Beta útgáfa af Morro frá Microsoft

Í lok júní gaf hugbúnaðarrisinn Microsoft út Beta útgáfu af fríum vírusvarnarhugbúnaði. Hann gengur undir vinnuheitinu Morro. Mikill áhugi er fyrir þessu útspili Microsoft enda hafa hætturnar á Netinu aldrei verið meiri.  Niðurstöður úr fyrstu prófunum af hugbúnaðinum hafa verið jákvæðar. Fyrsta sólarhringinn sóttu 75.000 manns beta-útgáfu.

Íslendingar geta ekki sótt eintak, aðeins notendur í Bandaríkjunum, Ísrael, Kína og Brasilíu fá að taka þátt í prófunum.

Morro

Skv. PandaLabs, þá voru Trójuhestar ábyrgir fyrir 70% af nýjum spilliforritum á tímabilinu apríl til júní. Það þarf öflugan hugbúnað til að taka á þessum óværum.  Kannanir sýna að nær öll fyrirtæki eru með vírusvarnir í tölvukerfum sínum og viðheldur þeim. Aftur á móti er en hinn almenni notandi ekki eins vel með á nótunum. Leyfin renna út og stundum er flókið að endurnýja þau. Tölvunotendur halda Því ótrauðir áfram með óvirkar vírusvarnir.

Ógnir á Netinu halda sífellt áfram að aukast og þróast. Öflugu vírusbanarnir, AVG og AVAST eru hættir að bjóða frían hugbúnað nema til skamms tíma. Því er þetta fría útspil hjá Microsoft hagkvæmt fyrir neytendur og upplýsingaöryggismál. Microsoft tekur hagnaðinn bara inn annars staðar. T.d. í hærra verði á stýrikerfi.

Vírusvarnarforrit ein og sér eru ekki endanleg lausn á vandanum. Tölvuþrjótar eru í vaxandi mæli farnir að koma spilliforritum innan um forrit eða skrám sem hægt er að vista af Netinu. Því eru öguð vinnubrögð og öryggismeðvitund nauðsynleg samhliða vírusvörnum. Burtséð frá því hvort þær séu fríar eður ei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pantheios

Íslendingar þurfa ekki að örvænta þó þeir geti ekki niðurhalað beta útgáfu frá Microsoft. Hér er hægt að niðurhala heimilisútgáfu af AVG vírusvörn og það kostar ekki neitt. Hún uppfærir sig sjálfvirkt og hægt að setja upp á eins margar tölvur á heimilinu og þú vilt án þess að borga krónu. Þessi vírusvörn er mjög öflug en hefur ekki eins marga möguleika og keypt vírusvörn en dugar vel fyrir almenna tölvunotkun á heimilum. Einnig er hægt að kaupa á sama stað AVG varnir fyrir heimili og fyrirtæki.

Gangi ykkur vel!

Pantheios, 27.7.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband