Páskabjór - þrír á toppnum

Þegar maður sér á mynd hvað mikið vatn þarf til að framleiða eina bjórflösku þá bregður mann og maður þarf að vanda valið. En forsíðumynd Fréttablaðsins um helgina sýndi vatnsflöskustaflann.

Nú er páskabjórinn kominn á markað og eru fjórar tegundir að berjast um hylli neytenda. Víking er með tvo bjóra, Víking Páskabjór og Víking Bock. Svo er Kaldi Páskabjór og Lilja Páskabjór frá Ölvisholti. Tegundunum hefur fækkað milli ára, voru fimm í fyrra en bruggaðferðir eru fjölbreyttar og greinilegt að bruggmeistarar eru að prófa sig áfram.

Til að finna út hvaða páskabjór væri bestur var efnt til bjórsmökkunar. Fjórir sérfræðingar með stert lyktar- og bragðskyn auk skoðana var fengið í kviðdóm. Smökkunin var blindandi og gáfu menn einkunnir á bilinu 0-10.

Víking Páskabjór kom best út úr smökkuninni. Minnti hann helst á páskana. Karamella var áberandi og greina mátti súkkulaði. Í hann eru notaðar þrjár tegundir af dökku malti til að fá aukna fyllingu og keim af karamellu, súkkulaði og kaffi.

Kaldi Páskabjór nartaði í hælana á Viking. Voru menn á því að þessir tveir bjórar væru líkir. Fyrir viku var óformlegt smakk og fannst meir karamella í bjór frá Kalda. Er spurningin hvort mikill munur sé á framleiðslunni úr Sólarfjalli fyrir norðan.

Víking Bock er nýjung á markaðnum en jólabjórinn úr Bock var mjög vel heppnaður. Því var mjög spennandi að smakka hann. Lakkrísbragð töldu menn sig finna úr ristuðu maltinu. 

Bock bjórstíllinn á ættir sínar að rekja til Þýskalands. Bock bjór var jafna bruggaður til hátíðarbrigða og hafður aðeins sterkari en sá sem notaður var til daglegrar neyslu. Bock þýðir geit á þýsku en margar og mismunandi þjóðsögur eru af því hvernig heiti bockbjórsins er tilkomið.

Ölvisholtsmenn hafa verið óhræddir við að fara óhefðbundnar slóðir. Nú var boðið upp á humlasprengju. Lilja er toppgerjað koparlitað öl með vænum skammti af ilmandi Amarillo humlum. Aðferðin við humlun þessa öls nefnist þurrhumlun. Humlunum er bætt í lagertank að gerjun lokinni. Þá leysast bragð og ilmolíur humlana hægt og rólega í ölið sem skilar sér í fersku og áberandi humlabragði. Minnti á Freyju, bjór sem þeir framleiða. Grösugur, appelsína og sumir fundu til hóstamixtúru. Féll hann síst í kramið hjá smökkurum þó páskar séu framundan.

Vatninu sem fer í að rækta byggið er ekki illa varið. Gæðabjór sem vex úr grasi og við mælum með honum um páskana.

TegundStyrkurFlokkurLiturVerð HækkunLýsingStig
Víking páskabjór4,8%LagerRafbrúnn329(309)6,3%Meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Léttristað korn, karamella, sítrus, mosi.28,5
Kaldi páskabjór5,2%LagerRafbrúnn355 (329)7,8%Meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Létt malt, karamella, léttkryddaðir humlar. 27,5
Víking páska Bock6,7%LagerRafbrúnn419NýrMjúk fylling, sætuvottur, ferskur, miðlungs beiskja. Mjúkristað korn, rjómakaramella, hey26,5
Lilja páskabjór5,7%ÖlRafrauður367 (399)-8,7%Skýjaður. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Karamela, malt, þurrkaðir ávextir, blóm. 20

VikingPaskabjor2011KaldiPaskabjor2011VikingPaskaBock2011LiljaPaskabjor2011 

VatnBjor

Skjámynd af forsíðu Fréttablaðsins sem sýnir allt vatnið sem þarf til í eina bjórflösku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 226361

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband