2012 ***

Heimsendakokteill sem frumsýndur var föstudaginn 13. nóvember. Frumlegur frumsýningardagur.

2012Við vorum vöruð við. Maya-indíánar sáu endalokin fyrir, 21. desember 2012. Eða svo halda vesturlandabúar. En í raun endar almanak þeirra þennan dag.

Reikistjörnur í beinni línu milli jarðar og sólar. Einnig mikið sólgos. Það   boðar ekki gott fyrir möndul jarðar. Um það fjallar epíska stórmyndin 2012.

Tvær sögur eru í myndinni. Vísindamenn og bandaríkjastórn í annarri og bandarísk skilnaðarfjölskylda í hinni.  Fylgjumst við með hamförunum í gegnum flótta fjölskyldunnar en hinn misheppnaði rithöfundur Jackson Curtis (John Cusack) hefur fyrir tilviljun komist að því að enn sé von að komast af.

Þar sem heimsendir hefur áhrif um allan heim, þá eru fulltrúar frá flestum heimsálfum.  Indverskur vísindamaður sem staðfesti tilgátu Maya indíánanna. Svartur Kani sem minnir mjög mikið á Obama forseta og kínverski drekinn. Fulltrúar kalda stríðsins, Kanar og Rússi. Tíbetar og Lama. Minni sótt úr biblíunni. Einnig koma fyrir náttúruógnir sem eru fyrir í Yellowstone þjóðgarði og flóðbylgjur (tsunami).  Ekkert er þó minnst á Ísland, en jarðfræðilega er landið merkilegt haldið uppi af heitum reit. Öllu þessu er blandað saman í tveggja og hálftíma stórslysamynd eftir Roland Emmerich, stórslysaleikstjóra.

Tölvubrellur eru í aðalhlutverki og því er handrit og persónusköpun ómarkvist. En Woody Harrelson nær að stela senunni í litlu hlutverki, sérlunduðum útvarpsmanns.  Þó eru tvær óvæntar  fléttur í myndinni, önnur kemur inn í pólveltu í rússneskri Antonov flugvél og hin er áætlunin sem haldið er leyndri fyrir áhorfendum. En björgunaráætlunin er metnaðarfull.  

Þegar menn frétta af endalokum jarðar, þá grasserar spillingin. Bjarga þarf mannkyninu og hver ræður því hverjir fá að lifa? Myndin tekur á því, veltir upp siðferðilegum spurningum.

Ég gerði flóttaáætlun í huganum. Hæsti punktur Vestfjarða er einna öryggastur en afskrifað hann þegar flóðhæðin var komin í 9.000 metra. Maður á ekki sjens, eða hvað.

Ekkert óvænt gerist með aðalsöguhetjurnar og er hamingjusamur endirinn dæmigerður fyrir Hollywoodmyndir. Ekki þora þeir að taka áhættur. Hræddir við endalokin.

Þessi stórslysamynd er bærilegasta afþreying, vel gerð og það þarf að horfa á hana í almennilegu kvikmyndahúsi með góðu hlóðkerfi til að hún njóti sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 226502

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband