Hattur (320 m) og Hetta (400 m)

Jafnrétti í hnotskurn, Hetta hærri en Hattur, ættu jafnréttissinnar að gleðjast yfir því.

Það leynir á sér hverasvæðið við Seltún í Krýsuvík. Frá veginum sést hverasvæði en þegar gegnið er um svæðið eru margir fallegir hverir í dölum á Sveifluhálsinum.

Ein gönguleið, hringleið er að fara svokallaðan Ketilstíg, framhjá Arnarvatni og upp Hettu. Þaðan halda til austurs, heimsækja hverasvæðið Baðstofu stutt frá bænum Krýsuvík.

Við fórum ekki þennan hring, heldur beint upp frá hverasvæðinu upp á Hverafjall og þaðan heimsóttum Hatt. Síðan var haldið á Hettu, upp skarðið Sveiflu. Sunnan Hettu má sjá Hettuveg, gamla þjóðleið milli Krýsuvíkur og Vigdísarvalla.

Annar stór hópur frá Reykjanesbæ var á sama róli og við og sáum við glæsilegan hópinn á Hettu. Var gaman að þeim félagsskap.

Ágætasta útsýni er yfir undirlendið. Arnarfell og Bæjarfell fylgdust með okkur í suðri. í Austri voru Bláfjöll áberandi og Reykjanesfjöll með Keili í norðvestur. Eldey sást einmanna úti í hafi.

Best að enda þetta á vísunni góðu: "Í Krýsuvík er Hetta, Hnakkur og Hattur. Kært er mér þetta, kem þangað aftur og aftur..."


Dagsetning: 29. júní 2011
Hæð Hatts: 331 metrar
Hæð Hettu: 392 metrar
Hæð í göngubyrjun:  172 metrar, hverir við Seltún, (N:63.53.746 - W:22.03.176)
Hækkun: Um 300 metrar alls        
Uppgöngutími Hattur:  48 mín (19:15 - 20:03) 
Uppgöngutími Hetta:   87 mín (19:15 - 20:42)
Heildargöngutími: 160 mínútur  (19:15 - 21:55), 4,78 km
Erfiðleikastig: 2 skór
GPS-hnit Hattur:  N:63.53.582 - W:22.04.027
GPS-hnit Hetta:   N:63.53.549 - W:22.04.930
Vegalengd:  4,78 km (hringleið)
Veður kl. 20 Bláfjöll: Heiðskýrt, NV 7 m/s, 7,5 gráður. Raki 74% 
Veður kl. 20 Reykjavík: Heiðskýrt, N 5 m/s, 10,3 gráður. Raki 66%, skyggni >70 km
Þátttakendur: Útivistarræktin, um 70 þátttakendur   
GSM samband:  Já

Gönguleiðalýsing: Falleg byrjun við hverasvæðið í Seltúni við Krýsuvík. Gengið upp gróna hlíð, þar er mikið af tindum á gömlum eldhrygg. Hattur lætur lítið yfir sér og fara þarf niður dal til að ná Hettu. Síðan er hægt að fara hringleið og taka stefnu á byggingar kenndar við Krýsuvík.

Ekið eftir Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð. Stuttu áður en komið er að álverinu er beygt til vinstri við skilti sem vísar á Krýsuvík. Haldið í átt að hverasvæðinu í Seltúni í Krýsuvík. Vegalengd 4 km. Hækkun 300 m.

Facebook stöður:

Ljómandi kvöldganga á Reykjanesinu.... Hattur, Hetta og fleiri toppar.... veðrið tilvalið til göngu og félagaskapurinn einstakur að vanda!

Skemmtileg ganga á Hatt og Hettu í kvöldblíðunni og útsýnið alveg dásamlegt!

Útsýni og dásemdar blíða og ekki skemmdi hvera-ilmurinn, vakti bara upp ljúfar minningar.

Hetta 

Útivistarræktin fyrir framan Hettu, um 400 m hár hryggur í Sveifluhálsi.


Heimildir:
Toppatrítl - Hetta og Hattur
FERLIR - Hetta-Baðstofa-Hattur-Hnakkur-Seltúnssel
FERLIR - Hettuvegur - leiðin týnda


Krysuvik
Gönguhópur á niðurleið frá Hatti. Krýsuvík og Krýsuvíkurskóli, Arnarfell (198 m) og Bæjarfell (218 m) fylgjast með og Geststaðavatn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

ARNARFELL við Krýsuvík og umhverfi var notað vegna kvikmyndatöku fyrir Clint Eastwood-myndina, Fánar feðra okkar (Flags of our fathers).

Útlit fellsins svipaði til Kyrrahafseyjunnar Iwo Jima.

http://www.imdb.com/title/tt0418689/locations

Sigurpáll Ingibergsson, 5.7.2011 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband