Hvanneyrarskál

Þegar maður er staddur á Siglufirði, þá verður maður að ganga í Hvanneyrarskál. Hvanneyrarskál er stór skál í Hafnarfjall fyrir ofan Siglufjörð. Hún varð fræg á síldarárunum sem sérstakur unaðsstaður elskenda sem ekki áttu í neitt hús að venda. 

Þegar slóðinn er fundinn við snjóflóðavarnargarðana er gengið eftir vegslóða upp bratt Hafnarfjall sem gnæfir yfir bænum.  Húsin minnka og skipulag bæjarins og varnargarða opnast eins og opin bók.  Lúpína er að nema land í fjallshlíðum og á eftir kemur fínlegri gróður. Á leiðinni upp sáust einnig betur og betur stoðviki í Gróuskarðshnúk.

Strengisgil sjást einnig en þar voru fyrstu snjóflóðavarnargarðarnir byggðir. Garðarnir eru kallaðir Stóri og Litli Boli eftir gömlum skíðastökkpöllum sem þar voru en eru nú horfnir.  

Þegar í skálina var komið sá til göngufólks við Gjár en þar var fjallvegur yfir í Engidal á Úlfsdölum, snarbrött leið.

Ef göngumenn taka gönguferðina skrefi lengra, þá eru nokkrir góðir toppar. Nyrsti og hæsti hluti Hafnarfjalls er Hafnarhyrna (687 m) auðgeng. Skráma var tröllkerling sem bjó í helli þarna í grennd og er Skrámhyrna nokkru utar kennd við hana. Norðan skálarinnar er Hvanneyrarhyrna (640 m).

Hvanneyrarskál varð fræg á síldarárunum sem sérstakur unaðsstaður elskenda sem ekki áttu í neitt hús að venda. Norðan skálarinnar er Hvanneyrarhyrna (640 m).

Að lokum má geta þess að á veitingastaðnum Höllinni á Ólafsfirði eru pizzurnar kenndar við fjallstinda í nágrenningu. Það er betra að panta Miðdegishyrnu heldur en Napólí pizzu.

Ekki fannst gestabók í Hvanneyrarskál en þetta er fín heilsurækt að ganga upp að Hvanneyrarskál.

Dagsetning: 13. Júlí 2012 - Hundadagur
Hæð Hvanneyrarskálar: 250-300 m      
Erfiðleikastig: 1 skór
Þátttakendur: Fjölskylduferð, tveir meðlimir
Veðurlýsing Sauðanesviti kl. 15:00: VSV 10 m/s skýjað, 12,3 °C hiti, raki 65 %, skyggni 65 km, sjólítið.

Gönguleiðalýsing: Lagt af stað frá snjóflóðavarnargarði fyrir miðjum bæ.  Gengið eftir vegslóða upp Hafnarfjall að endurvarpsstöð. Glæsilegt útsýni yfir sögufrægan síldarbæ og mikil snjóflóðamannvirki.

Hvanneyrarskál

Hluti af Hvanneyrarskál. Gjár eru norðvestur úr Hvanneyrarskál og Gróuskarðshnúkur lokar skálinni til austurs.

Gróuskarðshnjúkur

Stoðvirki í Gróuskarðshnúk hafa áhrif á umhverfið. Mestar framkvæmdir á árinu 2004 og 2005.

Snjóflóðavarnargarðar á Siglufirði

Snjóflóðavarnargarðarnir eru mikil mannvirki og leyna á sér. Heildarkostnaður 2.000 milljónir á verðlagi ársins 2002.

Heimildir:
Árbók Ferðafélags Íslands, 2000, Í strandbyggðum norðan lands og vestan.
Framkvæmdasýsla ríkisins, Snjóflóðavarnir Siglufirði
Snokur.is
Ferðafélag Siglfirðinga  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Erindi úr Landleguvalsinum eftir Núma Þorbergsson.

Sjómönnum þótti á Siglufjörð farandi

síldinni landað var.

Ekki er spurningum öllum svarandi

um það, sem gerðist þar.

Þær voru indælar andvökunæturnar

uppi' í Hvanneyrarskál.

Þar Adamssynirnir og Evudæturnar

áttu sín leyndarmál.

Sigurpáll Ingibergsson, 19.7.2012 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 226394

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband