Botnlaus djúp er bágt að kanna

Þennan málshátt var ég rétt búinn að borða úr páskaeggi mínu. En í dag eru akkúrat 30 ár síðan ég fermdist í Hafnarkirkju. Ég man vel eftir þeim degi. En margt hefur gerst í trúmálum á þeim tíma.

En þegar ég las yfir málsháttinn, þá rifjaðist upp baráttumál frá 2003 um hvatning til að kanna betur hafsbotninn við Ísland. Ég tel að það sé vel hægt með nýjustu tækni. Það er dýrmætt að þekkja hafsbotninn. Nákvæm botnkort og upplýsingar um botngerð geta varpað ljósi á hugsanlegar auðlindir á hafsbotni (Drekasvæðið), styrkt stöðu Íslands í alþjóðlegum samskiptum  og nýst í ýmsum verkefnum, meðal annars við rannsóknir á friðuðum veiðisvæðum, mikilvægum veiðislóðum eða á búsvæðum kóralla.

Greinin eftir mig birtist í Morgunblaðinu 21. mars 2003 og fékk nafnið Hafsbotnsrannsóknir. Skömmu eftir að hún birtist hringdi síminn hjá mér. Þar var hinn mikli vinjettusmiður Ármann Reynisson Reynisson og hrósaði mér fyrir áhugaverða byrjun en um leið var hann að benda mér á góðar bókmenntir. Mér þótt vænt um þetta símtal.

Ég læt greinina í Morgunblaðinu fyrir rúmum sex árum fylgja hér með: 

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=720835

 

Hafsbotnsrannsóknir

"Til að byggja aftur upp fiskistofna þarf að taka rannsóknir á erfðum og atferli fiska, lífríki og fiskistofnum til rækilegrar endurskoðunar."


HVORT höfum við Íslendingar meiri tekjur af tunglinu eða sjónum í kringum okkur? Allir Íslendingar vita svarið við þessari spurningu. Hins vegar vitum við meira um yfirborð tunglsins en hafsbotninn við landið. Flestir þekkja Regnhafið og Skýjahafið á tunglinu og hægt er að fara á vef NASA og fá upplýsingar um allt yfirborð tunglsins. Hafið er okkur að mestu ókunnugt, fyrir utan skipstjórana sem vita hvar einstaka hólar og rennur eru en það eru þeirra fiskileyndarmál. Íslendingar eru eftirbátar annarra þjóða í hafbotnsrannsóknum þó að við byggjum allt okkar á fiskveiðum. Þó er búið að kortleggja hinn fagra Arnarfjörð ásamt hlutum af Tjörnesbeltinu, Kolbeinseyjarhrygg og Kötluhryggjunum. Með nýju hafrannsóknarskipi opnast nýir möguleikar á rannsóknum á hafsbotninum okkar með fjölgeislatæki en hægt gengur að kortleggja landgrunnið og hanna botngerðarkort sem gefa upplýsingar um botngerð sjávar vegna fjárskorts. Hafrannsóknastofnunin hefur ekki fengið neinar aukafjárveitingar til fjölgeislamælinga. Því hefur ekki verið hægt að nýta tækið eins og æskilegt hefði verið til almennrar kortlagningar. Æskilegt er að allir leggist á árarnar svo nýta megi þetta afkastamikla mælitæki til kortlagningar og könnunar hafsbotnsins.

Við fiskveiðiþjóðin mikla höfum ekki fyrr fjárfest í svo merkilegu tæki, ekki frekar en neðansjávarmyndavélum sem geta fylgst með veiðarfærum og sýnt virkni þeirra.

Í leiðangri sem farinn var í sumar 2002 opnuðust nýjar víddir í hafsbotnsrannsóknum og var stórkostlegt að hlýða á Bryndísi Brandsdóttur jarðeðlisfræðing hjá Raunvísindastofnun háskólans og Guðrúnu Helgadóttur frá Hafrannsóknastofnuninni, kynna niðurstöður úr nýlegum rannsóknum á landgrunni Norðurlands, Hafsbotninn á Tjörnesbeltinu, á fræðsluerindi fyrir stuttu. Magnað að sjá fjöll sem minntu á Herðubreið og Keili en flestum óþekkt. Misgengi eins og á Þingvöllum, setlög og gasmyndanir, gígaraðir og landslag sem er sláandi líkt og á landi. Rákir eftir hafísinn frá Ísöld og rákir eftir botnvörpur togara.

Til að byggja aftur upp fiskistofna þarf að taka rannsóknir á erfðum og atferli fiska, lífríki og fiskistofnum til rækilegrar endurskoðunar. Stórefla þarf rannsóknir, byggja upp meiri þekkingu og setja landgrunnið í umhverfismat og skilgreina alveg upp á nýtt með hvaða veiðarfærum fiskurinn er veiddur og á hvaða svæðum. Fara eftir niðurstöðum þó kvalafullar kunni að verða. Stefna að því að bera af á þessu sviði og selja svo rannsóknarþekkingu út um allan heim. Vísindin efla alla dáð.

Frjálslyndir standa fyrir rannsóknir og réttlæti!

Eftir Sigurpál Ingibergsson

Höfundur er tölvunarfræðingur og skipar 14. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 226369

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband