Fjallganga frá Suður-Týrol til Laugavegs

Eftir að hafa gengið með Villiöndunum í Dólómítunum urðum við að ganga helsta djásnið á Íslandi, Laugaveginn til að fá samanburð.
 
Niðurstaðan er sú að báðar gönguleiðir eru ægifagrar enda önnur á Heimsminjaskrá UNESCO og hin á skilið að vera þar. Tindótt fjöllin og skörðótt efst með djúpa skógi vaxna dali í Dólómítunum eru í öðru veldi en Laugavegurinn liggur um óviðjafnanlega fagurt landslag, hefur fjölbreytnina þar sem öllum svipsterkustu og glæsilegustu þáttum íslenskrar náttúru er brugðið saman í eina öfluga heild. Nýtt landslag eða sviðmyndir á bakvið hverja hæð. Týról vann þó fjallaskálakeppnina enda í heimsklassa þar.
 
Litadýrð tignarlegra fjalla, rjúkandi leirhverir, öskrandi gufuhverir, soðpönnur, fagurgrænn mosi, sægræn fjallavötn, heitar laugar, íshellar, jöklar og eyðisandar. Allt þetta blasti við augum Villiandanna sem lögðu leið sína um Laugaveginn.
 
Mikil upplifun í ekta íslensku veðri sem breyttist á fimmtá mínútna fresti, að ganga yfir óbrúaðar ár, finna sterka ammoníakslykt á kömrum og upplifa stemmingu í fjallaskálum með öðru göngufólki en 90% fjöldans eru uppnumdir erlendir göngumenn. Sjá ósnert víðerni, þar eru mikil verðmæti.
 
Á heimleiðinni sáum við krafta Krossár en hún tók glænýjan Land Rover Defender með fimm erlendum ferðamönnum. Sem betur fer fór sluppu þeir vel frá hrömmum jökulárinnar.
 
Við snertum landið og landið snertir okkur. Litlu tærnar á fótunum eru lúnar eftir nudd fjallgöngunnar en það lagast.
 
LM
Tveir þjarkar úr Villiöndunum við Brennisteinsöldu. Áhugavert að sjá fjöllin tvö speglast í hvort öðru.
 
Heimild
Gönguleiðir, Landmannalaugar - Þórsmörk, Páll Ásgeir Ásgeirsson. 1994.

Stríð og Rauði krossinn

Það var áhrifaríkt að sjá hauskúpurnar 2.500 og bein í San Martino beinakapellunni. Þarna eru bein hermannanna sem létu lífið í blóðugu orrustunni við Solferno 24. júní 1859.
Brotin hauskúpa eftir byssukúlu vakti hughrif um unga menn sem áttu drauma en enduðu sem safngripur. Virðing fyrir lífum kom upp í hugann. Stríð í Evrópu. Hefur mannkyninu ekkert farið fram?


Stríðið leiddi til þess að Ítalía sameinaðist í eitt ríki 1861, Rauð krossinn var stofnaður 1863 og Genfarsáttmálinn 1864.


Maður hugsaði til hræðilegs stríðs í Úkraínu og tilgangsleysi mannfórna þar fyrir einhvern hégóma.

"Make Love, Not War" eftir John Lennon og Friðarsúlan hjá Yoko er fallegri boðskapur.

Sagan á bakvið stofnun Rauð krossinn er áhrifarík. Hinn vellauðugi Genfarkaupmaður Jean Henri Dunant ætlaði að ná fundi við Napóleon III, Frakkakeisara. Erindi hans var að fá heimild hjá keisaranum til þess að byggja kornmyllur í Alsír. En í þessu stríði tóku þjóðhöfðingjar sjálfir þátt í stríðnu. Frakkar með Napoleon III og Victor Emanuel III með Sardínu-Piedmont herinn gegn Austurríkis-Ungverjalands mönnum leiddir áfram af keisaranum Francis Joseph.

Rauði krossinn

Henri Dunant kom að blóðvellinum kvöldið eftir hina miklu orrustu við Solferini, þar sem 300 þúsund hermenn höfðu háð grimmilega orrustu og um 40 þúsund manns lágu í valnum. Svona var þá styrjöld! Henri Dunant varð skelfingu lostinn. Í fyrstu vissi hann varla hvert halda skyldi. Hvarvetna ómuðu angistaróp og stunur særðra og deyjandi manna. Dunant gleymir öllu um tilgang ferðarinnar.

Hann fer þegar að líkna særðum og þjáðum með aðstoð sjálfboðaliða og liðsinnir Austurríkismönnum, Frökkum og Ítölum á þrem dögum og gerir ekki upp á milli vina og óvina, - þegar haft er orð á því við hann er svarið: "Við erum allir bræður"

Þessi dagur varð honum örlagaríkur um alla framtíð. Þegar hann kom heim til Genfar tók hann að starfa af kappi fyrir glæsilega, fagra hugsjón: Stofnun alþjóðlegs félagsskapar til hjálpar særðum hermönnum. Henri gaf út bók "Endurminningar frá Solferino". Úr þessu spratt Rauði krossinn og Genfarsáttmálinn.

Genfarsáttmáinn hefur verið margbrotinn í stríði Rússa við Úkraínu og óhuggulegt að heyra fréttir. Nú síðast af árás á fangelsi þar sem stríðsfangar voru í haldi. En Rauði krossinn hefur unnið þarft verk í heimsmálum, ekki bara á stríðstímum.

Jean Henri Dunant varð fyrstur að fá friðarverðlaun Nóbels 1901 ásamt Frakkanum Frédéric Passy.

Safn sem geymir hergögn frá stríðinu er í San Martino og hægt að ganga upp í 64 metra turn og sjá yfir svæðið þar sem hildarleikurinn var háður. Frábært útsýni yfir vel ræktað land, mest vínekrur og í norðri sér til Gardavatns.

Beinakirkjan

Afleiðing stríðs. Áhrifarík sýn.

Heimildir

Morgunblaðið - Solferino 1859 og stofnun Rauða krossins
Rauði krossinn - Henri Dunant (1828-1910)  

 


Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Ágúst 2022
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 226520

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband