31.5.2008 | 23:24
Lokatónleikar hjá Skólahljómsveit Kópavogs
Hún er stórefnileg A-sveit Skólahljómsveitar Kópavogs. Ég fylgdist með lokatónleikum sveitarinnar á vertíðinni í morgun. Vorhátíð Kársnesskóla var haldin í dag og var leikur hljómsveitarinnar einn liðurinn í hátíðarhöldunum. Í gær spilaði sveitin í Snælandsskóla við góðar undirtektir. Það eru miklar framfarir hjá sveitinni. Nokkur góð rokklög voru spiluð í bland við lög úr Grease og vitanlega var spiluð sólarsamba. Einnig var frumsamið lag, Rússíbaninn er einn hljómsveitarmeðlima samdi, Ástþór Bjarni heitir hann, og spilar á túbu.
Hér er Sæja saxafónn með launin sín.
Hér fylgir svo með myndband af byrjun lagsins "Í auga tígursins", sem rokkhljómsveitin Survivor gerði frægt í kvikmyndinni, Rocky III.
".
Tónlist | Breytt 1.6.2008 kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 22:52
Upplýsingagáttir þoldu álag
Þegar váglegir atburðir gerast þyrpast netverjar á upplýsingagáttir. Ég fylgdist með helstu upplýsingáttum og var svartími yfirleitt góður. Vefur Veðurstofunnar, var lengi í birta upplýsingar strax eftir Suðurlandsskjálfta en með þolinmæði komu upplýsingar sem leitað var eftir. Á tímabili datt hann út en kom svo inn aftur mjög öflugur.
Stóru fréttagáttirnar, visir..is, mbl.is og ruv.is höfðu góðan svartíma og hikstuðu eigi. Öflugir vefþjónar og góð bandvídd er lykillinn að þessum góða svartíma. Eflaust hefur metdagur komið hjá fréttagáttum í dag.
29.5.2008 | 16:25
Er þetta eftirskjálfti Suðurlandsskjálfta 2000
Árið 1896 komu Suðurlandsskjálftar upp á 6,5 til 6,9 stig. Árið 1912 reið yfir Suðurland jarðskjálfti sem var 7,0 stig. Er mögulegt að þessi skjálfti í dag sé eftirskjálfti Þjóðhátíðarskjálftans?
Þetta eru hrikalegar fréttir, óhuggulegt að heyra sírenuvæl í útvarpinu í útsendingu frá Selfossi. Það er nokkuð mikið adrenalín í skrokknum mínum. Vonandi hafa ekki orði alvarleg slys á fólki.
Heimild: vedur.is
![]() |
Afar öflugur jarðskjálfti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2008 | 15:54
S og P bylgjur
Hann var stór vörubíllinn sem fór framhjá mér rétt áðan. En við nánari athugun var þetta jarðskjálfti, líklega ættaður úr Ingólfsfjalli. Þetta voru tvær bylgjur, skjálftinn stóð yfir í um 20 sekúndur og fann maður fyrir S og P bylgjunum.
Fyrr í dag, kl. 14.41 varð jarðskjálfti af stærð um 3,2 á Richter varð við suðvesturenda Ingólfsfjalls, um 5 km NV af Selfossi.
Hvar varst þú þegar Ingólfsskjálftinn reið yfir?
Finnst RÚV ekki fá fréttir nógu markvisst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2008 | 23:55
Eldlandið
Varð að fara að hlusta á fjallamanninn með hnífinn, Simon Yates í kvöld. Hann sagði frá Eldlandinu, Tierra del Fuego, syðsta landi Suður-Ameríku. Það var uppgötvað af Ferdinand Magellan árið 1520. Því er skipt á milli Chile og Argentínu. Flestir búa austanmeginn í Eldlandinu, Argentínu-meginn en vesturhluti landsins minnir á Grænland. Þó er hlýrra, vindasamara og hornfiskari fjöll. Gróður er mun meiri en á Grænlandi. Minnir einnig á Noreg eða jafnvel Austfirði séð úr 2000 metra hæð. Jöklar eru staðsettir þarna og kelfa í sjó. Frægastur þeirra er Moreno jökullinn.
Það var athyglisvert að fylgjast með fjallaferðum Simon's og fjölskyldu til Eldlandsins. Ekki var mikið um átroðning ferðamanna í fjöllum en það á eflaust eftir að aukast í framtíðinni. Syðsti hluti S-Ameríku heitir Cape Horn, hvað annað.
Símon var ekki mikið að eyða tímanum hjá Moreno jöklinum en fann einn af svipaðri fegurð í djúpum firði er hann kleif Mount Iorana 2.300 metra hátt fjall. Veðrið sem fjallgöngumenn fengu var glæsilegt og ótrúlega fallega myndir sem hann sýndi okkur. Kyrrðin og fegurðin "æpti" á okkur í myrkvuðum Ferðafélagssalum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2008 | 22:07
Ama Dablam - Beyond the void ****
Var að koma af frumsýningu á fyrstu íslensku heimildarmyndinni um háfjallamennsku, Ama Dablam - Beyond the void eftir Ingvar Ágúst Þórisson. Myndin fjallar um leiðangur Viðars Helgasonar og Ingvars á Ama Dablam, 6.856 m háan tind í Himalaja. Leiðsögumaður í ferðinni var enginn annar en breski klifrarinn, Simon Yates.
Það var þétt setinn salurinn í Háskólabíó og margir háfjallamenn og hjáfjallakonur mættir á svæðið. Mörg falleg skot eru í myndinni af Himalayafjöllum sem toga í mann. Simon er söguhetjan og er ansi geðugur náungi. Íslendingarnir eru að hefja sína háfjallamennsku og þegar þeir tjá sig, þá er kemur orðið þreyttur oft fyrir.
Eitt sem ég saknaði í myndinni var persónusköpuninni, það vantaði að kynna leiðangursmenn betur og eins hefði mátt nota grafík meira til að sýna hvar búðirnar voru á fjallinu. Ferðin virtist vera einföld á toppinn. Búið var að setja línur á hættulegustu staði á hryggnum. En góð myndataka sýndi að það var langt niður og hugsaði ég til fjallamannanna sem gengu fyrstir á fjallið.
Frábær heimildarmynd, sextíu mínútna veisla án hlés um töfra og frelsi Himalaya.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 15:14
regina.is hökkuð af By_FatiH
Regína Ósk hin fjórtanda, rekur vefinn regina.is. Honum hefur ekkert verið sinnt síðustu tvö ár. Nýlega komust óprúttnir tölvuhakkarar inn á illa skrifaða vefforrit, PHP-Nuke og náðu að brjótast inn í gagnagrunninn og skilja eftir skilaboð.
Þessi hakkara hópur, By_FatiH sæmilega öflugur. Þeir eru ekki tengdir turk-h.org hópnum. FatiH einbeitir sér að því að gera árásir á PHP vefi og það hefur ekkert með það að gera að Regína var í Eurovision og Tyrkirnir á eftir Íslandi í rásröðinni.
Hvað er til varnar:
Sé fyrirtæki eða smærri rekstraraðili með lausnir frá þriðja aðila, t.d. fréttakerfi eða spjallborð, ættu þeir að athuga hvort ný útgáfa sé komin og uppfæra strax. Jafnframt sækja viðbætur við forrit á vefþjóni og uppfæra reglulega.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 22:11
Flúðir og Hvítá
Hún var góð síðasta helgi. Haldið var á Flúðir með samstarfsfélögum og björt framtíðin rædd. Aðkoman að Flúðum var glæsileg. Við keyrðum upp þjóðveg númer 30 í þokumóðu og hálfnakin tignarleg trén sem búið er að planta meðfram veginum voru stórglæsileg. Maður þarf að fara aftur í sumar þegar laufblöðin verða komin á greinarnar. Frábært framtak hjá Flúðamönnum og mættu fleiri taka þá sér til fyrirmyndar. Þegar komið var á Hótel Flúðir tók á móti okkur listaverkasýning eftir Tolla, meistara landslagmyndanna. Mér leið mjög vel á milli jöklamyndanna hans og grænmetisins sem vex á Flúðum. Það var góður andi á svæðinu er myndaði mikið og öflugt hugarflug.
Höfsjökull - Mynd eftir Tolla á Flúðum, hafði hana í öndvegi yfir hugarflugi. Steinarnir í forgrunni koma fyrir á mörgum myndum og mynd flottan stíl hjá listamanninum. Litiasamsetningin er styrkur Tolla, skærir og töfrandi litir.
Eftir árangursríkar stundir á Flúðum var halið í flúðirnar í Hvíta. Komið var við á Drumbodsstöðum í Biskupstungum. Það var súrrealískt að koma þangað. Gengið var inn í hlöðu sem búið var að umbreyta í skemmtilega aðstöðu fyrir bátafólk. Bátafólkið sem kunni vel sitt fag var skemmtilega hippalegt í útliti. Eftir að hafa skipt yfir í blautbúninga var haldið í jökullitaða Hvítá á stórkostlegri dæmigerði gamalli amerískri rútu. Þetta var eitthvað svo öðruvísi. Skemmtileg umgjörð hjá Arctic rafting. Þetta var mjög eftirminnileg ferð.
Áður en haldið var í svaðilförina var góð kynning á siglingarreglum. T-gripið kennt og farið yfir helstu galdra flúðasiglinga. Fjörið var mest í byrjun ferðar og hver flúðin á eftir annarri var afgreidd. Þær hétu skemmtilegum og ógnarlegum nöfnum sem áttu að hreyfa við okkur. Með í ferðinni voru efnilegir krakkar úr 10. bekk Breiðholtsskóla. Þau stóðu sig mjög vel og héldu uppi fjörinu.
Á miðri leið var stoppað og þeir sem vildu gátu hoppað niður úr rúmlega fjögurra metra hæð í kalda Hvítá. Það var mikil áskorun og hápunktur ferðarinnar fyrir marga. Ég, hokinn af reynslu áranna sleppti þessari áskorun. Ég var ekki nógu vel útbúinn. Mikilvæg vika framundan og öngvir sjensar teknir.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 20:07
Ruslpósturinn er kapítalisminn í sinni verstu mynd
Í Viðskiptablaðinu í dag, á bls. 17, fimmtudag er viðtal við mig varðandi SQL-innsetningaárásir.
Hvað er SQL innsetning og hvaða skaða veldur hún fyrirtækjum?
SQL innsetning eða SQL-injection er aðferð tölvuþrjóta að keyra eigin fyrirspurnir á gagnagrunn fórnarlambsins.SQL-innsetning er þekkt fyrirbæri í tölvuinnbrotum. Áður fyrr var algengt að brotist var á SQL-gagnagrunna til að komast yfir kerfisstjóraréttindi. Einnig var hægt að eyða eða setja inn ný gögn, t.d. áróður með því að skrifa yfir fréttir sem fyrir voru í grunninum. Nú er komið nýtt afbrigði af árásum og hafa hundruð þúsunda vefsíðna orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum.
Myndin sýnir í stórum dráttum hugmyndina á bak við SQL innsetninguna hjá tölvuþrjótunum. Notandi (lesandi) er að panta ævintýraferð á spennandi og fallega hönnuðum vef (1). Hann fyllir pöntunarformið rétt út en þegar hann ýtir á staðfesta flyst hann á vefsetur sem inniheldur spilliforrit (2). Í árásarhrinunni sem gengur yfir núna eru þrjú vefsetur sem innihalda spilliforritin en þau verða ekki gefin upp hér af öryggisástæðum. Þegar notandi kemur á spillta vefsetrið, þá flyst lítið forrit, svokallaður Trójuhestur yfir á tölvu notanda og opnar bakdyr (3). Forritið lætur skúrkinn samstundis vita um að það sé komið á nýjan stað og bíður frekari fyrirmæla . Notandinn er kominn í hóp laumuneta (4). Ef notandi er ekki með vírusvarnir, þá getur hann orðið mesti ruslpóstsendari veraldar í stað þess að vera á leið í ævintýraferð.Nokkur íslensk fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótunum með tilheyrandi rekstrartruflunum, sölustoppi, viðhaldskostnaði og jafnvel hlotið álitshnekki.
2. Hvernig er þróunin erlendis varðandi þessi mál er þetta ,,það nýjasta eða koma stöðugt fram nýir skaðvaldar ?
Tölvuþrjótar eru hugmyndaríkir. Þeir eru fljótir að athuga allar mögulegar glufur þar til öryggishola finnst. Til þess nota þeir oft þróaðan hugbúnað. Það er viðskiptahugmynd á bak við árásirnar. Tölvuþrjótarnir eru knúnir fram af hagnaðarsjónarmiðum. Mikil aukning á árásum hefur verið síðustu vikur og hafa öryggisfyrirtæki fjallað um ógnina. Einnig hefur Microsoft nýlega gefið út tilkynningu um hættuna og bent á lausnir. Fyrir viku fann ég 505 þúsund vefsíður sem höfðu verið sýktar með innsetningu með einni ákveðinni leitaraðferð. Nú er talan búin að hækka um 50% .
3. Skaðar þetta ekki frekar lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa síður efni, fjármuni og mannskap til að byggja upp öryggismál hjá sér?
Það er enginn vefsetur óhult fyrir árásum tölvuþrjóta. Séu veikleikar á vefþjónum, þá nýta tölvuþrjótar sé þá. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa í auknu mæli komið upp vefsíðum og eru oft með gagnagrunna þar á bak við til að gera vefi hraðvirkari og kvikari. Síðurnar eru oft smíðaðar í miklum flýti og viðhaldi er stundum ábótavant. Aukið flækjustig vefsíðna gerir vefþjóna berskjaldaðri og því þarf að athuga að öryggi þeirra. Það eru meiri líkur á að stór fyrirtæki innleiði öryggisstaðalinn ISO/IEC 27001 til að lágmarka tjón og efla öryggisvitund starfsmanna. Lítil og meðalstór fyrirtæki ættu að sjálfsögðu að huga að öryggismálum upplýsingakerfa og innleiðingu alþjóðlegra öryggisstaðla. Upplýsingar á vefþjónum eru verðmætar eignir og þurfa því viðeigandi vernd. Vefsíður eru auk þess andlit fyrirtækja út á við. Séu þær hakkaðar verður fyrirtækið fyrir álitshnekki. Upplýsingaöryggi má líta á sem leið til að varðveita, leynd, réttleika og tiltækileika. Ef tölvuþrjótar nýta síðurnar til dreifingar vírusa er ímyndarlegt stórslys. Upplýsingaöryggi má líta á sem leið til að varðveita, leynd, réttleika og tiltækileika.
4. Hvaða geta fyrirtæki helst gert til að sleppa undan þessu?
Besta leiðin til að koma í veg fyrir SQL innsetningu er kóðarýni. Rót vandans liggur í illa skrifuðum kóða á vefsvæði. Vefforritarar eiga að tryggja heilindi gagna sem skrifuð eru í gagnagrunninn og tryggja að ekki sé hægt að smeygja inn kóða. Fullgilding gagna á netþjóni og notkun formstikaðra reiðustefja (parameterized stored procedure) er góð aðferð. Athuga ber að tölvukerfi sem er veikt gagnvart SQL-innskotum gæti innihaldið veikleika á borð við XSS (cross site scripting) eða kóða-innskot. Rót þessara vandamála er sú sama: Gögn eru ekki fullgilt eða hreinsuð áður en þau eru notuð.Kerfisstjórar fyrirtækja ættu að banna umferð notenda á þessa þrjá þekktu vefi sem geyma spilliforritin . Sé fyrirtæki með lausnir frá þriðja aðila, t.d. fréttakerfi eða spjallborð, ættu þeir að athuga hvort ný útgáfa sé komin og uppfæra strax. Jafnframt sækja viðbætur við forrit á vefþjóni og uppfæra reglulega. Notendur eiga að sjálfsöguð að hafa vel uppfærðan veirurvarnarnarbúnað á tölvum sínum. Hafi vefsetur sýkst af innsetningu, þá er fyrsta verk að loka vefnum og hreinsa upp gagnagrunnin til að viðskiptavinir lendi ekki í smithættu. Síðan að hafa samband við vefforritara eða fá sérfræðinga til að gera öryggisúttekt á kóðanum, fá þá til að finna tilvik og gera tillögur að úrbótum.
21.5.2008 | 18:25
Zenit, Portsmouth, Chelsea - blá lína í ár?
Maí er mánuður bikaruppgjöranna. Fyrst var það uppgjörið í UEFA-bikarnum, síðan FA-bikarinn og nú er það CL-bikarinn.
Verður línan í ár blá? Fyrst til að vinna stóran bikar var Zenit frá St. Pétursborg en þeir eru klæddir bláu frá toppi til táar, rétt eins og Chelsea. Leikmenn Portsmouth með Hermann Hreiðarsson í broddi fylkingar klæðast blárri treygju.
Ég reikna með 1-0 sigri Chelsea og það yrði frábært að sjá umdeilt skallamark frá Sheva á 75. mínútu. En Úkraínumaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar í Lundúnaliðinu.
Skilst að leikurinn sé sýndur óruglaður á Sýn, gjóa augunum þangað.
![]() |
Man. Utd Evrópumeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 4
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 236931
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar