Stók er ekki djók

Þessi leikur gegn Stoke á eftir verður að vinnast hjá Arsenal. Úrslitin í dag eru liðinu hagstæð. Chelsea tapaði. En Stoke er ekki neitt djók. Taplausir á árinu. Kraftur gegn tækni. Vonandi verður búið að finna lausn á innköstum Delap. En bikarnum var fórnað hjá fyrrum Íslendingalaliði á Britannia Stadium.

Gallas, Arshavin og Diaby verða fjarri góðu gamni en Sol, Ramsey og Eduardo koma í þeirra stað.

Chel$ea liðið er að brotna innanfrá. Það verður að nýta stórt tap þeirra gegn City. Bridge sigraði Terry.

Úrvalsdeildin er spennandi í ár, þrjú lið að berjast á toppnum. Fjögur lið um fjórða sætið mikilvæga. Svo er þéttur pakki í fallbaráttunni.

Vinni Arsenal leikinn ekki þá geta þeir gleymt öllu titlatali.   Spáin, erfiður 0-1 útivallarsigur.


rafbarbari

Það er húmor í nýja slangurorðinu rafbarbari.

Skilgreiningin á slangurorðinu er á www.slangur.is 
tölvuþrjótur, hakkari (e. hacker)
sá sem níðir fólk á netinu
Dæmi: Þessi horngrýtis rafbarbari skildi eftir leiðinda ummæli um skrif mín á netinu.
En nýjustu fréttir af rafbarbörum eru að nýtt Kneber laumunet var að uppgötvast og hefur sýkt 75.000 kerfi. Hefur uppgangur rafbarbarana vakið miklar áhyggjur í kjötheimum.  Þrjótarnir hafa einbeitt sér að bönkum og hafa komist yfir fjöldann af persónuskilríkjum, flestum gegnum Facebook.
Laumunet:
Rafbarbarar hafa náð að planta spilliforriti, svokölluðu "Bot" laumuforriti (dregið af Robot) í allstóran hóp heimilistölva grunlausra eigenda og bæta þeim inn í sitt laumunet (Botnet). Þannig búa þeir til net tölva sem þeir geta virkjað allar í einu og notað til illra verka. Með þessar tækni er t.d. stærstur hluti alls ruslpósts sendur út á Netið. Ennfremur eru laumunetin notuð til að safna einkaupplýsingum, svo sem aðgangsupplýsingum að netbönkum og trufla virkni og umferð á Netinu.

Lokum Straumsvík

Það var gaman að heyra í Gísla Hjálmtýssyni í Silfri Egils í hádeginu. Þar fór hann yfir athyglisverða grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í byrjun febrúar, Virkjum ódýrt - lokum Straumsvík.

Þetta er djarft en þarft útspil hjá Gísla svona rétt fyrir fyrirhugaða stækkunarkosningu hjá Alcan. Rökin er góð. Skelfilegt að fá aðeins 2 sent fyrir kílóvattstundina í stað 6-7 senta sem gætu fengist með því að breyta álverinu í miðstöð nýsköpunar fyrir orkutengda starfsemi. 

Það er laukrétt sem kom fram í viðtalinu í Silfrinu að virkjun og bygging álvers fyrir nær hálfri öld var nauðsynleg og góð ákvörðun fyrir Ísland en í dag eru stórvirkjanir fyrir álbræðslur stórkostleg tímaskekkja. Það er margt sem álverið í Straumsvík hefur gert gott. Til dæmis frumherjar í gæðamálum og verið í forystu í þeim málum hér á landi.

Ef áform um álver standa. Nýtt álver í Helguvík. Nýtt álver á Bakka og stækkun í Hafnarfirði, þá verður næsta kreppa sem við göngum í gengum álkreppa!


Maybe I Should Have ****

Það voru sorglega fáir á góðri og skemmtilegri heimildarmynd, Maybe I Should Have, í Kringlubíó í gærkveldi. Setti það að mér ákveðin ugg um að landsmenn séu farnir að gefast upp í baráttnni um Nýja Ísland. Það má ekki sofna aftur á verðinum.

MISHÍ byrjun myndar er farið yfir sviðið og saga hrunsins sögð fram að stjórnarslitum fyrir rúmu ári. Það þekkja allir þá sögu en hún hefur komið í öðrum heimildarmyndum, bókum og ánnálum.  Eftir þennan inngang fer Gunnar Sigurðsson, leikstjóri í leit að peningunum sem hurfu. Notar hann sömu aðferð og Michael Moore. Hann ferðast til London og Luxemburgar, skoðar bankabyggingar og fyrirtæki. Einnig ræðir við fólk. Það liggur leiðin til Guernsey og Tortola. Ekki finnur hann neina peninga en hefur ákveðinn grun hvar þá gæti verið að finna.

Einnig er rætt við þekkta erlenda aðila, m.a. fjármálaeftirlitsmanninn William Black, Evu Joly og Robert Wade en þau hafa komið með góð ráð í Silfri Egils.

Niðurstaða er að ekkert hefur breyst á þessu rúma ári frá hruni. Það er eflaust mikið til í því, sérstaklega í ljósi síðustu fregna. Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson eru jafnvel að eignast Baug aftur og Ólafur Ólafsson að eignast Samskip. Allt stefnir í sama farið.

Myndin endar á tveim öflugum lögum, Fjalabræður flytja áhrifamikið lag, Freyja, á Þingvöllum. Eflir það þjóðerniskenndina. Hjálmar eiga síðustu raggítónana.

Létt og skemmtileg heimildarmynd um hrunið og verður verðmætari er frá líður.


Þorrablót Hornfirðinga

Þorrablót Horfirðinga á höfuðborgarsvæðinu tókst vel í gærkveldi. Yfir 200 manns mættu og var þemað í skemmtiatriðum þorrablótsnendarinnar í anda Michael Jacksons.

Heiðurshjónin Sigurður Hannesson og Guðbjörg Sigurðardóttir stigu á stokk og sögðu skemmtilega frá gömlu góðu dögunum á Hornafirði. Minni karla og kvenna komu vel út hjá Gunnhildi Stefánsdóttur og Borgþóri Egilssyni. Veislan sá um þorramatinn og var hann að venju góður en þau hefðu mætt bæta sig í harðfisknum. Hann var nær uppseldur er ég mætti á svæðið og með roði.

Hljómsveit Hauks sá um ballið og var vel mætt á dansgólfið.

Hilmir Steinþórsson, Stefán Rósar Esjarsson og Jón Ingi Ingibergsson í Thriller klæðnaði. Auk þeirra voru Anna Vilborg Sölmundadóttir, Halldóra Eymundsdóttir  og Jóhanna Arnbjörnsdóttir í nefndinni.

Blot2010


Íslandsmót í HornafjarðarManna

Það var skemmtileg stemming á Íslandsmóti í HornafjarðarManna í kvöld. Spilað var í Skaftfellingabúð og mættu 48 öflugir og sprækir spilarar til leiks. Flestir tengdir Hornafirði á einn eða annan hátt.  Allar kynslóðir áttu sinn fulltrúa. Albert Eymundsson stjórnaði móti af sinni alkunnu snilld.

Eftir undanúrslit með 5 lotum, komust 27 áfram í úrslitakeppni. Ég var fengsæll og fiskaði 20 prik en þau töldu ekki í mikið í úrslitunum. Datt strax út fyrir Stefáni Arnarsyni en hann stefndi á sigur. Tæpur helmingur keppenda var kominn af legg Eymundar og Lukku en aðeins hótelstjórinn Óðinn komst í topp níu.

Það var mjög skemmtileg úrslitakeppni en þar spiluðu Þorvaldur B. Hauksson, Oddverji, Katrín Steindórsdóttir frá Hvammi og Kristín Auður Gunnarsdóttir fulltrúi Vegamóta.

Hafði Kristín Auður Gunnarsdóttir öruggan sigur í mótinu, keypti hún ávallt vel úr Manna.

HM2010

Þorvaldur, Kristín og Katrín

Íslandsmeistarar frá upphafi. 


2010 Kristín Auður Gunnarsdóttir, Vegamótum
2009 Kjartan Kjartansson, frá Mýrdal
2008 Elín Arnardóttir, frá Hornafirði
2007 Sigurpáll Ingibergsson, frá Hornafirði
2006 Guðjón Þorbjörnsson, frá Hornafirði
2005 Jón Hilmar Gunnarsson, frá Þinganesi
2004 Jón Hilmar Gunnarsson, frá Þinganesi
2003 Þorvaldur B. Hauksson, Hauks Þorvalds
2002 Hjálmar Kristinsson, Hólar í Nesjum
2001 Jónína María Kristjánsdóttir Hvalnes/Djúpavogur
2000 Signý Rafnsdóttir, Miðsker/Þinganes
1999 Þorgrímur Guðmundsson, Vegamótum
1998 Guðrún Valgeirsdóttir, Valgeirsstöðum

 


Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Feb. 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 295
  • Frá upphafi: 236821

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 242
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband