Fćrsluflokkur: Ferđalög

Blákollur (532 m)

Blákollur (532 m) er eitt af fjöllunum sem enginn tekur eftir á leiđ sinni eftir Suđurlandsveginum. Keyrt er af veginum ţar sem klessubílarnir frá Umferđarráđi standa uppi. Síđan er gengiđ eftir hraunjađrinum til vesturs. Hrauniđ er mosavaxiđ og erfitt yfirferđar. Ţađ var mikiđ af stórum krćkiberjum í lyngi á leiđinni og tafđi ţađ göngumenn.

Ţegar á Blákollstoppinn var komiđ ţá var ţoka komin á nokkra fjallstinda. Gamlir kunningjar nutu sín ţví ekki nógu vel, Sauđadalshnúkar og Ólafsskarđshnúkar eru í tindaröđinni. Vífilsfell í vestri og Lambafell í austri. Eldborgirnar í Svínahrauni voru flottar og hraunstraumarnir úr ţeim sáust vel en ţeir runnu áriđ 1000. Ţađ glitti í Vestmannaeyjar og Geitafell međ Heiđina háu tóku sig vel út. Virkjanirnar á Hellisheiđi spúđu gufu og heyrđist hvinur frá ţeim í kvöldkyrrđinni.

Viđ tókum stuttan hring og fylgdum hraunjađri og komum inn á fyrri gönguleiđ. Ef fólk er ekki tímabundiđ ţá er tilvaliđ ađ heimsćkja Nyrđri Eldborgina og fylgja vegaslóđa ađ ţjóđvegi.

Dagsetning: 4. ágúst 2010
Hćđ: 532 metrar
Hćđ í göngubyrjun:  268 metrar, hjá klessubílum á Suđurlandsvegi.             
Uppgöngutími:  70 mín (19:00 - 20:10)  2.75 km.
Heildargöngutími: 140 mínútur  (19:00 - 21:20)
Erfiđleikastig: 1 skór
GPS-hnit tindur:  N: 64.02.114 - W: 21.29.563

Vegalengd:  6 km (1,8 km bein lína frá bíl ađ toppi)
Veđur kl 21: 10,5 gráđur,  7 m/s af NA og bjart, raki 95%
Ţátttakendur: Útivistarrćktin, 45 manns  - 15 bílar.                                                                     
GSM samband:  Já - gott samband
Gönguleiđalýsing: Létt og skemmtileg ganga á fjall sem fáir taka eftir. Ađkoman ađ Blákolli er skemmtileg, fariđ eftir hraunjađri Svínahrauns ađ fjallsrótum. Gengiđ eftir hrygg sem gengur út úr ţví ađ NA-verđu. Létt og safarík gönguferđ á ágústkvöldi.

IMG_9710


Silfurfoss

Í 473 skrefa fjarlćgđ frá Hólaskjóli er nafnlaus foss í ánni Syđri-Ófćru. Hann minnir á Gullfoss, gćti veriđ frumgerđ hans. Vegna líkingarinnar hafa sumir nefnt fossinn Silfurfoss.

Í gćr keyrđi ég frá Geirlandi hjá Kirkjubćjarklaustri og hélt upp Landmannaleiđ, F208. Ţađ er stórmögnuđ leiđ heim til Kópavogs. Margt fróđlegt bar fyrir augu og litadýrđin í nágrenni Landmannalauga var stórfengleg. Ég hef sé fjölda mynda en fćrustu atvinnuljósmyndarar hafa ekki náđ ađ koma upplifuninni til skila. Veđriđ var mjög heppilegt, nýlega hafđi veriđ úrkoma og allir litir tćrir.

Fyrsta stoppiđ var viđ Hólaskjól en ţar reka ađlir í Skaftártungu ferđaţjónustu. Glćsilegur skáli er í Lambaskarđshólum, einnig góđ tjaldstćđi og smáhýsi.

Fjölskyldan fór í gönguferđ ađ "Litla-Gullfossi" eđa Silfurfossi í rigningarúđa. Ég tjáđi göngumönnum ađ ţetta vćri stutt ganga, 500 metrar eđa fimm fótboltavellir. Ari litli vildi hafa fjarlćgđina á tćru og taldi hvert skef sem hann tók. Var hann ţví frekar skreflangur alla leiđ. Taldi hann 473 skref.

IMG_2840  Fossinn í Syđri-Ófćru er á pöllum eins og Gullfoss og steypist ofan í ţröngt gil

 


Mígandagróf

Ţađ var glampandi sól og heitt í veđri ţegar lagt var í ferđ ađ náttúrufyrirbćrinu Mígandagróf sem er í Lönguhlíđ. 

Ađkoman ađ Mígandagróf er bílferđ yfir Vatnsskarđ. Eftir stuttan spotta er bílum lagt og tölt af stađ í gönguna inn Fagradal og upp á Fagradalsmúla. Gangan er 1,5 km ađ rótum múlans. Síđan er brött og gróin hlíđin kjöguđ. Ţegar upp er komiđ sér inn Fagradal og falleg hraunelfa sem runniđ hefur fyrir árţúsundi. Minnir hún á hrauniđ sem rann niđur í Hrunagil og Hvannárgil af Fimmvörđuhálsi í vor. 

Eftir rúmlega tveggja tíma göngu í mosavöxnu landslagi í austurátt er komiđ ađ Mígandagróf sem lýst hefur verđ sem sérstöku náttúrufyrirbćri sem helst má líkja viđ hringleikahús.

Göngumenn áttu von á meiri náttúrusmíđ og voru flestir međ Keriđ í Grímsnesi sem viđmiđ. En vissulega er hćgt ađ halda skemmtun ţarna. Eflaust eru ţetta eftirstöđvar af gömlum eldgíg og hefur vatn runniđ niđu í hann og fyllt botninn. Grófin var vatnslaus. Ţví er hann međ skemmtilegan grćnan lit.

Ţjóđsagan segir ađ tröllskessan í Kistufelli (Hvirfli) hafi veriđ á ferđ niđur háheiđina ofan Lönguhlíđar međ stefnu á Kerlingargil ađ Hvaleyri til ađ verđa sér út um hval. Í myrkri og ţoku villtist hún af leiđ og kom fram á brún hlíđarinnar ţar sem nú heitir Mígandagróf. Dvaldi hún ţar til ţoku létti. Er hún hélt af stađ upplifđi hún töfra nćturkyrrđarinnar, tók hún sig ţví til og málađi listaverk á nálćga steina.

Einn göngumanna kannađist vel viđ náttúrufyrirbćriđ. Hann fór oft til rjúpnaveiđa á árunum 1975 til 1990 og náđist oft í fugl ţarna en rjúpur halda yfirleitt hćđ og flugu ţví í hringi og á endanum hafđi veiđimađur sigur.

Á heimleiđ var tekinn góđur útsýnishringur međfram Lönguhlíđ og sá vel til Helgafells, Húsfells og höfuđborgarinnar. Einnig sást Keilir bera af öđrum fjöllum í suđri.  Veđriđ var frábćrt allan tíman og 13 gráđu hiti er heim var komiđ um miđnćtti. Falleg byrjun á Jónsmessu.

Dagsetning: 23. júní 2010
Hćđ:
492 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 
168 metrar skammt frá Vatnsskarđi.             
Uppgöngutími: 
120 mín (19:10 - 21:10)
Heildargöngutími:
4,0 klst.  (19:10 - 23:10, 3 klst á ferđ)
Erfiđleikastig:
2 skór
GPS-hnit gróf: 
63.57.950 - 21.51.333                                                                                                            
Vegalengd: 
10 km (4,2 km bein lína frá bíl ađ gróf)
Veđur kl 21:
14,0 gráđur,  3 m/s af NA og bjart, raki 67%
Ţátttakendur:
Útivistarrćktin, rúmlega  70 manns  - 30 bílar.                                                                     
GSM samband: 
Já - en ekki í lćgđ viđ Mígandagróf

Gönguleiđalýsing: Erfiđari ganga en búist var viđ. Gengiđ í 1,5 km ađ  fótum Fagradalsmúla. Ţađan er 200 metra hćkkun. Mosi og laust grjót uppi á múlanum. Mígandagróf sést ekki og ţví er gott ađ hafa GPS tćki viđ höndina. Mígandagróf er sérstakt náttúrufyrirbćri sem helst má líkja viđ hringleikahús.

 Mígandagróf

Heimildir:

Lönguhlíđarvarđarđan: http://ferlir.is/?id=8275

Langahlíđ - Mígandagróf: http://ferlir.is/?id=4005

Útivist, útivistarrćktin, www.utivist.is

Myndir eftir Arnbjörn Jóhannesson, frá 13. júní 2007

Myndir eftir Ingva Stígsson


Leggjabrjótur á Ţjóđhátíđardaginn

Ţjóđhátíđ framundan og hvađ gerir mađur til ađ efla andann. Jú miđnćturganga međ Útivist yfir Leggjabrjót frá Ţingvöllum yfir í Botnsdal er tilvalin baráttuganga. Hápunkturinn er ađ drekka vatn úr Öxará og koma ađ upptökum árinnar úr Myrkavatni á miđnćtti.

Viđ fórum ađeins útfyrir hefđbundna gönguleiđ og fylgdum Öxará ađ upptökum. Höfđum Búrfell og Botnssúlur á sitt hvora hönd megniđ af leiđinni. Viđ upptök Öxarár var nýjum degi, ţjóđhátíđardegi okkar, ţeim 66 í röđinni fagnađ. Einn göngumađur átti afmćli og ein hjón trúlofunarafmćli. Ţađ var sungiđ ţeim til hyllingar.

Öxar viđ ána
árdags í ljóma
upp rísi ţjóđliđ og skipist í sveit
...  

Frá Myrkavatni var haldiđ upp á Leggjabrjót, niđur ađ Biskupskeldu. Ţađan rennur lítill lćkur og liggur yfir hann steinbrú. Er ţađ líklega eitt fyrsta vegamannvirki landsins. Ţegar komiđ var fram hjá Sandvatni var aftur fariđ af gönguleiđ og gengiđ á Djúpadalsborgir en ţar sást hvernig Sandvatn rennur niđur í Djúpadal sem markar upphaf Bryjnudals.  Niđurleiđin niđur í Botnsdal tók á ţreytt hnén og skrúđugur Botsdalur tók fallega á móti okkur.

Dagsetning: 16 til 17. júní 2010
Hćđ:
Um 500 m, hćst á Leggjabrjóti
Hćđ í göngubyrjun: 
 154 metrar skammt frá Biskupsbrekkum hjá Svartagili            
Heildargöngutími: 6,25 klst.  (21:30 - 03:45)
Erfiđleikastig:
1 skór
GPS-hnit Sandvatn: 
N: 64.20.33.63 W: 21.13.13.81                                                                                                            
Vegalengd:  
18,9 km (12,8 km bein lína frá rútum ađ Stóra Botni)
Veđur kl 21:
6.0 gráđur,  10 m/s af SA og bjart, raki 84%
Ţátttakendur:
Útivist og Skál(m), 106 manns  - 2 rútur frá Sćmundi.                                                               
GSM samband: 

Gönguleiđalýsing: Létt nćturganga yfir forna ţjóđleiđ. Komiđ viđ hjá Myrkavatni, upptökum Öxarár og fariđ niđur ađ Djúpadalsborgum en ţessi hliđarspor eru utan hefđbundnar gönguleiđar.

 

Oxara

Göngufólk viđ upptök Öxarár viđ Myrkavatn á miđnćtti.

 


Varúđ – Heimsmeistarakeppni framundan

„Ţađ hefur ekki sést kjaftur hérna eftir ađ heimsmeistarakeppnin hófst.“  - Svo mćlti einn svartsýnn ferđaţjónustuađili í afţreyingu HM-áriđ 1994. Hann bölvađi um leiđ ţessari vinsćlu íţrótt og fann henni flest til foráttu og var einn meira pirrađur út í ađ ferđafólk skyldi skipuleggja ferđalög sín í kringum sjónvarpsgláp yfir keppnina.

Ég var á ţessum árum starfsmađur hjá Jöklaferđum  á Hornafirđi og merktum viđ samdrátt í bókunum en vorum bjartsýnir á ađ lausaumferđ myndi taka kipp eftir síđasta flaut. Ţađ gekk eftir.

Ég fór ţví í rannsóknir og skođađi tölur yfir ţetta tímabil á DataMarket.com. Ekki er hćgt ađ greina samdrátt í fjölda ferđamanna á HM eđa EM ári en eflaust fćrist kúrfan til. Ferđamenn spretta upp eins og gorkúlur ţegar keppninni lýkur.   Ţví má fólk í ferđaţjónustu ekki fara á taugum ţó lok júní og byrjun júlí verđi ekki eins góđ sama tímabil 2009.

Taflan sýnir ferđamenn á síđasta áratugi síđustu aldar og breytingu á milli ára.

Ár

Fjöldi

Br.  %

1990

141.718

8.6

1991

141.413

1.2

1992

142.561

-0.6

1993

151.728

6.4

1994

169.504

11.7

1995

177.961

5.0

1996

195.669

10.0

1997

201.655

3.1

1998

232.219

15.2

1999

262.605

13.1

 

Heimsmeistaraárin 1990, 1994 og 1998 koma vel út í heildina. Olympíu- og Evrópumeistaraáriđ 1992, ţegar Danir sigruđu eftirminnilega er eina samdráttaráriđ. 

Í Morgunblađinu var gerđ úttekt á tjaldstćđum í sunnudagblađinu ţann 23. ágúst, 1998.

„Kristján [Sigfússon] segir ađ ađsókn ađ tjaldstćđinu í Laugardal hafi ekki glćđst fyrr en heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Frakklandi lauk. "Ţađ var lítiđ af fólki í júní og byrjun júlí en svo gjörbreyttist ađsóknin í kringum 10. júlí og hélst í hámarki ţar til um síđustu helgi. Á heildina litiđ er ađsóknin hins vegar minni en í fyrra," segir hann.“

Eftir  17% fćkkun ferđamanna í apríl og 15% í maí vegna eldgos í Eyjafjallajökli, ţá kemur HM2010. Ţetta er smá brćla hjá ferđaţjónustunni en ţađ mun birta til. Fólk kemur til ađ upplifa fegurđina og sjá kraftinn í náttúrinni.

Nú er hlé á gosi í Eyjafjallajökli og átakiđ Inspired By Iceland í hármarki. Sóknin fer ađ skila árangri strax eftir HM.

 

Heimildir:

DataMarket.com úr gagnagrunni Hagstofunnar.

Morgunblađiđ, gagnasafn, 23. ágúst 1998


mbl.is Milljón skođađ vefmyndavélar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ólafsskarđshnúkar (560 m og 620 m)

Fyrsta gangan međ Útivistarrćktinni var gengin í góđviđrinu á miđvikudagskvöld. Stefnan var sett á Ólafsskarđshnúka en ţeir eru í framhaldi af Sauđadalahnúkum og loka hnúkarnir austurhliđ Jósefsdal.

Gengiđ var inn Jósefsdal og upp skarđiđ milli Vífilsfells og Sauđadalsnjúka. Mótorhjólabrautir voru merktar víđa í dalnum og virtu hjólamenn ţćr. En fáir hjólamenn voru viđ ćfingar. Stefnan var sett á hnúkana og gengiđ upp milli ţeirra. Laus möl var ofan á móberginu og ţurfti ţví ađ fara varlega. Ţegar komiđ var á topp neđri hnúksins var hugađ ađ nesti. Gott útsýni yfir Suđurland en ekki sást Eyjafjallajökuls vegna misturs. Ţađ var mosi á toppnum en ekki var haldiđ á hćrri hnúkinn sem er 60 metrum hćrri.

Ólafsskarđ sem gefur hnúkunum nafn er gölum ţjóđleiđ úr Selvoginum. Nćr hún hćst 420 metrum. Nafniđ á skarđinu er komiđ af Ólafi bryta í Skálholti, sem hér átti leiđ um trylltur af töfrum ráđskonunnar á stađnum, eins og frá er greint í Ţjóđsögum Jóns Árnasonar.

Í Ólafsskarđi eru leyfar af gömlum skíđaskála Ármanns. Hafa Reykvíkingar sótt sćlustundir ţangađ áđur en skíđaađstađa kom í Skálafell og Bláfjöll.

Dagsetning: 26. maí 2010
Hćđ:
562 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 
273 metrar skammt frá minni Jósefsdals.             
Uppgöngutími: 
75 mín (19:10 - 20:25)
Heildargöngutími:
2,5 klst.  (19:15 - 21:40)
Erfiđleikastig:
1 skór
GPS-hnit tindur: 
64.01.285 - 21.32.737                                                                                                            
Vegalengd: 
7 km (2,5 km bein lína frá bíl ađ toppi)
Veđur kl 21:
8.9 gráđur,  7 m/s af N og bjart, raki 55%
Ţátttakendur:
Útivistarrćktin, 47 manns  - 13 bílar.                                                                     
GSM samband: 
Já - en í ađra áttina

Gönguleiđalýsing: Létt ganga upp skarđ inn Jósefsdal  í ríki mjótorhjólanna. Gengiđ međ Sauđadalahnúkum ađ Ólafsskarđshnúkum. Kjagađ upp móbergishlíđina milli hnúkana. Nestispása á mosavöxnum toppi. Horft til hćrri hnúksins. Komiđ niđur í Ólafsskarđi.

 img_8464.jpg


Gosstöđvar af Morinsheiđi

Svona litu gosstöđvarnar á út kl. 19.00 frá Morinsheiđi, föstudaginn langa, 2. apríl. Svartir hrauntaumar renna beggja vegna Bröttufannarfells og mynduđu einstaka hraunfossa. Ekkert hraunrennsli var í gilin, Hrunagil og Hvannárgil.

Ţegar skygga tók, tókur gosstöđvarar á sig allt ađra mynd. Ţá sást eldbjarminn bakviđ felliđ. 

Gosstöđvar


Stórmagnađur föstudagurinn langi

Ţađ var stórmögnuđ páskastemming í gćr, föstudaginn langa í Ţórsmörk, skógi Ţórs. Stanslaus umferđ göngumanna frá Básum upp á Morinsheiđi en ţar var leiđinni lokađ viđ Heljarkamb.  Rúmlega sex kílómetra langur ormur. Sumir kölluđu jarđeldagönguna á Morinsheiđi, píslargöngu.

Ađstćđur í hrikalegri náttúrusmíđ voru ágćtar en undir kvöld var komin hálka í einstaka stađi á stígum og undir snjó orsakađi greinilega óhöpp.

Ţađ var stórfenglegt ađ sjá stanslausa röđ göngumanna upp Foldir ađ Morinsheiđi en ţetta er um tvćr Hallgrímskirkjur í hćkkun. Ekki sáust neinir hraunfossar enda eldstöđin ađ endurbyggja sig. Ekki heyrđust drunur frá jarđeldunum en ţyrlur sáu um ađ magna hljóđiđ í kyrđinni. Margir komu ţegar skyggja tók en ţá var mikiđ sjónarspil. Eldurinn í gosinu sást mun betur og ađ ganga framhjá Útigönguhöfđa međ rauđan bjarma baksviđ var einstök upplifun. Á leiđ úr Ţórsmörkinni rétt fyrir miđnćtti sást eitt mesta sjónarspil sem ég hef séđ og hafa margar kvikmyndir runniđ í gengum augun. Ţá sást eftir Hvanngili í skarđi sem kom í svart landslagiđ til gosstöđvanna. Ţađ var ólýsanleg sýn.

Í myrkrinu sást einnig ađ fólk fór ótrođnari slóđir, lýsing af höfuđljósum sást um allt Gođaland og Ţórsmörk. Venus, lágt á himni rímađi vel viđ göngustjörnunar.

Mér fannst vel af sér vikiđ ađ ekki skyldu verđa meiri slys á fólki, rétt eins og í einum knattspyrnuleik. Gćsla var góđ hjá björgunarsveitamönnum og lögreglu. Vakti ţađ öryggistilfinningu göngumanna.

Ţađ má ekki rćna fólki ţessari upplifun međ lokunum. Ţví má ekki loka svćđum. Ţetta er hluti af ţví ađ vera Íslendingur, ađ fá ađ upplifa jarđelda í stórbrotinni náttúru.

Foldir

Frá kl. 15 til 22 og jafnvel lengur var stanslaus umferđ upp og niđur Morinsheiđi. Heiđarhorn skagar framúr.

 


mbl.is Slasađ fólk sótt í Ţórsmörk
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gengiđ niđur Bröttufönn

Ţađ er tignarlegt ađ ganga niđur Bröttufönn.  Stórbrotiđ útsýni yfir Ţórsmörk, Heljarkamb, Morinsheiđi, Heiđarhorn og Rjúpnafell.

Ţađ hefur veriđ magnađ fyrir ferđamenn í dag ađ hafa tvö glóandi hraun á báđa vćngi og nýja sjóđheita sprungu fyrir ofan sig.

Ţessi mynd var tekin 23. júní 2007 um dagmál.

Brattafönn


mbl.is Fólki vísađ af Bröttufönn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Myndakvöld Ferđafélags Íslands

Ţađ var húsfyllir á myndakvöldi FÍ í gćrkveldi. Atvinnuljósmyndararnir Christopher Lund og Haukur Snorrason fóru á kostum. En ţeir hafa getiđ sér gott orđ fyrir landslagsmyndir.

Christopher Lund hóf kvöldiđ eftirminnilega međ spurningunni, Hvađ er flott landslagsmynd? Hann sýndi nokkrar frábćrar myndir og var birtan lykilatriđiđ í myndunum ásamt stórbrotnu landslagi. Fólk er einnig ćskilegt í landslagsmyndum, ţá sjást stćrđarhlutföll.  Eftir ađ hafa sýnt nokkrar myndir  og velt upp spurningunni um góđa landslagsmynd, fórum viđ í ferđalag međ Chris til Langasjávar.  Ég var svo heppinn ađ vera í ferđinni, Fegurđin viđ Langasjó í sumar. Ţađ var gaman ađ endurupplifa ferđalagiđ. Christopher Lund er međ vefinn www.chris.is og eru ţar nokkrar af landslagsmyndum sem sýndar voru. Ég mćli einnig međ myndasyrpu Chris. Hún er "awesome", eins og einn erlendur vinnufélagi minn lýsti henni.

Haukur Snorrason sýndi loftmyndir. Hann er íhaldssamari en Chris. Tekur loftmyndir úr sömu flugvél, međ sömu myndavél og Fuji Velvia 50 filmu. Ţađ voru mörg ný og skemmtileg sjónarhorn hjá Hauki af ţekktum og óţekktum stöđum.

Mér finnst ég alltaf svo ríkur eftir myndakvöld FÍ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband