Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Davíð til Vanúatú

Á Borgarafundinum í Háskólabíó sl. mánudag fór breski hagfræðingurinn Robert Wade á kostum. Hann flutti mjög áhugavert erindi, kom með óhuggulega spá um aðra kreppu í vor, og var með lausnir.  Hann skaut ýmsum fróðleik á milli skrifaðs texta í ræðunni og nefndi góð dæmi. Eitt dæmið hreif fundarmenn alla svo vel að þeir risu upp úr sætum sínum og klöppuðu af hrifningu. Þá var hann að fjalla um seðlabankastjóra núverandi og hvar hann væri best niðurkominn. Tillaga Wade var sú að gera hann að sendiherra á eyjunni Vanúatu.

En er þessi eyja til og hvar er hún?

Flag of VanatuVanúatú er 1,750 km norðaustan við Ástralínu, í suður-kyrrahafi. Vanúatú hlaut sjálfstæði og varð lýðveldi árið 1980. Það samanstendur af 80 eyjum, sem áður hétu Nýju Hebrídeyjar, og tilheyrðu áður Bretlandi og Frakklandi. Búið er á 65 þessara eyja. Íbúafjöldi er liðlega 215 þúsund. Höfuðborgin heitir Port-Vila.

Tveir þriðju íbúa Vanúatú lifa af kotbúskap en fiskveiðar, ferðaþjónusta og erlend bankaþjónusta eru vaxandi gjaldeyrislind.

Geir Haarde, í fjarverðu Davíðs utanríkisráðherra skrifaði undir yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands fyrir Íslands í september 2004. Þeir félagar eiga því að þekkja vel til eyjarinnar.

Vanúatú og Ísland eiga margt sameiginlegt. Því ætti Davíð að getað fundið sig vel á kyrrahafseyjunni.

Heimildir:

http://en.wikipedia.org/wiki/Vanuatu

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/2369


Svona gerast kaupin á Hesteyrinni!

Vona ég að rannsóknablaðamenn fjalli um Eignarhaldsfélagið Hesteyri ehf  og gefi lesendum sínum nánari upplýsingar um þetta athyglisverða félag en það hefur tölt mjög hljóðlega um markaðinn.  

Eindarhaldsfélagið Hesteyri var stofnað árið 1989 og var tilgangur félagsins þá: Leiga atvinnuhúsnæðis. Síðan hefur verið mörkuð ný stefna eftir 21. nóvember 2002 og félagið komið í rekstur og starfsemi eignarhaldsfélaga. Hættir í leiguharkinu.

Í Frjálsri verslun um haustið 2002 er athyglisverð úttekt á Hesteyri og ber greinin nafnið: “Hófadynur Hesteyrar”.   En þar er flóknum kapli eiganda lýst. Var eignarhaldsfélagið Hesteyri ehf, lykilfélag í kaupum S-hópsins á Búnaðarbanka Íslands.   Komu þar við sögu félög sem heita Ker, S-hópur, Straumur, Norvik (móðurfélag BYKO), VÍS  og auk Hesteyrar sem flækja svo málið í valdabaráttu milli tveggja Framsóknarkónga,  Þórólfs Gíslasonar og Ólafs Ólafssonar.

Í lok greinarinnar í Frjáls verslun stendur:

“Það verður að að segjast eins og er að þetta er ein mesta leikflétta í íslenskum viðskiptum í áraraðir og verðskuldar Þórólfur Gíslason sannarlega athygli fyrir vikið. Gleymum ekki þætti
Hornfirðingana í þessu máli, þeir eiga Hesteyri með Skagfirðingum.” 


mbl.is Ekkert jafnræði hluthafa VÍS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafið að ofþennslunni

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kvað upp þann dóm að upphafið af ofþenslunni megi rekja til Kárahnjúkavirkjunar. Loksins, loksins fékkst það staðfest. Hins vegar voru margir búnir að vara við þessari leið. Ekki var hlustað á þær raddir. Stóriðjuflokkarnir tveir réðu. Við kusum þetta yfir okkur. Það er annars merkilegt að fólk skuli ekki læra af reynslunni. Enn eru til þingmenn sem vilja planta álverum um allt land og stækka þau sem fyrir eru. Næsta kreppa sem við Íslendingar fáum í hausinn þegar við verðum búin að hrista af okkur bankakreppuna verður álkreppa. Það borgar sig ekki að hafa öll áleggin í sömu körfu.

Í Fréttablaðinu í gær stendur:  "Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland."

Þar segir: "Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum."

Við hefðu betur hlustað á náttúruna og tekið mark á boðskapnum sem var við Rauðuflúð við Jöklu í júlí 2005.  Ekki virkja, stóð þar stórum steinstöfum. Nú er þetta svæði komið undir kalt jökulvatn. 

 

Ekki virkja


Pólitískur áttaviti

Nelson Mandela og Gandhi hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Fyrir nokkru fékk ég sendan tengil þar sem hægt væri að taka próf í því hvar maður væri staddur í pólitík.  Ég tók prófið, á politicalcompass.org/test. Niðurstaðan var sú að ég lenti stutt frá Gandhi.

Kompas

 


Landsgrannskoðanin

Eftir skelfilegar ófarir okkar í bankamálum, þá þurfum við erlenda aðstoð við að rannsaka málið og gera upp sakir. Ég mæli með þessari stofnun, ríkisendurskoðun í Fræreyum.  Landsgrannskoðanin heitir hún og er ekki hægt að finna traustara nafn. Það verður allt grandskoðað. 

Hún er skemmtilg færeyskan!


Kvótakerfið varðaði veginn inn í sjálftökusamfélagið

"Kvótakerfið varðaði veginn inn í sjálftökusamfélagið",  mælti prófessor Þorvaldur Gylfason á Borgarfundi í troðfullu Háskólabíó í kvöld.  Þarna var ég hjartanlega sammála honum.  Ég hef varað sveitunga mína við þessari ófreskju. Afleiðingarnar eru að koma í ljós. Verst að þessi ófreskja er ættuð úr Hornafirði, komin undan Halldóri Ásgrímssyni.

Það var frábær stemming í Háskólabíó í kvöld. Hún minnti mig á góða kvöldstund á sama stað með Tarantinó fyrir þrem árum en þá horfði ég á þrjár Kung-Fu kvikmyndir með  meistaranum í smekkfullum sal og fólk tók vel undir.

Fyrst flutti Þorvaldur Gylfason áhrifamikla ræðu og tóku fundarmenn vel undir. Klöppuðu vel á milli kjarnyrtra setninga. Hápunkturinn var þegar hann sagði: "Bankastjórnin verður að víkja án frekari tafar”, þá ætlaði þakið að rifna af traustbyggðu bíóhúsinu.   Snillingur hann Þorvaldur.

Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur kom með flotta myndlíkingu um eldhúsverkin. Byggði á henni út ræðuna og kjarninn í hennar flutningi var að kjósa strax.

Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóri kom frá Akureyri og tók verðtrygginguna í bakaríið. Ég kaupi öll hans rök. Burt með verðtrygginguna.

Senuþjófurinn, Margrét Pétursdóttir, verkakona flutti glæsilegt ávarp. Hún talaði í slagorðum sem virkuðu vel. Hápunkturinn var þegar hún bað fólk um að standa upp úr sætum sínum. Allir fundarmenn stóðu upp, þó ekki allir í ríkisstjórninni. Síðan mælti hún frábær orð.  Eitthvað á þá leið að það væri ekki minna mál að standa upp úr stólum sínum.  Frábært og eftirminnilegt og áhrifaríkt fundarbragð.

Síðan var farið í spurningar og komu margar góðar spurningar fram hjá reiðum almenning. Ég var farinn að sárvorkenna ríkisstjórninni. Hún fékk það óþvegið. 28 þingmenn mættu til leiks og 8 ráðherrar.

Maður er nefndur Einar Már Guðmundsson. Hann kom upp á milli spurninga og þvílík ræða. Hún verður eflaust lesin árið 2100 og árið 3000.

Ég varð fyrir mestum vonbrigðum með Ingibjörg Sólrúnu. Hún var hrokafull. Hún vildi meina að þessir tvöþúsund manns sem mættu endurspegluðu ekki þjóðina. Það er ekki rétt, ef hún hefði lesið Fréttablaðið um helgina, þá vilja 70% þjóðarinnar ekki ríkisstjórnina. 


WHERE IN THE WORLD IS OSAMA BIN LADEN? ***

Fór í kvöld, svona rétt fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum, á heimildarmyndina
"Where in the world is Osama Bin Laden?", eftir hamborgaraætuna Morgan Spurlock.

Það var áhugavert ferðalag sem okkur var boðið upp í um múslimalöndin Egyptaland, Marokkó, Jórdaníu, Palestínu, Ísrael, Saudi-Arabíu, Afganistan og Pakistan.  Fólk var tekið tali í öllum löndum og spurt um hryðjuverkastríðið hvar OBL héldi sig. Fæstir vissu svarið. Flestum var illa við hann.  Niðurstaða myndarinnar var sú að þótt hann næðist breyttist ástandið ekkert. Viðmælendur voru á því að það væri margt gott fólk í Bandaríkjunum en þeir hefðu yfir sér hræðilega ríkisstjórn með skelfilega utanríkisstefnu.  Vonandi verða breytingar á morgun.

Áhrifaríkasta  senan var þó við aðskilnaðarmúrinn í Palestínu.  Þar stóð málað með rauðum stöfum á vegginn, "I'am not a terrorist", en allt í einu áttaði ég mig á því að við Íslendingar erum skilgreindir hryðjuverkamenn.

Spurlock er hress náungi og fléttar ferðalag sitt skemmtilega saman við meðgöngu frumburðar síns og fáum en hann er að reyna að búa til betri heim fyrir hann. Niðurstaðan er sú að allir eru að berjast fyrir því sama, bjartari framtíð fyrir börnin sín. Koma þeim til mennta svo þau eigi von. Engu máli skiptir hvort foreldrar búi í Bandaríkjunum eða Afganistan.


Látið Mandela lausan!

Þessi frétt birtist árið 1980 í Johannesburg Sunday Post.  Þar var ávarp, sem fólk gat skrifað undir og beðið um að Mandela og samfangar yrðu látnir lausir.

"Hugmyndin var runnin frá Oliver Tambo og ANC í Lúsaka og áróðursherferð blaðsins var hyrningarsteinn nýrrar áætlunar um að vekja athygli á málstað okkar. ANC hafði ákveðið að persónugera baráttuna fyrir því að við yrðum látnir lausir með því að  beina áróðrinum að einum manni."

Þannig lýsir Nelson  Mandela nýrri tækni til að ná athygli heimsins í sjálfsævisögu sinni. Persónugera aðskilnaðarstefnuna í einum manni. Saga hans og þjáningar hans snertu meira við fólki heldur en saga heildarinnar.

Mér kemur þessi saga Mandela oft í huga þegar stjórnmálamenn eru að tala um að það eigi ekki að persónugera bankakreppuna sem ný geysir hér á landi.  Þeir eru eflaust hræddir við almenningsálitið.


Bilderberg hópurinn

Heyrði athyglisverða kenningu í dag. Ég var spurður hvort ég teldi að Bilderberg hópurinn stæði á bak við bankakreppuna.  Ég taldi svo ekki vera. Hún væri Alan Greenspan fv. seðlabankastjóra Bandaríkjanna að kenna.   Það spurði viðmælandi mig hvort Bilderberg hópurinn stæði ekki á bak við Alan Greenspan?  Ég fór að pæla.


Hópurinn kom fyrst saman í Oosterbeek í Hollandi árið 1954 að frumkvæði Pólverjans Joseph Retinger og Bernhards Hollandsprins.

Kveikjan að hugmyndinni voru áhyggjur Retingers af aukinni andúð íbúa Vestur-Evrópu í garð Bandaríkjamanna og var yfirlýstur tilgangur hópsins að auka skilning milli Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku með óformlegum viðræðum milli helstu valdamanna landanna á flestum sviðum þjóðfélagsins. Með árunum hefur áhrifasvið hópsins þó teygt anga sína víðar, og meðal annars er stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak af mörgum talinn eiga rætur sínar að rekja til þeirra Bilderberg-manna.

Dulúðlegu fundirnir, sem að jafnaði eru haldnir árlega, fara fram víðs vegar í Evrópu og Norður-Ameríku og þá dugar ekkert minna en fimm stjörnu hótel undir öll fyrirmennin og herlegheitin.

Þrír Íslendingar eru í hópnum. Davíð Oddson, Geir Hallgrímsson og Björn Bjarnason. Jón Sigurðsson hefur einnig mætt á fund.

Heimildir:

http://en.wikipedia.org/wiki/Bilderberg_Group

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=10356

http://www.vald.org


Perú og IMF

Árið 1992 var ég ásamt þrem félögum að ráðgera ferð til S-Ameríku. Þetta var engin helgarferð. Hálft ár var ráðgert í ferðalagið.  Einn ferðafélaginn var ættaður frá Kólumbíu en restin var af íslensku bergi brotin.  Ráðgert var að heimsækja öll lönd álfunnar nema Perú. Þar var ástandið hörmulegt. Boðskapurinn fyrir að heimsækja Perú var sá. Þú verður örugglega rændur og líklega drepinn.  Ástæðan var sú að Perú hafði neitað að greiða skuldir sínar til IMF nokkru áður. IMF og alþjóðasamfélagið skrúfaði fyrir öll viðskipti við landið og gífurleg fátækt varð niðurstaðan.

Tuttugu og tveim árum síðar  ákvað seðlabankastjóri einn á Norðurlöndum að gera það sama og forseti Perú, Alan Garcia Perez. Hann sagði opinberlega að þjóðin myndi ekki greiða meintar skuldir sínar erlendis. Alþjóðasamfélagið fyrsti Norðurlandaþjóðina fyrir vikið. Aldrei geta menn lært af sögunni. 

Af ævintýraferðinni varð. Ég datt úr skaftinu í Evrópu en hin þrjú héldu við upphaflega áætlun. Heimsóttu öll lönd Rómönsku Ameríku nema Perú. Þau komu öll heil heim og sluppu við rupl. Ég sé enn eftir því að hafa ekki tekið þessari áskorun og ferðast eins og læknanemarnir Ernesto Guevara de la Serna og Alberto Grando um álfuna. Drekka í mig sögu og menningu þjóðanna.

Nú er ég að lesa bókina um Che og sé enn meira eftir því að hafa ekki svalað ævintýraþorstanum.  Ég er að undirbúa mig undir baráttu fyrir hið Nýja Ísland. Bókin um Che er góð lesning. Ég mun fjalla um hana síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 23
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 299
  • Frá upphafi: 236732

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 242
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband