Hop jökla

Þær eru áhrifamiklar myndirnar hjá Ragnari Th. Sigurðssyni af Jökulsárlóninu. Það fer ekki á milli mála að miklar breytingar eru á Lóninu og brátt verður þa' hinn dýpsti fjörður.  Einar Björn, staðarhaldari á Jökulsárlóni, nær kannski að bjóða ferðir inn að Esjufjöllum áður en hann kemst á eftirlaun.

Þær eru einnig mjög greinilegar breytingarnar á Gígjökli eða Falljökli í Eyjafjallajökli. Þær er ekki eins góðar og hjá RTH en segja sína sögu um áhrif hlýnunar á jökulinn. Fyrri myndin var tekin árið 2001 og síðari í lok júlí 2009.

 Gígjökull-Falljökull

Jökulsporðurinn teygir sig langt fram í Lónið. Mynd tekin 2. júní 2001. Þrem árum fyrr (1998) var skriðjökullin upp fyrir kambinn alla leið niður.

 Gígjökull07-2009

 Þann 28. júlí 2009 nær tungan varla niður í Lónið og það sér í nýtt berg.


mbl.is Myndröð af bráðnuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er sláandi munur

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 01:16

2 identicon

Hop og skrið skriðjökla er áhugavert og umhverfið sunnan Vatnajökuls mjög að breytast, t.d. hafa nokkrir skriðjöklanna þar skriðið allt að 100 m undir sjávarborð. En það er þessi setning: "Einar Björn, staðarhaldari á Jökulsárlóni" sem vakti mesta athygli mína. Staðarhaldari er umsjónarmaður kirkju- eða klausturjarða.

Guðrún (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 01:36

3 Smámynd: Loftslag.is

Magnað.

Loftslag.is, 12.8.2009 kl. 08:00

4 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Guðrún:  Það er eflaust rétt, orðið staðarhaldari hefur eflaust verið notað fyrir umsjónarmenn kirkju- eða klausturjarða. Hins vegar hefur merkin þess færst út og oft notað yfir umsjónarmenn í öðrum störfum.  T.d. kalla Sauðkræklingar umsjónarmann skíðasvæðisins í Tindastól, staðarhaldara. Háskólasetur Suðurnesja hefur notað þetta heiti fyrir umsjónarmann sýningarinnar um ævi og starf  Jean-Baptiste Charcot í sýningunni Heimskautin heilla.  Hornfirðingar hafa einnig nefnt Einar Björn, staðarhaldara á Jökulsárlóni.

Viðar:  Það er rétt, Klofajökull er hið forna heiti yfir Vatnajökul. Til eru óljósar frásagnir af reglulegum ferðum bænda norður og suður yfir jökulinn.

Sigurpáll Ingibergsson, 12.8.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mikill munur á ekki lengri tíma.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 12:45

6 Smámynd: Alli

Sæll Palli.

Víst eru myndirnar stórkostlegar, en þær eru ekki allar frá Jökulsárlóni.  Mynd nr. 18 er t.d. úr Norðurdal í Skaftafellsfjöllum og má m.a. sjá Súlutinda og Lómagnúp.  Ég held að mynd nr. 12 sé þaðan líka.

Alli, 12.8.2009 kl. 13:19

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég man að í skólaferðalagi árið 1980 fórum við nokkrir út á Gígjökul beint af sandöldunni lengst til vinstri á eldri myndinni, við lítinn fögnuð kennara.

Myndröðin frá Ragnari Th. er ekki alveg öll frá Breiðamerkurlóni eins og Alli nefnir. Myndir 12 og 18 eru væntanlega af Skaftafellsjökli, Bretarnir bara eitthvað að rugla þar.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.8.2009 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233595

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband