Færsluflokkur: Ferðalög
26.8.2007 | 08:37
Skýjum ofar á Skálafellsjökli
Meðan höfuðborgarbúar stunduðu menningu og maraþon um síðustu helgi, þá skrapp ég í átthagaferð í Hornafjörð við þriðja mann. Dagurin bauð því upp á maraþon keyrslu, 875 km og mikla upplifun. Lagt var úr bænum árla morguns og stefnt var að því að enda ferðina með flugeldasýningu.
Jökulsárlónið er alltaf einstakt. Birtist eins og demantur í náttúrunni. Það er aldrei eins. Alltaf ný sýning. Alltaf ný listaverk í hvert skipti sem maður kemur þangað. Þyrla var á sveimi við jökulrönd. Etv. var verið að mynda auglýsingu eða taka upp atriði í kvikmynd. Kannski var einhver íslenski auðjöfurinn í þyrlunni með annan auðjöfur og að nota Jökulsárlónið til að liðka fyrir góðum samning. Nota Lónið sem beitu. Nokkrir svartir jakar voru innan um hvítu og bláu jakana. Þeir hafa brotnað úr Esjufjallaröndinni. Sandflutningur sem hefur staðið í árhundruð. Þolinmæðisverk.
Farin var ferð með Dreka einum af fjórum Larc bátum á Jökulsárlóni. Hver bátur tekur 25 manns. Leiðsögumaður er ávallt með í för og fræðir ferðamenn um aldur og undur jökullónsins.
Síðan var keyrt upp í Jöklasel. Vegurinn upp er alltaf að batna. Það var skýjað er komið var austan við Öræfajökul. Þó var von, því það sást sól á Breiðamerkurjökli undan þokunni. Við keyrðum upp Borgarhafnarfjall, framhjá vötnunum þrem. Mér finnst alltaf landslagið þar minna mig á Grænland. Þokan þéttist er ofar kom. Þéttust var hún í Sultartungum. Jökulruðningurinn var flottur í þokunni en smiðurinn sást eigi. Þetta var eins og að koma í nýjan heim.
Þegar skammt var í Jöklasel, á Hálsaskeri opnaðist skýjahulan og Skálafellsjökull tók fagnandi á móti okkur. Jökulstálið með smásprungum ógnvekjandi. Bláminn í himninum var glæsilegur, þetta voru mögnuð umskipti.
Það myndaðist örtröð við afgreiðsluna hjá staðarhaldaranum Bjarna Skarphéðni Bjarnasyni. Um fimmtíu manns ætluðu í ævintýraferð. Eftir að hafa gert upp við Bjarna fengu ferðamenn sem voru víða að, frá Spáni, Hollandi og Suður Kóreu nauðsynleg hlífðarföt. Hjálma, vígalega heilgalla, stigvél og vettlinga. Síðan var stuttur gangur að snjósleðum. Tíu manns völdu að fara í jeppaferð og fannst mikið til koma þegar hleypt var úr dekkjunum til að stækka rúmmál dekkjanna, en nógu stór voru þau fyrir.
Leiðsögumenn á vélsleðum voru Bjarni yngri og Hallur Sigurðsson á Stapa. Þeir kenndu ferðamönnum undirstöðuatriði vélsleðaaksturs. Bjarni hélt gott námskeið og kom skilaboðum skemmtilega til skila. Síðan var haldið út á jökulinn, 5000 metra, framhjá Miðfellsegg, Birnudalstindi og endað undir Kaldárnúp. Þaðan var gott útsýni yfir víðáttur Vatnajökuls. Ekki sást í Hornaförð, við vorum skýjum ofar.
Bjarni Skarphéðinn er snjall og verst fimlega hlýnun jarðar og minnkandi jöklum. Nýlegur snjótroðari er kominn og heldur hann vel við brautunum. En færið á jökli er ekki gott. Þó er aðkoman betri núna en fyrir þrem árum. Þá var snjólaust við Jöklasel og þurfti að hefja sleðaferðina upp á bungunni fyrir ofan skálann. Jöklaverkfræðingarnir á Skálafellsjökli ætla að nota snjótroðarann til að ýta upp snjó í vetur svo hann myndi skafla.
Á heimleiðinni var Mýrdalsjökull með Kötlu í fangi fallegur í sólsetrinu. Skógarfoss alltaf jafn vinsæll en klettur einn vinstra meginn í fossinum er að skemma sjónlínuna og myndar eyðu vatnsfallið. Gengið var á bak við Seljalandsfoss, það var mjög hressandi og jók kraftinn. Eftir það var hlustað á tónleika frá Miklatúni í útvarpinu og skemmtilegur dagur endaður með flugeldasýningu. Hún var tilkomulítil eftir sýningu dagsins.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 23:32
Svínafellsjökull
Fréttirnar af ungu Þjóðverjunum sem eru týndir í Vatnajökulsþjóðgarði setja að manni beyg. Ekkert hefur heyrst frá félögunum Mattthias Hinz (29) og Thomas Grundt (24) í þrjár vikur.
Síðustu fréttir eru þær að þeir hafi síðast sést við Svínafellsjökul um mánaðarmótin. Skriðjökullinn var notaður í bakgrunn í stórmyndinni Batman Begins. Atriði voru kvikmynduð í mars 2004 og voru m.a. stórleikararnir Liam Neeson og Christian Bale í þeim tökum.
Maður vonar það besta. Mér var hugsað til frægs ferðalags tveggja félaga sem endaði í bókinni "Touching the void" er ég heyrði fréttirnar í kvöld. Björgunarsveitarmenn vinna frábært starf og þekkja svæðið afburða vel.
Myndir sem teknar voru fyrir tæpum tveim árum við jökulsporð Svínafellsjökuls en jökullinn er magnaður að sjá ofanfrá. Þá er hann eins og fljót að sjá. Þá er augljóst að sömu frumefni eru í jökli og vatni, bara á öðru formi.
Sporður Svínafellsjökuls er grár. Jökullinn er að hörfa og því hefur myndast lón milli jökuls og bakka sem hann hefur myndað. Jökulruðningar í fjarska. Lómagnúpur er hnípinn í þokunni.
Úfinn er hann Svínafellsjökull en sviðsmynd Batman Begins var vinstra meginn á myndinni.
Enn hefur ekkert spurst til þýskra ferðalanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2007 | 14:42
Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO
Það verður stór stund þegar Vatnajökulsþjóðgarður verður formlega stofnaður. Það er von mín að þegar stjórnin er búin að móta þjóðgarðinn skoði hún hvort hann hagnist ekki verulega á að fara á heimsminjaskrá UNESCO. Sá í frétt fyrir stuttu að hinn tilvonandi þjógarður sé á umsóknarlista ásamt Surtsey. Vatnajökulsþjóðgarður hefur alla burði til að fara í efsta flokk.
Ég eyddi tveim vikum á Tenerife í sumar. Í júní sl. fengu stjórnvöld á Tenerife þau skilaboð að El Teide þjóðgarðurinn hefði verið tekinn inn á heimsminjaskrá UNESCO. Tenerife búar, sem keppa við Íslendinga um ferðamenn, voru mjög ánægðir með niðurstöðuna. Höfðu eignast tákn "emblem" um náttúru eyjunnar. Á Tenerife er borgin La Laguna á heimsminjaskránni og þjóðgarðurinn á næstu eyju, La Gomera.
Skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 23:42
Fréttir frá Kanaríeyjum
Fréttir frá Kanaríeyjum eru ekki fyrirferðamiklar á Íslandi. Best að bæta úr því ástandi fyrst maður er búsettur á Tenerife um þessar mundir.
El Teide þjóðgarðurinn á Tenerife á heimsminjaskrá UNESCO.
Þann 27. júní samþykkti æðstaráð heimsminjaskrár UNESCO að setja El Teide þjóðgarðinn í efsta flokk á heimsminjalista sínum. Stjórn Tenerife hefur í nokkur ár unnið að umsókninni. Ég heimsótti þjóðgarðinn í vikunni og hefur hann upp á margt að bjóða. Um 3,5 milljónir ferðamanna heimsækja þjóðgarðìnn árlega. Nú er spurningin hvenær Vatnajökulsþjóðgarðurinn kemst á heimsminjaskrá.
Vínrækt niður um 50%
Vedrìd á Tenerife er búid ad vera gott sídustu daga. Hiti frá 27 upp í 31 gráda um hádegi og sólríkt. Hins vegar eru vínframleidendur ekki nógu ánaegdir med vedrid, thad ringdi of lítid fyrri hluta árs og meiri raki í lofti. Búist er vid 50% samdrætti í vínframleidslu í árs. Brjálað veður eða "tiempo loco" kalla Spánverjar veðrið. Þó eyjan sé lítil, þá eru einstaka staðir sem halda sínu. Vínin hér í Tenerife eru sæmileg. Ódýr og ekki algeng á vínlistum veitingahúsa.
Bananar eru ein helzta útflutningsgrein Tenerife. 500.000 tonn eru send út, mest til Spánar. Thetta eru litlir ávextir. Bananaframleidendur eru svartsýnir á framhaldid. Bananaplantan er frek á vatn og svo eru thorpin farin ad nálgast ekrurnar og hátt lódarverd freistar margan bananbóndann.
Ljósleiðari til La Gomera og El Hierro
Eyjarnar í Kanaríeyjaklasanum eru sjö. Símaristinn Télefóníka aetlar ad leggja ljósleidara til La Gomera og El Hierro. La Gomera er fraegust fyrir ad vera sídasti stadurinn fyrir ferd Kólumbusar til Ameríku árid 1492. El Hierro er minnst af eyjunum sjö og var þá talin vera á enda veraldar. Kanaríeyar eru á fleigiferd inn í nútímann.
El Hierro 100% hrein orka
Yfirvöld á El Hierro hafa ákvedid ad gera El Hierro ad sjálfbæra og verðafyrsta samfélagið í heiminum. Rafmagn verdur búid til fyrir 8.000 íbúa eyjarinnar med vindmillum. Vid thad spara eyjaskeggjar heiminum losun upp á 18.700 tonn af koltvísýringi og 6.000 tonn af díselolíu.
Al Gore heimsótti Tenerife í síðsta mánuði.
Heimsók Al Gore vakti mikla athygli á eyjunum. Eyjaskeggjar hlustudu á boðskap varaforsetns fyrrverandi og . Eina sem pirraði hótelhaldara einn var að hann breytti um áætlun á gistingu.
Íþróttir
CD Tenerife er helsta knattspurnulid eyjanna. Lidid lenti í 7. sæti í 2. deild La Liga. Liðið er að styrkja sig og hver veit nema Tenerife sjáist í efstu deild á næsta tímabili.
Hins vegar gengur Tenerife betur í körfurknattleik enda eru eyjaskeggjar nokkud hávaxnir.
Ferðalög | Breytt 27.7.2007 kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2007 | 09:59
Hvalaskodunarferd med Peter Pan
I gaer var farid i hvalaskodunarferd fra Kolumbusarhofn i Tenerife med Peter Pan, hundrad ara kork og saltflutningaskipi fra Portugal. Thetta var thriggja tima aevintyraferd og voru 50 farthegar med i for, auk thess 5 manna ahofn. Siglt var i suduratt, ad midbaug. Eftir 2 milna siglingu saum vid hofrung skjotast upp. Ekki sast meira ti hofrunga en their sjast i 50% tilfella. Hins vegar halda grindhvalir sig tharna, their faedast a thessum slodum og halda sig vid atthagana. Thad var mikid um grindhval og their koma upp til ad anda reglulega og voktu mikla eftirtekt, serstaklega hja unga folkinu.
Thegar lagt var i hann voru allir myndadir i bak og fyrir. I ferdinni var einnig kvikmyndatokumadur. Hann var hress og filmadi folkid i ferdinni. Their klippa svo skot ur ferdinni inn klukkutima DVD disk um hvalaskodun og sogu Tenerife. - Snidug markadssetning.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 09:52
4024 km í sudur fra Kopavogi
Nu er madur i 4024 km fjarlaegd fra heimili minu, beint i sudur. Hitinn a Tenerife er 27 gradur. Tenerife er litil eyja, 2% af Islandi.
Um thrjar og half millijon ferdamanna koma her arlega til blomaeyjunnar. Tenerife er staerst af sjo eyjum Kanaríeyja og er eins og ond á flugi.
Verdlag her er hatt, sanbaerilegt vid Island. Nema bjorinn og vinid. Thegar eg for til Benedorm fyrir 22 arum var haegt ad deila med fjorum til ad finna verdid m.v. Island. Tiu arum sidar a Gran Canary var haegt ad deila med tveim en nu er sama verd upp a teningnum.
I dag var 25 stiga hiti og UV advorun 9. Vid konnudum strandlifid. A morgun er skipulogd ferd med Sumarferdum um Tenerife eyjuna.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 21:25
Humarhöfnin og Fjöruferðir
Það var gaman að koma á Hornafjörð um síðustu helgi. Nýsköpun er í gangi og fólk er jákvætt þó fiskveiðikvótinn sé sífellt að minnka en það á ekki að koma skynsömu fólki á óvart. Unglingalandsmót UMFÍ verður um verzlunarmannahelgina og mikil uppbygging í gangi.
Tvö ný fyrirtæki í ferðaþjónustu eru nýstofnuð. Fjöruferðir og Humarhöfnin. Ekki náði ég að komast í fjöruferð en mér líst vel á hugmyndina. Gestum er boðið upp á siglingu um Hornafjörð og fjórhjólaferðir á Suðurfjörum. Siglt er frá Óslandi yfir á Suðurfjörur og ekið á fjórhjólum að Hornafjarðarósi, einni hættulegustu og straummeztu innsiglingu landsins. Þar eru einnig rústir frá stríðsárunum, flugvöllur Hornfirðinga.
Ég náði að kíkja á Humarhöfnina á Humarhátíðinni. Það var hlýlegt að koma inn í enduruppgert húsnæði KASK, gamla vinnustaðinn. Nú er komið humareldhús þar sem ég hafði bækistöðvar. Við vorum lóðsuð um efstu hæðina af Önnu Þorsteins en hún rekur staðinn. Mér fannst hæðin mikið minni nú en þegar fólk var við vinnu í byggingunni. Niðri í matsal sem tekur 60 manns var humarbúr og voru sjö leturhumrar þar í rólegheitum enda kældir niður í þrjár gráður. Ég pantaði humarsúpu hússins en hún er gerð eingöngu úr humri. Soðið af klónum notað í bragð. Engin aðskotaefni eins og rjómi og súpukraftur. Í súpunni voru þrír humrar. Þetta var matmikil súpa en ég saknaði nokkuð humarbragðsins. Fín þynkusúpa. Hanna pantaði vinsæla Humarpizzu og fékk hún mjög góða dóma.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 12:59
El Teide á Tenerife
Nú styttist í sumarfríið. Á miðvikudaginn hefst fríið og verður stigið upp í flugvél sem heldur beit í suður og lendir á einni Kanaríeyjunni, Tenerife.
Fyrstu dagarnir verða teknir rólega, þeir fara í að finna út bestu veitingastaðina, beztu barina, beztu sundlaugina og beztu verzlanir í nágrenni hótelsins.
Það er hægt að gera meira en liggja í sólinni á eyjunni. Á Tenerife er merkilegur þjóðgarður og merkilegt eldfjall. Hæsti tindur Spánar hinn 3.716 m El Teide, rís upp úr hjarta Canadas öskjunnar sem er um 12 km í þvermál og 17 km enda á milli þar sem lengst er. Askjan er því fjórum sinnum stærri en Öræfjajökull.
Ég stefni á toppinn og komist maður á hæsta punkt þá set ég persónulegt hæðarmet. Hins vegar verður þetta ekki mikið gönguafrek. Hægt er að ferðast með bíl í 2.300 m hæð og síðan er hægt að taka kláf upp í 3.500 metra hæð. Þá eru eftir 200 metrar og þarf leyfi yfirvalda til að komast þangað.
Þjóðgarðurinn El Teide er einnig merkilegur. Hann er fyrir marga hluti sérstakur. Stærstur hluti hans er í mikilli hæð, um og yfir það sem við þekkjum sem hæstu tinda á Íslandi. Loftslag á svæðinu er gjörólíkt því sem þekkist annarsstaðar á Kanaríeyjum og sumir hafa kallað "hitabeltisháfjallaloftslag", sem er það eina sinnar tegundar í Evrópu. Meðal annars vegna þessa er lífrænt ríkidæmi svæðisins sérstakt.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 11:28
Einni vörðu meira
Hvernig ætli nafnagift væri háttað ef bændurnir sem reistu vörðurnar fimm á klapparskeri norðan í Hornfellsnípu hefðu bætt við einni vörðu í viðbót. Þá hefði skerið fengið nafnið Sexvörðusker. Kanski væri gönguleiðin milli Skóga og Bása þekktasta gönguleið í heimi, Sexvörðuháls.
Tekið ofan af Bröttufönn og sér yfir Morrisheiði. Heljarkambur framundan.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 20:17
Frábært skipulag í Jónsmessunæturgöngu yfir 5-vörðuháls
Erfiðasti hluti Jónsmessuferðarinnar á 5-vörðuháls var að komast út úr bænum og inn aftur. Umferðin var þung á föstudagskveldið og við Rauðavatn var rútan stopp nokkrum sinnum.
En ef þessu er sleppt þá var ferðin mjög vel heppnuð. Skipulagið í 14. Jónsmessuferðinni hjá Útivist var óaðfinnanlegt. Frábært að sjá hvað fólk var tilbúið að leggja á sig svo við 300 Jónsmessufarar nytum messunar. Björgunarsveitarfólk stóð vaktina á Skógaheiði og veitti veitingar. Einnig var kamar í 400 m hæð. Skipulagið í Básum var magnað hjá sjálfboðaliðum í Útivist og náði hápunkti í grillveislunni í gærkveldi. Það var ekki lengi verið að þjóna þrjúhundruð manns.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar