidyrnar var það fyrsta sem heyrðist:

"Pabbi, leikurinn fór sex, sex"

Það er mikið skorað á æfingunum og markmiðið um að börnunum líði vel og séu ánægð að lokinni æfingu hafa greinilega náðst.

Ari kom með blað heim í kvöld.  Ég spurði hann hvort hann væri strax kominn með samning!

Nei, þetta voru æfingagjöldin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Þvílík markasúpa hjá Ara og félögum. Það er til þess að koma í veg fyrir svona tölur sem Elvar er nú kominn á námskeið hjá Fjalari Þ. numero dres í okkar landsins knattspyrnu úrvali. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema að þessar æfingar fara fram kl 06:30 á þriðjudagsmorgnum og standa í 5 vikur, og það var klúður að vera ekki með video vélina með sér þarna í gærmorgun, heyrðist ekki púst eða stuna frá strákunum (5. og 4. flokks strákar allstaðar frá) allir hálf sofandi til að byrja með.  En svo var bara tvennt í viðbót,; í Hafnarfirði eru engin æfingagjöld, þau greiðum við í sköttunum, og svo síðast en ekki síst, þú hefur fengið selskap í vinahópnum mínum á Goðahólnum en vinum mínum hefur fjölgað um helming.

Jóhannes Einarsson, 14.11.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Er tíminn örygglega rétt sleginn inn hjá þér, hálf sjö!  Dagurinn tekinn snemma. Það á greinilega að halda Íslandsbikarnum í Firðinum.

Kratarnir í Hafnarfirði klikka ekki með æfingagjöldin. Við fáum frítt í strætó í staðin.

Glæsilegt að fá selskap á Goðahólnum. Það komast eflaust fleiri fyrir á honum! 

Sigurpáll Ingibergsson, 14.11.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 233609

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband