Súla lika horfin

Það eru fleiri ár en Skeiðará sem hafa breytt um stefnu. Frétti frá göngumanni einum er gekk yfir Skeiðarárjökul fyrir skömmu að Gígjuhvísl hefur gleypt Súlu og því er einfalt mál að komast í Núpsstaðaskóg.

Fleiri sameiningar hafa orðið vegna breytinga á jöklum landsins. Áin Stemma á Breiðamerkursandi hvarf úr farvegi sínum á síðustu öld í Jökulsárlón. Það gerðist 1. september 1990, skömmu áður en til stóð að byggja yfir hana nýja brú.

Menn voru ekki jafn heppnir árið 1948 er Heinabergsvötn hurfu í Kolgrímu en nýbúið var að brúa vötnin við Hánípu. Síðan hefur staðið þar þurr brú.

Ég hef trú að Skeiðará skili sér til baka.

Hér fyrir neðan er mynd sem sýnir Sæluhúsakvísl á Skeiðarársandi vatnslausa árið 2006 en nú er brúin horfin og komið svert rör í staðin.

Sæluhúsakvísl

 Heimild:  Árbók FÍ 1993, Við rætur Vatnajökuls.


mbl.is Skeiðará horfin í Gígjukvísl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 226595

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband