Draumalandið

draumalandid.pngPáskadagurinn fór í  Draumalandið. Heimildarmynd um álvæðingu landsins og möguleika okkar í framtíðinni.  Ég tók Særúnu með en hún og bekkjarsystkini hennar munu erfa landið.

Myndin fer hægt af stað. Farið er yfir hugtök. Hagvöxtur er skilgreindur og hvað liggur á bak við hann.  Síðari hluti myndarinnar er stórgóður, mikill stígandi og stutt í tilfinningarnar. Nokkrum sinnum greip maður um hausinn yfir einfaldleika stjórnmálamanna okkar sem við völdum.

Bandaríkjamaðurinn John Perkins, fyrrverandi efnahagsböðull kemur nokkrum sinnum með fróðleg innlegg og lýsir vel hvernig hann og efnahagsböðlar sem hann vann fyrir fóru með vanþróuð ríki. Í einni innkomu segir hann frá því hvernig stórfyrirtækin ná þingmönnum og bæjarstjórnarmönnum á sitt band. Þeir lofi þeim góðum stöðum þegar stjórnmálaferlinum lýkur. Í næsta skoti kemur Guðmundur Bjarnason fv. bæjarstjóri í Fjarðarbyggð í rammann. Hann segir stoltur frá 15 ára bæjarstjórnarferli, nú sé hann verkefnastjóri hjá ALCOA. Hann fellur alveg í spillingarformúluna, verkefnastjóri þjóðarinnar.

Valgerður Sverrisdóttir, álfrú, kemur einnig illa út úr þessari mynd og brandararnir sem hún segir er henni ekki til framdráttar.

Hvet alla sanna Íslendinga til að fara á draumamyndina, Draumalandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessi mynd sýnir vel hvað gerist þegar menn með fullar hendur fjár eins og Sigurður Gísli fara á stað og fá í lið með sér glæpamenn frá Bandaríkjunum.Samstarfsmenn John Perkins segja hann ómerkilegan lygalaup. Sjálfur segist hann vera glæpamaður.Ég held að hann sé hvorutveggja.En myndin sýnir fyrst og fremst á hverjum íbúar Íslands eiga að passa sig.Það eru fyrst og fremst íslenskir efnahagsböðlar og glæpamenn sem búa í 101 R.Vík, og þar í kring og kalla sig í daglegu tali umhverfisverndarsinna, og eru nú að koma landinu í hendur bandarískra glæpamanna í Hollyvood.Sigurð Gísla á ekki að telja til Íslendinga.Og kannski ekki heldur einhverja fleiri sem fara með börnin sín á þennan óskapnað sem þessi mynd er. 

Sigurgeir Jónsson, 13.4.2009 kl. 16:33

2 Smámynd: Einar Karl

Þetta er mjög flott mynd, skemmtilegt framhald - en ekki bara myndgerð - bókarinnar. Myndin hvetur vonandi marga til a ðhugsa gagnrýnið um það sem við sjáum og heyrum í fréttum. Ég var sjálfur að skrifa færslu um "sjálffæðandi maskínur", hugtak sem myndir skýrir með skírskotun til Landsvirkjunarmaskínunnar, sem vill auðvitað ekki láta staðar numið, heldur virkja meira og meira og meira... Það er eitt af hennar hlutverkum!

Sigurgeir, sem kommenterar hér á undan mér, hvet ég til að fara og sjá myndina, hafi hann ekki þegar gert það. Þá getur hann gagnrýnt hana af meira viti. Maður verður ekki föðurlandssvikari af að fara í bíó! 

Einar Karl, 13.4.2009 kl. 19:03

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

John Perkins fer ekki dult með það að hann var efnahagslegur böðull og ekki stoltur af því. En hvort hann sé glæpamaður eða ekki, þá stendur það eftir að brögðin hjá stórfyrirtækjunum eru þau sömu. Þeir bjóða samningamönnum góð störf.

"Lowest energy price" stefna Íslendinga er landráð.

Hlutverk Landsvirkjunar er að stunda starfsemi á orkusviði ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sini.

Ég tek undir það með þér Einar Karl, Sigurgeir ætti að fara á Draumalandið.

Sigurpáll Ingibergsson, 13.4.2009 kl. 23:11

4 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Góður Palli, þú varst líka búinn að sjá "Mónu Lísu" áður en hún var rústuð. Svo eru það undanúrslitin eftir kvöldið í kvöld.

Jóhannes Einarsson, 15.4.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband