29.11.2009 | 14:43
Fullkomin helgi - tveir stórleikir
Þær gerast varla stærri fótboltahelgarnar. Tveir stórleikir í röð. Kl. 16.00 í dag verður blásið til leiks í norður Lundúnum á Emirates Stadium. Arsenal ög topplið Chelsea takast á. Þegar þeim stórleik lýkur verður sjónum beint til Katalóníu og þar glíma toppliðin tvö, Barcelona og Real Madrid.
Þetta verður erfiður leikur fyrir Arsenal gegn öflugu liði Chelsea. Mikil óvissa er með hvernig vörnin verður uppstillt. Vil frekar hafa Traore vinstra meginn frekar en Silvestre þó hann sé reyndari. En miðjan verður því að vera öflug í dag til að létta álaginu. Chelsea liggur aftarlega og beitir snörpum sóknum.
Ég sagði við bláan vinnufélaga minn um fyrir tíu dögum síðan að ég hefði meiri áhyggjur af leik Sunderland og Arsenal, heldur en Arsenal Chelsea. Arsenal gengur oft illa eftir landsleikjahlé. Ég hef ekkert breytt skoðun minni. Ég er bjartsýnn á góð úrslit, spái 2-1 sigri. Ósigur hjá Arsenal hefur skelfilegar fyrir baráttuna um meistaratitilinn. Þá verða 11 stig á milli liðanna.
Í desember á góðærisárinu 2007 fór ég til London með Einari Jóhannes Einarssyni, miklum Arsenal-manni og sáum við leik sömu liða. Arsenal vann góðan sigur, 1-0 og skoraði Gallas sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu a 45. mínútu. Við sátum í góðum sætum í "Club Level" stúkunni á annarri hæð. Þeir eru dýrir miðarnir, kostuðu 90 pund en innifalinn var ótakmarkaður bjór í leikhléi. Einnig var hægt að borða góðan mat eftir leik. Stemmingin á leiknum var mjög góð.
Þegar markamínútan var að renna upp streymdi fólk sem var í stúkunni í bjórinn. Ég ákvað að horfa á allan leikinn. Ég var hingað kominn til að horfa á knattspyrnuleik, ekki þamba bjór. Í sama mund og ég tók ákvörðunina var Rosicky með boltann á vinstri kanti, hann ætlaði að senda fyrir markið. Blár varnarmaður komst fyrir sendinguna og boltinn fór út fyrir endamörk. Hornspyrna var dæmd og hinn trausti markvörður Chelsea með höfuðuhlífina, Petr Cech misreiknaði fyrirgjöfina sem endaði á kolli Galls og í marki Chelsea. Ég var ánægður með ákvörðun mína sem sýnir hversu agaður maður er. Það hefði verið skelfilegt að vera í bjórnum og missa af þessu augnabliki!
Marki baráttumannsins Galls fagnað, vonandi verður hann heill og með í leiknum í dag.
Síðari leikurinn í dag er El Clássico leikurinn. Leikir Barcelona og Real Madrid er miklu meira en fótboltaleikur. Hann er spurning um þjóðernishyggju, sjálfstæðisbaráttu, völd og frelsi. Menningarmunur á milli Katalóníu og Kastilía. (Castile). Ég var svo lánsamur að komast á leik milli liðanna 21. október árið 2000 en þess leiks verður ávallt minnst sem leiksins þegar Luis Figo fór yfir til Madrídar. Það voru landráð. Sá leikur fór 2-0 fyrir Barca og urðu því engin ólæti í kjölfarið.
Stemmingin á Nou Camp kristallast í þessari setningu: "Catalonia is a nation and FC Barcelona its army". - Spái ég einnig 2-1 sigri fyrir Barca-herinn í þessum stórleik.
Vonandi standa stórleikirnir undir nafni en þeir hafa yfirleitt gert að í gengum tíðina. En reynslan af stórleikjum allmennt er vonbrigði.
Nú er spurningin hvort þetta verður fullkomin helgi, tveir sigrar í stórleikjunum. Ófullkomin verður hún vonandi ekki.
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á stemmingsmyndbandinu í byrjun leiks kyrja stuðningsmenn Arseanl:
Arsenal FC,
We're by far the greatest team,
The world has ever seen....
Sigurpáll Ingibergsson, 29.11.2009 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.