10.9.2008 | 22:52
Vandamál að komast inn á völlinn
Ég var að hrósa miðasölukerfi KSÍ í gær. Það brást hins vegar í kvöld, rétt eins og íslenska landsliðið. Þegar komið var að aðal dyrunum, Vestur inngangi, beið okkar heljar biðröð. Náði hún langt frá vellinum. Tuttugu mínútur í leik. Ég sem ætlaði að slappa af og hlusta á þjóðsöngin. Í 25 mínútur héngum við í röðinni sem silaðist áfram hægar en brekkusnigill. Orsökin var bilun í miðaskannarum og öryggisgæsla. Var stikamerkið rifið af miðanum. Þegar inn var komið, voru 7 mínútur liðnar af leiknum. Ótrúlega léleg þjónusta. Þá hófst leitin að sætunum. Eftir að hafa spurt nokkra vísbendingaspurninga fundust sætin þrjú. Það hefði nú mátt merkja hólfin betur. Það kunna Tjallarnir. Í hamagangnum missti ég af því að eignast leikskrá og gekk illa að þekkja suma íslensku leikmennina.
Ísland átti nokkur ágæt færi sem ekki nýttust. Skyndilega kom skoskt mark upp úr hornspyrnu. Tók þá Tartan Army vel við sér. Einn ungur Skoti sat einmanna stutt frá okkur og hafði hægt um sig. En nokkrir spiluðu á sekkjapípur og var það flottur hljómur.
Ekki höfðu Íslendingar trú á að Kjartan markvörður myndi verja vítið, þrír hvítklæddir Skotar voru komnir inn í teiginn. Það var óheppilegt. Staðan orðin 0-2.
Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson átti fínan leik á vinstri og gaman að fylgjast með honum í síðari hálfleik. Íslenska liðið spilaði ágætlega, en nýttu ekki færin.
Dómarinn belgíski var dapur og fékk oft rauða spjaldið frá áhorfendum. Hann átti það skilið. Stoppaði flæðið í leiknum.
Eftir þetta tap, er orðið erfitt að komast til S-Afríku og vinna Heimsmeistaratitilinn!
![]() |
Skotar unnu nauman sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2008 | 20:37
Sigrum Skota
Er bjartsýnn fyrir heimsmeistaraleikinn við Skota á morgun í Laugardalnum. Handboltastelpan hún Særún og fótboltastrákurinn hann Ari verða með mér á leiknum. Það verður upplifun fyrir þau að sjá Skotana í Tartan Army en þeir eru hressir stuðningsmenn og syngja allan leikinn. Vonandi verða þeir með sekkjapípur. Það er alltaf svo vinalegt að heyra í þeim.
Þótt skoska knattspyrnulandsliðið sé það fyrsta eða elsta í heiminum ásamt því enska (síðan 1872), þá hefur hefur gengið illa að ala upp góða knattspyrnumenn í Skotlandi síðustu ár. Þeir hafa verið vandfundir. Ekki hefur tekist að ala upp hæfileikamenn eins og Kenny Dalglish, Graham Souness, Bob Wilson og Denis Law. Flestir leikmenn Skotlands leika með Rangers og Celtic.
Fyrir 10 árum komust Skotar í úrlsitakeppni HM í Frakklandi og spiluðu þrjá leiki en komust ekki lengra áfram með eitt stig. Þeir þekkja því tilfinninguna á því að komast í úrslitakeppni HM.
Ég er bjartsýnn á leikinn í úrkomunni á morgun. Reikna með 1-0 sigri og setjum markið á Eið Smára.
Ég verð að hrósa KSÍ fyrir góðan miðasöluvef. En hann nýtir kerfi midi.is. Það var einfalt að kaupa miða á leikinn og á morgun mætir maður útprentuð blöð sem verða skönnuð við innganginn.
Við verðum í sætum A1, 2 og 3. Alveg fremst. A fyrir Ara og Arsenal. Það eru þrjú sæti óseld kl. 20.35
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2008 | 23:22
Sveitabrúðkaup ****
Gamanmyndin eða farsinn Sveitabrúðkaup segir frá brúðkaupi sem borgarbörn ákveða að halda í afskekktri sveitakirkju. Myndin er vegamynd og segir frá ferðalagi í tveim rútum á kirkjustað hjá "vondu fólki" á Snæfellsnesi. Ferðin tekur lengri tíma en áætlað var og á leiðinni koma fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið. Tími uppgjöranna.
Leikararnir eru flestir úr Vesturport leikhópum og er spunaaðferðin notuð. Mörg samtölin eru feikna góð og vel gerð. Herdís Þorvaldsdóttir, leikur ömmu eins brúðkaupsgestsins. Hún fer á kostum sem gömul kona með alzheimer en endar í lokin sem eðlilegasta persóna myndarinnar. Árni Gautur Guðjónsson er meiriháttar í hlutverki homma og kærasti hans, leikinn af Víkingi Kristjánssyni er stórgóður, senuþjófur myndarinnar.
Fín skemmtun og greinilegt að leikhópurinn hefur haft gaman að verkefninu. En það virðist endalaust vera hægt að fjalla um brúðkaup og ferðina að altarinu frá ýmsum spaugilegum hliðum.
5.9.2008 | 21:05
Chrome - nýr vafrari frá Google

Hægt er að sækja tilraunáútgáfu af Chrome fyrir Windows Vista/XP SP2 á vef Google, http://www.google.com/chrome
Google er heimsveldi í netheimum. Þeir haf lifibrauð sitt af auglýsingum. Viðskiptahugmynd fyrirtækisins byggir á því að hafa góð samskipti við auglýsendurl. Margir hafa horn í síðu þeirra fyrir vikið. Google geymir upplýsingar um leit og hvaðan tengst var í mörg ár og vinnur upplýsingar fyrir markaðinn. Með Chrome, getur Google fylgst með hverri aðgerð notanda í netheimum. EULAN eða notendaskilmálar orka einnig tvímælis. Því taka margir þessari samkeppni við Microsoft og FireFox hikandi vegna persónuverndarsjónarmiða.
Pælið í þessu áður en þið hlaðið niður Chrome.
![]() |
Skilmálum Chrome breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2008 | 18:50
Beztu smásalarnir að mati Decanter
Á vef Decanter.com eru tilnefningar yfir bestu smásalana í léttvínsgeiranum.
Verðlaun verða veitt í mörgum flokkum. Meðal annars stórmarkaður ársins, vínkeðjur, smásalar ofl.
Ég birti hér lista yfir bestu léttvíns netverslanir ársins.
Léttvíns netverzlun ársins
Berry Bros - www.bbr.com
The Wine Society - www.thewinesociety.com
From Vineyards Direct - www.fromvineyardsdirect.com
South Africa Wines Online - www.sawinesonline.co.uk
Cadman Fine Wines - www.cadmanfinewines.co.uk
Swig - www.swig.co.uk
Averys - www.averys.com
Gjörið svo vel og berið saman úrvalið við vinbud.is.....
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 20:49
HK ætlar að spila með þeim bestu
Það var auðséð á leiknum í kvöld á móti Þrótti að HK ætlar að spila með þeim beztu á næstu leiktíð. Ég var meðal 1.073 áhorfenda á leiknum. Eitt prómill maður. Ari litli strákurinn minn og HK-maður var með mér. Stórsigur, sá stærsti í efstu deild staðreynd og markatalan orðin samkeppnishæf við næstu lið í deildinni.
HK fékk óskabyrjun í leiknum. Almir Cosic skorað strax eftir þriggja mínútna leik úr aukaspyrnu. Þeir hafa æft föstu leikatriðin vel á æfingum. Sinisa Valdimar Kekic var duglegur að mata sóknar- og vængmenn HK með góðum sendingum. Hann gefur liðinu nýja vídd. Heldur boltanum vel og byggir upp. Ég ráðlagði Ara litla, að fylgjast og læra af honum. Hann gerði það allan leikinn. Minntu sendingar hans á Dennis Bergkamp eða Kanu.
Vörnin hefur verið þétt í síðustu leikjum og er slóveninn Erdzan Beciri öflugur í hjarta varnarinnar. Á bak við þá er frábær markvörður, Gunnleifur Gunnleifsson, sem á að vera markvörður númer eitt hjá Íslenska landsliðinu. Hann varði nokkrum sinnum frábærlega í leiknum og er öryggið uppmálað. Finnur Ólafsson er drjúgur á miðjunni fyrir framan vörnina.
Annað markið kom eftir hraða sókn leik Hörður Magnússon á markvörð Þróttar. Þriðja markið var eins og það fyrsta, úr aukaspyrnu við vítateigslínu. Skoraði Rúnar Már Sigurjónsson það æfða mark. Í blálokin skoraði hinn knái Aaron Palomares mark eftir hraða sókn. Það var líkt öðru markinu.
Tvær skiptingar voru gerðar í fyrri hálfleik vegna slasaðra leikmanna. Markaskorarinn Almir Cosic og Finnbogi Llorens urðu fyrir hnjaski. Vonandi eru meiðsl þeirra ekki alvarleg fyrir mikilvæga leiki framundan. Það eru tólf stig eftir í pottinum og eitt stig í Fylki og fjögur í Þrótt.
13. sept. KR - HK
18. sept. HK - Grindavík
21. sept. Fjölnir - HK
27. sept. HK - Breiðablik
![]() |
Þriðji sigur HK í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2008 | 13:11
Internet Explorer 8
Hraðari, öruggari og auðveldari eru einkunarorð Beta útgáfunnar af Internet Explorer 8.
Ég velti í nokkur tíma fyrir mér hvort ég ætti að setja upp nýju Beta útgáfuna af Internet Explorer 8 upp á tölvunni heima hjá mér. Í gegnum tíðina hafa komið upp stór vandamál varðandi Microsoft Internet Explorer. Ég tók áhættuna á kostnað forvitninnar.
Eftir að hafa sótt útgáfuna og ýtt þrisvar á Download takka til að nálgast hugbúnaðinn þá þurfti að endurræsa tölvuna. Allt tók þetta sinn tíma. Síðan komu nokkrar spurningar sem svara þurfti samviskusamlega. Þoli þær stundum ekki.
Útlitið heldur sér, það er því ekki bylting á viðmótinu sem er jákvætt. Ég er íhaldssamur og finn yfirleitt ekki neitt í fyrstu atrennu í nýju viðmóti.
Við fyrstu kynni má greina sneggri svartíma, þannig að IE menn hafa fundið leiðir til að minnka svartíma og eflaust leyst nokkur vandamál í leiðinni.
InPrivate Browsing er ný öryggislausn hjá IE. Ef valið er að skoða vefsíður í InPrivate, þá geymir hann ekki gögn um hvað var vafrað. Þ.e. kökur, vinnuskrár, annálar og önnur gögn. Á móti kemur að sumar vefsíður verða ekki aðgengilegar. Það er á kostnað öryggisins.
Nýjum viðbótum er haganlega fyrir komið og á ekki að vera erfitt fyrir notendur að finna þær.
Eftir fyrstu kynni af IE8, þá hvet ég forvitna netnotendur til að uppfæra.
Hægt er að nálgast útgáfu af Internet Explorer 8 Beta 2 hér: Download
Það skal tekið fram að blogg þetta var skrifað í Firefox.
29.8.2008 | 00:00
Fyrsta haustlægðin á höfuðdag
Það verður ekki efnilegt veðrið næstu þrjár vikurnar ef þjóðtrúin gengur eftir. Í dag, 29. ágúst er höfuðdagur. Hann er til minnngar um það, er Heródes konungur Antipas lét hálshöggva Jóhannes skírari að beiðni Salóme konu sinnar árið 31 e.Kr.
Fyrir ári síðan gekk þessi spá næstum eftir, það var úrkoma á höfuðdag og stóð hún nær allt haustið.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna storms sem gengur yfir landið vestanvert í nótt og fyrramálið. Kvöldið fór í taka saman lausa hluti af svölum og veröndinni. Haustið er komið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 20:10
Minnti á komu Keiko
Hún var flott lendingin hjá markverðinum Bjarna Frostasyni með islensku silfurhafana. Útsendingin minnti mig á komu Keiko fyrir áratug er C-17A Globemaster III flutningavélin lenti með hann í Vestmannaeyjum.
Vonandi verður stutt í næstu útsendingu með íslenskum afreksmönnum.
![]() |
Landsliðið komið heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2008 | 08:28
Tvöfaldur Júkki
Verðum við ekki að taka tvöfaldan Júkka á Frakkana?
Staðan er slæm, 10-15, við verðum að vinna seinni hálfleik með 6 mörkum. Það er hægt!
Við megum ekki gefast upp. Ójafnir úrslitaleikir eru alger skandall.
Stemmingin er fín hjá þjóðinni. Ég fór í bakarí, til Reynis bakara á Dalvegi. Röðin var langt út á götu. Fyrir vikið missti ég af fyrstu mörkunum.
![]() |
Ísland í 2. sæti á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 106
- Frá upphafi: 237012
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar