rafbarbari

Það er húmor í nýja slangurorðinu rafbarbari.

Skilgreiningin á slangurorðinu er á www.slangur.is 
tölvuþrjótur, hakkari (e. hacker)
sá sem níðir fólk á netinu
Dæmi: Þessi horngrýtis rafbarbari skildi eftir leiðinda ummæli um skrif mín á netinu.
En nýjustu fréttir af rafbarbörum eru að nýtt Kneber laumunet var að uppgötvast og hefur sýkt 75.000 kerfi. Hefur uppgangur rafbarbarana vakið miklar áhyggjur í kjötheimum.  Þrjótarnir hafa einbeitt sér að bönkum og hafa komist yfir fjöldann af persónuskilríkjum, flestum gegnum Facebook.
Laumunet:
Rafbarbarar hafa náð að planta spilliforriti, svokölluðu "Bot" laumuforriti (dregið af Robot) í allstóran hóp heimilistölva grunlausra eigenda og bæta þeim inn í sitt laumunet (Botnet). Þannig búa þeir til net tölva sem þeir geta virkjað allar í einu og notað til illra verka. Með þessar tækni er t.d. stærstur hluti alls ruslpósts sendur út á Netið. Ennfremur eru laumunetin notuð til að safna einkaupplýsingum, svo sem aðgangsupplýsingum að netbönkum og trufla virkni og umferð á Netinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 118
  • Frá upphafi: 226455

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband