Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

3. sætið af 192

Þriðja sætið af hundraðníutíuogtveim er kannski ekki slæmur árangur í Öryggisráðsleiknum.   Íslenska karla knattspyrnulandsliði er í 104. sæti á FIFA listanum en handboltamennirnir í öðru.

En þetta er arfleifð frá Davíð og Dóra.


Nelson níræður

Fyrir nokkrum árum fór ég á árlegan bókamarkað í Perlunni. Þar voru þúsundir bókatitla til sölu. Ég vafraði um svæðið og fann grænleita bók sem bar af öllum. Hún kostaði aðeins  fimmhundruð krónur. Þetta var eina bókin sem ég keypti það árið.  Hún hét Leiðin til frelsis, sjálfsævisaga Nelson Mandela.

NelsonMandelaFjölvi gaf út bókina árið 1996 og er ágætlega þýdd af Jóni Þ. Þór og Elínu Guðmundsóttur. Bókin hafði góð áhrif á mig. Hún sýndi stórbrotinn mann í nýju ljósi.

Thembumaðurinn Rolihlahla sem fæddist fyrir 90 árum er síðar nefndur Nelson á fyrsta skóladegi var bráðvel gefinn drengur.  Nafnið Rolihlahla merkir á máli Xhosa "sá sem dregur trjástofn", en í daglegu máli er það notað yfir þá, sem valda vandræðum.  Nelson Mandela átti eftir að valda hvíta meirihlutanum í S-Afríku miklum vandræðum í baráttunni við aðskilnaðarstefnuna, Apartheid.

Þegar Nelson var 38 ára var bannfæringu létt af léttvigtarmanninum. Hann fór í frí til átthaganna. Þar er áhrifamikil frásögn. 

"Þegar kom framhjá Humansdorp varð skógurinn þéttari og í fyrsta skipti á ævinni sá ég fíla og bavíana. Stór bavíani fór yfir veginn fyrir framan mig og ég stöðvaði bílinn. Hann stóð og starði á mig, eins og hann væri leynilögreglumaður úr sérdeildinni. Það var grátbroslegt að ég, Afríkumaðurinn, var að sjá þá Afríku, sem lýst er í sögum, í fyrsta sinn. Þetta fallega land, hugsaði ég, allt utan seilingar, í eigu hinna hvítu og forboðið svörtum. Það var jafn óhugsandi að ég gæti búið í þessu fallega héraði og að ég gæti boðið mig fram til þings."

Mæli með að fólk lesi sem mest um Nelson Mandela í dag og næstu daga. Það er mannbætandi.

Þetta voru mjög vel heppnuð bókarkaup.   Til hamingju með daginn, Rolihlahla Mandela.

 


Tinni í Tíbet

Bókin Tinni í Tíbet er ein af mínum uppáhaldsbókum. Ég kynntist Tíbet aðeins í gegnum hana. Ég hef einnig áhyggur af ástandinu  í Tíbet um þessar mundir. 

Las ágæta úttekt á ástandinu í Tíbet í Morgunblaðinu í morgun. Kínverjar hafa byggt góða vegi upp að landamærum. Það sást á myndum frá Leifi Erni Svavarssyni fjallamanni, sem var með sýningu í Salnum fyrir nokkru. Markmiðið með öflugum samgöngum er samt ekki að auðvelda fjallamönnum erfiðið. Heldur auðvelda aðgengi hermanna að landamærum.

Fékk nýlega tölvupóst í hólfið mitt frá samtökum sem heita Avaaz.  Birti það hér óþýtt á blogginu. Vona að ég fái ekki kínverskan erindreka í heimsókn.

 

Dear friends,

After decades of repression under Chinese rule, the Tibetan people's frustrations have burst onto the streets in protests and riots. With the spotlight of the upcoming Olympic Games now on China, Tibetans are crying out to the world for change.

The Chinese government has said that the protesters who have not yet surrendered "will be punished". Its leaders are right now considering a crucial choice between escalating brutality or dialogue that could determine the future of Tibet, and China.

We can affect this historic choice--China does care about its international reputation. China's President Hu Jintao needs to hear that the 'Made in China' brand and the upcoming Olympics in Beijing can succeed only if he makes the right choice. But it will take an avalanche of global people power to get his attention--and we need it in the next 48 hours.

The Tibetan Nobel peace prize winner and spiritual leader, the Dalai Lama has called for restraint and dialogue: he needs the world's people to support him. Click below now to sign the petition--and tell absolutely everyone you can right away--our goal is 1 million voices united for Tibet:

http://www.avaaz.org/en/tibet_end_the_violence/7.php

China's economy is totally dependent on "Made in China" exports that we all buy, and the government is keen to make the Olympics in Beijing this summer a celebration of a new China, respected as a leading world power. China is also a very diverse country with a brutal past and has reason to be concerned about its stability -- some of Tibet's rioters killed innocent people. But President Hu must recognize that the greatest danger to Chinese stability and development comes from hardliners who advocate escalating repression, not from Tibetans who seek dialogue and reform.

We will deliver our petition directly to Chinese officials in London, New York, and Beijing, but it must be a massive number before we deliver the petition. Please forward this email to your address book with a note explaining to your friends why this is important, or use our tell-a-friend tool to email your address book--it will come up after you sign the petition.

The Tibetan people have suffered quietly for decades. It is finally their moment to speak--we must help them be heard.

With hope and respect,

Ricken, Iain, Graziela, Paul, Galit, Pascal, Milena, Ben and the whole Avaaz team

PS - It has been suggested that the Chinese government may block the Avaaz website as a result of this email, and thousands of Avaaz members in China will no longer be able to participate in our community. A poll of Avaaz members over the weekend showed that over 80% of us believed it was still important to act on Tibet despite this terrible potential loss to our community, if we thought we could make a difference. If we are blocked, Avaaz will help maintain the campaign for internet freedom for all Chinese people, so that our members in China can one day rejoin our community.

Here are some links with more information on the Tibetan protests and the Chinese response:

BBC News: UN Calls for Restraint in Tibet

Human Rights Watch: China Restrain from Violently Attacking Protesters

Associated Press: Tibet Unrest Sparks Global Reaction

New York Times: China Takes Steps to Thwart Reporting on Tibet Protests
--------------------------------------------



ABOUT AVAAZ
Avaaz.org is an independent, not-for-profit global campaigning organization that works to ensure that the views and values of the world's people inform global decision-making. (Avaaz means "voice" in many languages.) Avaaz receives no money from governments or corporations, and is staffed by a global team based in London, Rio de Janeiro, New York, Paris, Washington DC, and Geneva.

Don't forget to check out our Facebook and Myspace pages!


mbl.is Ísland lýsir áhyggjum af ástandinu í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósanngjarnt fiskveiðistjórnunarkerfi

Í Silfri Egils fyrr í dag var mjög athyglisvert viðtal við Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmann um dóm Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfið.

Mikið er ég sammála  því sem Magnús mælti í Silfrinu en boðskapur hans var að breyta þurfi kerfinu. Meirihluti mannréttindanefndarinnar ályktaði, að brotið væri gegn jafnréttisákvæði 26. gr. Alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Í grein sem Magnús skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 30. janúar síðastliðinn kemur hann með eftirfarnandi tillögu.

Í fyrsta lagi þarf að fella niður gjafakvótann þannig að allir Íslendingar sitji við sama borð. Þetta þyrfti að gera með hæfilegum umþóttunartíma gagnvart núverandi handhöfum aflaheimilda. Fara mætti svokallaða fyrningarleið á 10-15 árum.

Þær veiðiheimildir sem þannig losnuðu úr læðingi ætti að bjóða upp til hæfilega langs tíma, t.d. til 10-12 ára, á markaðsforsendum, því að þegar verið er að úthluta takmörkuðum gæðum fyrirfinnst aðeins einn réttlátur skömmtunarstjóri og það er buddan.

Þegar hið nýja fiskveiðistjórnunarkerfi er komið á sé ég fyrir mér að skipta mætti framboðnum aflaheimildum í fjóra hluta, togaraútgerðir mættu bjóða í 25% aflaheimildanna, smábátaútgerðir í 25% og útgerðir báta af stærðum þar á milli í önnur 25%. Þau 25% sem þá væru eftir yrðu boðin upp sem byggðakvóti til þess að „tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“, svo sem mælt er fyrir um í 1. gr. laganna um stjórn fiskveiða en hefir því miður brugðizt hrapallega svo sem alþjóð veit.

Ég vil taka það skýrt fram að þessar prósentutölur eru engar heilagar kýr af minni hálfu. Þessar tölur eru eingöngu settar fram til umþenkingar. Það kann vel að vera að önnur hlutfallaskipting væri heppilegri og réttari.

Eftir að hið nýja uppboðskerfi á aflaheimildum er komið á tel ég rétt að banna sölu aflaheimilda á milli útgerðarflokka, heldur aðeins innan hvers flokks. Byggðakvótann mætti og selja en aldrei út fyrir viðkomandi byggð.

Í Silfri Egils minntist hann á aðra leið, gefa allt frjálst eins og ástandið var árið 1983 en það er rétt hjá Magnúsi, það er ómöguleg leið.

Ein leið í viðbót er til sem ræða þarf er að breyta um stýrikerfi. Fara úr aflamarki í sóknarmark. Þá fengi hver bátur ákveðna veiðidaga, svipað og Færeyingar hafa farið. Þá minnkar brottkastið.

Vonandi losnum við Íslendingar brátt við núverandi kvótakerfi og fáum betra og sanngjarnara, þá fær LÍÚ minni völd og byggðunum á Íslandi hættir að blæða út og þorskstofninn fær að vaxa. 

En að breyta ófreskjunni er mikill sigur fyrir fólk með heilbrigða skynsemi en 80% þjóðarinnar hafa haft þá skoðun og þurfti ekki Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna til þess að álykta um það. 

Auk þess legg ég til að kvótakerfið verði lagt í eyði. 


Heilsaði Ólafi Friðrik

Á fimmtudaginn var ég að rifja það upp við félaga mína að Ólafur Friðrik Magnússon er eini borgarstjórinn í Reykjavík sem ég hef náð að heilsa með handarbandi. Ég hitti hann niðri í Aðalstræti, höfuðstöðvum Frjálslynda flokksins í afmælisteiti snemma á öldinni.

Í DV í dag er greining á Ólafi borgarstjóra, eins og í öllum öðrum dagblöðum landsins. Í upptalningunni segir:

"Hegðun Ólafs hefur á stundum vakið furðu manna. Hann er sýklahræddur og til vitnis um það forðast hann að taka í höndina á fólki til þess að forðast sýkla."

Ég get ekki tekið undir þessi orð DV. Ólafur var hinn glaðasti er ég hitti hann og hann sóttist frekar eftir að heilsa mér heldur en hitt. Því kemur þetta mér á óvart. En þess ber að taka fram að ég er mikill snyrtipinni.

 


Boleyn Ground

Hvur skollinn!

Ég sem ætlaði að fylgjast með Eggert í stúkunni á Boleyn Ground, heimavelli West Ham á laugardaginn. En þá tekur West Ham á móti stóra liðinu frá Liverpool,  Everton.  Á sama tíma og ég fékk miðann á leikinn í hendurnar birtist frétt í íslenskum miðlum um kaupin á Eyrinni og brottför stjórnarformannsins.  Ég læt þetta áfall ekki trufla mig við að læra sálm Hamranna, I'm Forever Blowing Bubbles. Ég ætla að hlusta vel á sálminn úr sæti 40 hátt upp í Dr. Martins stúkunni.

I'm forever blowing bubbles,
Pretty bubbles in the air.

They fly so high, nearly reach the sky,
And like my dreams they fade and die.
Fortune's always hiding,
I've looked everywhere...
I'm forever blowing bubbles,
pretty bubbles in the air.

WestHam


mbl.is Stjórnarskipti hjá West Ham - Eggert til UEFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að falla niður um deild það hrikalegasta sem komið gæti fyrir liðið

Mannlegar náttúruhamfarir.

Það er merkilegt að sama þjálfarateymið skuli fá að halda áfram með liðið. Árangur úr 300 stigum í 130 er mikil afturför. Ef knattspyrnulið hefði uppskorið þennan árangur væri fyrir löngu búið að reka þjálfarann. Stóra vandamálið er hins vegar að fótbolti er leikur en sjávarútvegur dauðans alvara. Þar er spilað um líf fólks.

En stuðningsmennirnir á landsbyggðinni hefðu átt að láta betur í sér heyra.  Ótrúlegt að þeir skuli kjósa yfir sig sömu vandamálin tímabil eftir tímabil. Nú uppskera þeir eins og til var sáð.


mbl.is Að missa þorskstofninn það hrikalegasta sem komið gæti fyrir þessa kynslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíustríðið í Írak og þrælastríðið í Bandaríkjunum

Alan Greenspan hefur rétt fyrir sér. Góð greining hjá honum í ævisögunni sem kemur brátt út. Í lok marz 2003 skrifaði ég pistil á hugi.is um Olíustríðið í Írak en það minnti mig á þrælastríðið í Bandaríkjunum 1861.

Þrælastríðið og Olíustríðið

Þegar ég heyrði fréttir rétt fyrir helgi að hermenn Bandaríkjanna og Breta ætluðu að taka pásu og bíða eftir meiri herstyrk til að ráðast á Bagdad rifjaðist upp fyrir mér að hafa lesið um byrjunina á Borgarastríðinu í Bandaríkjunum (Þrælastríðinu) í bókinni Abraham Lincoln eftir Thorolf Smith. Sú byrjun minnti mig á væntingar manna fyrir stríðið við Írak, stutt og einfalt stríð. Svo fór þó ekki, stríðið stóð í tæp 4 ár og 620 þúsund manns létu lífið. Norðurríkin voru fjölmennari og sterkari, því áttu þau að eiga sigurinn vísann í snörpu stríði.

Sagt er að sagan endurtaki sig en það er það sem mér datt í hug um helgina.

Borgarastyrjöldin hefst
Um það bil 50 kílómetrum suðvestur af Washington rennur áin Bull Run. Þetta er hvorki mikið né merkilegt vatnsfall, en hefur öðlast nokkra frægð, vegna þess, að þar var háð fyrsta orrusta borgarastyrjaldarinnar. Orrusta þessi var háð hinn 21. júní 1861.

Það voru fyrst og fremst dagblöðin, og þar með almenningsálitið, sem kröfðust þess, að nú yrði látið til skarar skríða. Það liggur nú ljóst fyrir, að almenningur í Norðurríkjunm gerð sér enga grein fyrir því sumarið 1861, að styrjöldin myndi verða löng, mannskæð og erfið. Blöðin ýttu undir þennan misskiling með fáránlegum æsingarskrifum.

Svo virðist, sem menn hafi litið á hina fyrirhugðu orrustu sem einhvers konar íþrótta- eða hestamannamót. Mikill fjöldi áhorfenda þyrptist frá Washington og víðar að suður til Bull Run. Fólk dreif að, samkvæmt tilvísun blaðanna, sem greindu kyrfilega frá því, hvar orrustan yrði. Sumir komu í léttvögnum og höfðu matarkörfur og vínflöskur meðferðis, aðrir á hestum eða gangandi. Þarna voru þingmenn og hefðarkonur, slæpingjalýður, allra þjóða lits og blands. Fréttaritari blaðsins Times í Lundúnum, Russell að nafni, hafði gaman af, er honum var tilkynnt, að herinn myndi hefja sóknina snemma næsta morgun með því að senda fyrst fram hægri væng. Ekki verður sagt, að mikil hula hafi hvílt yfir hernaðaráformum Norðurríkjamanna þennan sólheita júlídag.

En hernaðaráætlun Norðanmanna brást og mætti fyrir öflugri her og betri hershöfðingum. Brást flótti í lið Norðurríkjanna, og flúði hver sem betur gat. Vegirnir til Washington báru þess gleggstan vott. Manntjón 460 fallnir, 1124 særðir, 1262 féllu í hendur sunnanmönnum. Þeirr á meðal var einn áhorfenda, þingmaður einn frá New York, sem mátti svo dúsa í Libby-fangelsi í Richmond. Suðurríkjamenn misstu 378 menn, 1489 særðust, og aðeins 30 voru teknir höndum.

Ritstjórar blaðanna stungu upp á því að Lincoln semdi vopnahlé við Suðurríkjamenn og síðan frið við þá. Stríðið hélt þó áfram og voru 400 þúsund menn kvaddir til vopna í Norðurríkjunum.

Orrustan við Bull Run, var Norðurríkjunum alvarleg áminning. Hún færði þeim heim sannin um, að fyrir höndum væri löng og mannskæð styrjöld. Hún sannfærði einnig bæði stjórnmálamenn og almenning um, að orrustur eru hvorki íþrótta né hestamót. Og hún leiddi líka í ljós, að Norðurríkin skorti dugandi hershöfðingja.

Robert Edward Lee er að mörgum talinn besti herforingi sem Bandaríkin hafa alið af sér. Hernaðarsnilld hans var án efa mesti einstaki þáttur þess að Suðurríkjasambandið hélt út fjögur ár í stríði við algert ofurefli.

Styrjöldin kostaði ofboðslegar blóðsúthellingar, heilir landshlutar voru flakandi í sárum. Um 620 þúsund manns létu lífið, ýmist fyrir vopnum, í fangabúðum, af drepsóttum eða vosbúð. Þar af voru um 360 þúsund Norðurríkjamenn og 260 þúsund Suðrríkjamenn.

Viku eftir að borgarastríðinu lauk var Abraham Lincoln myrtur.

Byrjunin á borgarastríðinu minnir um nokkuð á byrjunina á olíustríðinu í Írak í dag. Almenningsálit, návígi fjölmiðla, hernaðaráætlanir, mótspyrna og slakur stjórnandi.

Heimild:

Bókin Abraham Lincoln eftir Thorolf Smith


Laugavegur og La Laguna

Mikil umræða hefur verið um niðurrif gamalla húsa á Laugarvegi. Nú er mikil umræða út af því að  borgarráð hefur samþykkt niðurrif á húsum á Laugavegi 4 og 6. Íslendingar eru duglegir að afmá söguna og erfiðlega gengur að halda í 19. aldar götumynd Laugavegs. Þegar við ferðumst til annara landa förum við til að skoða gamlar glæsilegar byggingar með mikla sögu. Í nokkrum löndum er hægt að sjá heilu borgirnar, 500 ára byggingarsögu.

Á Tenerife er fyrrum höfuðborg eyjarinnar San Cristóbal de la Laguna. Borgin komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 1999.  Árið 1497 stofnaði Alonso Fernández de Lugo borgina við lón uppi í dal í 550 metra hæð. La Laguna var höfuðborg til 1723 en þá fluttist stjórnsýslan til hafnarborgarinnar Santa Cruz. Nú er borgin biskupssetur og háskólabær með 30.000 stúdenta.   

Það var einkennileg tilfinning að vera í miðbænum í la Laguna á heitum júlídegi um síestuna. Mér leið eins og ég væri statisti í S-Amerískri bíómynd. En la Laguna var notuð sem módel af Kólumbusi fyrir margar  borgir í Ameríku. Borgin var skipulögð frá byrjun og takmarkaðist ekki af víggirtum veggjum.  La Laguna hefur varðveist vel og er miðbærinn upprunalegur. Borgin skiptist í tvo kjarna. Upprunalega óskipulagða Efra þorp og Neðra þorp en það var skipulagt frá grunni og byggðist upp á 16 til 18. öld. Það hafði breiðar götur og opin svæði með nokkrum glæsilegum kirkjum einnig byggingar fyrir almenning, sjúkrahús, skóla og stjórnsýslu. Síðan komu íbúðarhús þar á milli.

París byggðist óskipulega upp. Byggingar frá þessum tíma eru ekki til í menningarborginni. Stjórnvöld á Tenerife eru meðvituð um þarfir ferðamanna og hafa sóst eftir að fá útnefningu heimsminjaskrár UNESCO. Þau líta á útnefninguna sem tákn "emblem" sem gerir eyjuna sögulegri í hugum ferðmanna. Þeir vita að því verður ekki bjargað sem búið er að farga.

Hér er umsögn heimsminjanefndar UNESCO 1999.

"San Cristóbal de la Laguna was the first non-fortified Spanish colonial town, and its layout provided the model for many colonial towns in the Americas." 

Íslendingar þurfa að vera íhaldsamir á byggingasögu sína og halda í 19. aldar götumynd Laugarvegsins. Við hljótum að geta það fyrst aðrar borgir geta haldið í 15. aldar borgarmynd. Ferðamenn hafa mikinn áhuga á  húsum með menningarsögulegt gildi sem birtir okkur sögu íslenskrar byggingalistar á ýmsum tímaskeiðum.

Það var eins gott fyrir íbúa La Laguna að Vilhjálmur Vilhjálmsson var ekki borgarstjóri þar. Hann hefði  rifið niður miðbæinn til að þóknast öflugum byggingarfyrirtækjum. 

Heimildir: 

Vefur heimsminjaskrár UNESCO

 LaLagunaGongugata

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Herradores göngugötunnu um miðja síestuna. Allt lokað, aðeins barir og voru karlmenn í meirihluta. Nokkrar íbúðir eru með svölum.

 

LaLagunaLaConcepción

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir framan La Concepción (1502). Kirkjan í Efra þorpinu og var íbúum sem mest voru hermenn leyft að byggja eftir eingin smekk. Það mynduðust oft umferðahnútar í borginni og voru Spánverjar duglegir að taka flautukonsert.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 284
  • Frá upphafi: 236742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 234
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband