Íslandsmót í HornafjarðarManna

Það var skemmtileg stemming á Íslandsmóti í HornafjarðarManna í kvöld. Spilað var í Skaftfellingabúð og mættu 48 öflugir og sprækir spilarar til leiks. Flestir tengdir Hornafirði á einn eða annan hátt.  Allar kynslóðir áttu sinn fulltrúa. Albert Eymundsson stjórnaði móti af sinni alkunnu snilld.

Eftir undanúrslit með 5 lotum, komust 27 áfram í úrslitakeppni. Ég var fengsæll og fiskaði 20 prik en þau töldu ekki í mikið í úrslitunum. Datt strax út fyrir Stefáni Arnarsyni en hann stefndi á sigur. Tæpur helmingur keppenda var kominn af legg Eymundar og Lukku en aðeins hótelstjórinn Óðinn komst í topp níu.

Það var mjög skemmtileg úrslitakeppni en þar spiluðu Þorvaldur B. Hauksson, Oddverji, Katrín Steindórsdóttir frá Hvammi og Kristín Auður Gunnarsdóttir fulltrúi Vegamóta.

Hafði Kristín Auður Gunnarsdóttir öruggan sigur í mótinu, keypti hún ávallt vel úr Manna.

HM2010

Þorvaldur, Kristín og Katrín

Íslandsmeistarar frá upphafi. 


2010 Kristín Auður Gunnarsdóttir, Vegamótum
2009 Kjartan Kjartansson, frá Mýrdal
2008 Elín Arnardóttir, frá Hornafirði
2007 Sigurpáll Ingibergsson, frá Hornafirði
2006 Guðjón Þorbjörnsson, frá Hornafirði
2005 Jón Hilmar Gunnarsson, frá Þinganesi
2004 Jón Hilmar Gunnarsson, frá Þinganesi
2003 Þorvaldur B. Hauksson, Hauks Þorvalds
2002 Hjálmar Kristinsson, Hólar í Nesjum
2001 Jónína María Kristjánsdóttir Hvalnes/Djúpavogur
2000 Signý Rafnsdóttir, Miðsker/Þinganes
1999 Þorgrímur Guðmundsson, Vegamótum
1998 Guðrún Valgeirsdóttir, Valgeirsstöðum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 226332

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband