Skýjum ofar á Skálafellsjökli

Meðan höfuðborgarbúar stunduðu menningu og maraþon um síðustu helgi, þá skrapp ég í átthagaferð í Hornafjörð við þriðja mann. Dagurin bauð því upp á maraþon keyrslu, 875 km og mikla upplifun. Lagt var úr bænum árla morguns og stefnt var að því að enda ferðina með flugeldasýningu.

Jokulsarlon 

Jökulsárlónið er alltaf einstakt. Birtist eins og demantur í náttúrunni. Það er aldrei eins. Alltaf ný sýning. Alltaf ný listaverk í hvert skipti sem maður kemur þangað. Þyrla var á sveimi við jökulrönd. Etv. var verið að mynda auglýsingu eða taka upp atriði í kvikmynd.  Kannski var einhver íslenski auðjöfurinn í þyrlunni með annan auðjöfur og að nota Jökulsárlónið til að liðka fyrir góðum samning. Nota Lónið sem beitu.  Nokkrir svartir jakar voru innan um hvítu og bláu jakana. Þeir hafa brotnað úr Esjufjallaröndinni. Sandflutningur sem hefur staðið í árhundruð. Þolinmæðisverk.

Esjufjallarond

Farin var ferð með Dreka einum af fjórum Larc bátum á Jökulsárlóni. Hver bátur tekur 25 manns. Leiðsögumaður er ávallt með í för og fræðir ferðamenn um aldur og undur jökullónsins. 

Síðan var keyrt upp í Jöklasel. Vegurinn upp er alltaf að batna. Það var skýjað er komið var austan við Öræfajökul. Þó var von, því það sást sól  á Breiðamerkurjökli undan þokunni.  Við keyrðum upp Borgarhafnarfjall, framhjá vötnunum þrem. Mér finnst alltaf landslagið þar minna mig á Grænland. Þokan þéttist er ofar kom. Þéttust var hún í Sultartungum. Jökulruðningurinn var flottur í þokunni en smiðurinn sást eigi. Þetta var eins og að koma í nýjan heim.

Skalafellsjokull 

Jokulstal 

Þegar skammt var í Jöklasel, á Hálsaskeri opnaðist skýjahulan og   Skálafellsjökull tók fagnandi á móti okkur. Jökulstálið með smásprungum ógnvekjandi. Bláminn í himninum var glæsilegur, þetta voru mögnuð umskipti.  

SkyjumOfar

Það myndaðist örtröð við afgreiðsluna hjá staðarhaldaranum Bjarna Skarphéðni Bjarnasyni. Um fimmtíu manns ætluðu í ævintýraferð. Eftir að hafa gert upp við Bjarna fengu ferðamenn sem voru víða að, frá Spáni, Hollandi og Suður Kóreu nauðsynleg hlífðarföt. Hjálma, vígalega heilgalla, stigvél og vettlinga. Síðan var stuttur gangur að snjósleðum. Tíu manns völdu að fara í jeppaferð og fannst mikið til koma þegar hleypt var úr dekkjunum til að stækka rúmmál dekkjanna, en nógu stór voru þau fyrir.

BjarniSkyjumOfar

Leiðsögumenn á vélsleðum voru Bjarni yngri og Hallur Sigurðsson á Stapa. Þeir kenndu ferðamönnum undirstöðuatriði vélsleðaaksturs. Bjarni hélt gott námskeið og kom skilaboðum skemmtilega til skila. Síðan var haldið út á jökulinn, 5000 metra, framhjá Miðfellsegg, Birnudalstindi og endað undir Kaldárnúp. Þaðan var gott útsýni yfir víðáttur Vatnajökuls. Ekki sást í Hornaförð, við vorum skýjum ofar.

Bombarder 

Bjarni Skarphéðinn er snjall og verst fimlega hlýnun jarðar og minnkandi jöklum. Nýlegur snjótroðari er kominn og heldur hann vel við brautunum. En færið á jökli er ekki gott. Þó er aðkoman betri núna en fyrir þrem árum. Þá var snjólaust við Jöklasel og þurfti að hefja sleðaferðina upp á bungunni fyrir ofan skálann.  Jöklaverkfræðingarnir á Skálafellsjökli ætla að nota snjótroðarann til að ýta upp snjó í vetur svo hann myndi skafla.

Á heimleiðinni var Mýrdalsjökull með Kötlu í fangi fallegur í sólsetrinu. Skógarfoss alltaf jafn vinsæll en klettur einn vinstra meginn í fossinum er að skemma sjónlínuna  og myndar eyðu vatnsfallið. Gengið var á bak við Seljalandsfoss, það var mjög hressandi og jók kraftinn.  Eftir það var hlustað á tónleika frá Miklatúni í útvarpinu og skemmtilegur dagur endaður með flugeldasýningu. Hún var tilkomulítil eftir sýningu dagsins.

Myrdalsjokull


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 226696

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband