Eldur í skrifstofuhúsinu

Vinnudagurinn tók óvænta stefnu um kl. 16.00 í dag. Reyk lagði ofan af þaki Síðumúla 34, hvar ég vinn. Stiki ehf. er staðsettur á annari hæði. Við vissum af framkvæmdum á þaki hússins. Farmur af tjörupappa hafði farið upp fyrir helgi og gámafylli af tjöru fyrir neðan gluggann. Lítil rifa var á glugga í vinnurúmi okkar. Við lokuðum honum. Reykurinn jókst og fólkið úti á götu hegðaði sér skringilega. Það benti upp á þak og tók myndir á farsíma sína. Það var kviknað í efstu hæðinni, þeirri fimmtu.

Við brugðumst hárrétt við, allir yfirgáfu húsið. Það mátti greina brunalykt. Þetta var óraunverulegt. Slökkvuliðið var mætt á staðinn. Eldurinn magnaðist og svo kvað við sprening. Það var óhuggulegt. Gaskútar höfðu sprungið. Svæðið var rýmt niður að Grensásveg í kjölfarið. Slökkviliðið náði fljótt tökum á eldinum.

Tveir fulltrúar frá Stika fengu að fara inn og kanna húsnæði. Aðkoman var nokkuð góð miðað við aðstæður. Netþjónar voru teknir niður ef rafmagn yrði tekið af. Allt unnið samkvæmt áætlun um rekstrarsamfellu.

Það sem stendur uppúr er að fólk vill upplýsingar. Við notum nú farsíma og msn til að skiptast á upplýsingum. Til stóð að flytja um næstu helgi, kanski hefjast þeir á morgun.

En allt fór vel, enginn slasaðist og það er fyrir öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Gott að þér varð ekki meint af. Og hvert á svo að flytja? kv.

Helga R. Einarsdóttir, 10.3.2009 kl. 20:13

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Við ætluðum að flytja á föstudaginn þrettánda niður eða uppá Laugaveg 176. Gamla Sjónvarpshúsið.

Einar Örn hringdi, fékk talhólfið. Hvatti mig til að yfirgefa húsið. Góður drengur hann Einar.

Sigurpáll Ingibergsson, 11.3.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband