Menn sem hata konur ****

Sænska spennumyndin Menn sem hata konur (Män som hatar kvinnor) er vel heppnuð og heldur manni vel við efnið.

Sagan er í Agötu Christie stíl. Dularfullt mannshvarf og allir fjölskyldumeðlimir hinnar efnuðu Vanger fjölskyldu liggja undir grun. Rannsóknarblaðamaðurinn Mikael Blomkvist er fenginn til að leysa þetta 40 ára gamla mál. Inn í málið kemur nútímakonan og tölvuhakkarinn Lisbeth Salander sem er vel leikin af íslenskættaðri Noomi Rapace.

Persónusköpun er góð og tekur nokkurn tíma í byrjun myndar. Inn í söguna fléttast "Byrgismál" og Nazistar eru endalaust fóður fyrir góðar fléttur.

Myndin byggir á bók eftir Stieg Larsson sem ég hef ekki lesið og hef því ekki samanburð milli miðlana. Veit ekki hvort ég leggi í bækurnar í vetur, hver veit. En mér líst vel á framhaldið.

Þetta er áhugaverð mynd fyrir tölvunörda. Þeir eiga sinn fulltrúa þó hann sé á jaðrinum og ekki skemmir fyrir að hafa konu í því hlutverki. Hún er eldklár í tölvuinnbrotum og vinnur á við eitt gengi. Það eru tvö atriði sem tölvuáhugamenn ættu að taka sérstaklega eftir.

1) Þegar Lisbeth sendir dulkóðaðan tölvupóst til félaga síns "Plague", þá kemur "decrypting" í stað "encrypting" á tölvuskjáinn.  Dulritun (dulkóðun, e. encryption) felst í stuttu máli í því að umrita tiltekin skilaboð þannig að óviðkomandi geti alls ekki komist að innihaldi þeirra.  Öfuga ferlið til að endurheimta upprunalegu skilaboðin er kallað dulráðning (afkóðun, e. decryption).

2) Myndin á að gerast árið 2005 en Michael og Lisbeth nota Apple MacBook Pros tölvu sem fyrst var seld árið 2006. Svo versnar það. Lisbeth notar Mac OS X 10.5 "Leopard" sem fyrst kom á markað í október 2007.  Þetta er smáatriði sem skiptir ekki máli en verður að vera til að gera myndina meira sannfærandi. Tæknin er færð fram í nútímann en glæpurinn stenst tímans tönn.

Góða skemmtun og reynið að finna skúrkinn á undan Mikael og Lisbeth.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bókin er nú töluvert miklu betri en myndin.  Áhugavert þetta með tölvurnar.

jonas (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 226436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband