Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Górillur drepnar af tómri mannvonsku

Í Morgunblaðinu í dag er frétt um dráp á grórillum í útrýmingarhættu sem vekja óhug. Fyrirsögnin er "Drepin af tómri mannvonsku"

Í fréttinni er greint frá drápi á fjórum fjallagrórillum í Kongó. Þær voru skotnar í hnakkann. Aftaka, hótun til þjóðgarðsvarða en 150 verðir liggja í valnum. Áætlað er að um 700 fjallagróillur séu til í heiminum. Þar af eru 380 í Virunga þjóðgarðinum í Kongó.

"Hvers konar maður getur gert þetta?" hrópaði einn þjóðgarðsvarðanna sem komu að hræjunum. Hann svaraði síðan spurningunni sjálfur. "Engin skepna myndi gera þetta."

Fyrir stuttu var ég staddur í Loro Parque dýragarðinum en þar voru sjö karl górillur til sýnis. Þegar maður sá þessi mögnuðu dýr bakvið gler tengdist maður þeim tilfinningaböndum. Enda er munurinn á DNA genamengi manna og górillna aðeins 1,6%. Því stuðaði þessi frétt mig. Við mennirnir megum ekki þurrka þessi merkilegu dýr út.

En hvernig dettur fólki svona í hug? Eru það bara illa uppaldir veiðiþjófar sem hafa þessar hugmyndir? Nei, svo er ekki. Rifjast upp fyrir mér grein sem alþingismaðurinn Bjarni Harðar skrifaði í Morgunblaðið til að halda hvölum í skefjum. Sumar hvalategundir eru skilgreindar í útrýmingarhættu eins og górillurnar. Það sem Bjarni stingur uppá í grein frá 13. júlí "Kjarkleysi í kvótamálum" og stígur á strik:

"Vandræðalegast hefði ef til vill verið ef rétt er að ekki megi finna markaði fyrir hvalinn, en þá mætti vel ræða þá hugmynd að drepa skepnur þessar á afmörkuðum svæðum án þess að flytja skrokka þeirra í land."

Er þetta ekki nákvæmlega það sama og veiðiþjófarnir í Kongó er að gera? Svona gera skepnur ekki!

 Gorilla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Górilla í Loro Parque (páfagaukagarðingum) bakvið öryggisgler. Skömmu síðar sneri hún silfruðu baki í mannfjöldann og klóraði sér. Vakti atferli mannapana mikla hrifningu. Í þessum dýragarði á Tenerife eru margar dýrategndir sem eru útrýmingarhættu. 


32 jarðgöng árið 2011

Trúi ekki að Geir fari í þessa fjögurra ára löngu sjóferð með svo fámenna áhöfn. Nú verða þingmennirnir öflugir og til að koma mikilvægu máli í gegn þarf að lofa viðkomandi þingmanni jargöngum. 

Þegar kjörtímabilinu lýkur sitjum við uppi með 32 göng í stað 3 til fjögurra. Landið okkur verður eins og Svissneskur ostur. Ekki það að ég sé á móti jarðgöngum en þetta verður of stór biti.

Einhvern veginn dúkkar nafnið Stefán Valgeirsson upp í kollinum á mér þegar þessi umræða kemur upp. Hann varði ein stjórn falli og átti ávallt síðasta orðið. En það er talin slakasta rískisstjórn sögunnar. 


mbl.is Verið að skoða ýmis mál varðandi hugsanlegt samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óréttlátt úthlutunarkerfi - misvægi atkvæða

Það þarf að endurhanna úthlutunarkerfið. Fiskveiðstjórnunarkerfið er óréttlátt en úthlutun þingsæta er jafnvel óréttátara.

Kíkjum á atkvæði bakvið hvern þingmann.

xF  = 3.308 atkv. bakvið hvern þingmann
xB  = 3.050

xV =  2.904

xS =  2.707
xD =  2.670
xI  með 5.953 atkv. og engan mann.

Hér er vitlaust gefið. Arfavitlaus kjördæmakerfi.

Stjórnin með:  88.098

Andstaðan með: 88.111

Andstaða + xI: 94.064

Þetta minnir á úrslitin Gore gegn Bush í forsetakosningum í USA. Erum við á sama plani? 

Urslit2007


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvönduð könnun

Þetta er hrikalega óvönduð könnun hjá Blaðinu. Það liggja engin vísindi á bakvið niðurstöðuna. Þetta er froða.  Vísindin efla alla dáð!

Sigurður Kári spilar með, það er lýsir ekki mikilli ábyrgð.

Í álverskosningu í Hafnarfirði var blaðið með tvær kannanir og þar var mælingin kolröng. Þeir mældu JÁ menn með yfirhöndina. En annað kom á daginn.

Þegar maður sér svona niðurstöðu, þá vakna spurningar um hvort við eigum ekki að fara að dæmi Frakka og banna skoðanakannanir viku eða tíu dögum fyrir kosningar. þarna er greinilega verið að spila með fólk.

Kjósum grænt, ekki grátt!


mbl.is Ríkisstjórnin héldi velli skv. könnun Blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 29
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 312
  • Frá upphafi: 236770

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 240
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband