4.4.2009 | 10:50
Hrossakjötsveisla og brids á Hala
Þórbergur Þórðarson var ekki þekktur fyrir að spila brids. Hans miklu hæfileikar lágu á öðrum sviðum. Um síðustu helgi var blásið til hrossakjötsveislu og bridsspilamennsku í Þórbergssetri. Ég skráði mig til þátttöku og var meðal 40 spilara víða af lanndinu, eða 20 para.
Hugmyndina að mótinu skemmtilega á bloggvinurinn Þórbergur Torfason, á Hala. Markmiðið er að standa fyrir góðri hrossakjötsveislu og spila, rétt eins og Halamenn gerðu síðustu öld. Faðir hans, Torfi Steinþórsson, á Hala var mikill félagsmálafrömuður og áhugamaður um spilamennsku og gekkst hann fyrir bridgekeppni og hrossakjötsveislum í Suðursveit á árum áður. Afkomendur hans hafa tekið að sér að halda merkinu á loftinu og halda við hefðinni. Þetta er því mót með sögu og karakter.
Ég renndi austur ásamt spilafélaga, Guðmundi Guðjónssyni, en það eru um 15 ár síðan við spiluðum saman í stórmóti síðast. Komið var að Hala um nónbil og við tékkuðum okkur inn á vistlega bændagistingu. Ég fékk herbergi númer 22, kennt við Skötusker. En herbergin bera nöfna örnefna í kringum Halatorfuna.
Þegar ég mætti á staðinn, beið mín flókið en skemmtilegt verkefni. Aðstoða við að koma mótinu af stað en hinir hressu skipuleggjendur, Valdimar Einarsson og Ragnar Björnsson voru búnir að vinna mikla grunnvinnu. Mér til furðu var fartölva notuð sem ég keypti til Bridsfélags Hornafjarðar fyrir 14 árum. Það voru skemmtilegir og óvæntir fagnaðarfundir. Forritið sem var á tölvunni svaraði hverri skipun vel og reiknaði einnig fullkomlega. Svo fullkominn var útreikningurinn að hún setti undirritaðan í efsta sæti strax í byrjun móts og hélt honum þar í kulda og trekk út allt mótið. Hver segir svo að líftími tölvu sé aðeins þrjú ár!
Hrossakjötsmeistarar 2009 urðu því Sigurpáll Ingibergsson - Guðmundur Guðjónsson. Verðlaunin voru ekki af verri endanum. Tvær fróðlegar bækur, önnur um Þórberg og hin um Skaftafell. Auk reyktrar Halableikju.
Það var meira í boði heldur en hrossakjöt á mótsstað. Vel skipulögð áthlé á milli slag. Skaftfellsk súkkulaðiterta var um kvöldið, hollur morgunverður á sunnudagsmorgun og stórgott bleikjuhlaðborð í áthléi á sunnudaginum. Allt framleitt á staðnum. Sjáflbært samfélag er orðið sem kemur upp í hugann.
Við héldum því heim á leið, vel mettir, fróðari og sigurreifir.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:19 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 233594
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í Spurningakeppni framhaldsskólana í gærkveldi kom mynd af Þórbergssetri í síðustu spurningu, þríþrautinni. Hamrahlíðingar náðu ekki að svara fullkomlega og misstu af tækifæri að jafna leika. Spurt var um hvaða stofnun væri, havaða rithöfundur og sveitarfélag. Sveitarfélagið var ekki nógu nákvæmt. Séníin í MR voru í sigurvímu og töldu Þórbergssetur vera í Djúpavogshreppi!
En meira af spurningakeppninni. Hvað er sporðdreki með margar fætur. MH svaraði 6 og MR 10. Ég spurði Ara litla, hann var með svarið á hreinu, 8. Enda sérfræðingur í köngulóm.
Sigurpáll Ingibergsson, 5.4.2009 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.