Jöklarannsóknafélag Íslands

Í gærkveldi var árshátíð Jöklarannsóknarfélagsins haldin. Henni var ekki frestað þó frost sé í gjaldeyrisviðskiptum og þótt sumar stofnanir fresti árshátíðum rétt eins og Kastró frestaði jólunum árið 1969. Það hefur eflaust verið gaman hjá þessum merkilega hópi rannsóknarfólks og margir kreppubrandarar flogið um salinn. Ég er einn af 500 félögum í Jöklarannsóknafélaginu en er latur að mæta á skemmtanir og var því fjarri góðu gamni. En árshátíðir eru samt sem áður nauðsynlegar til að hrista fólk saman.

Ég er hins vegar að lesa bókina Vadd' úti í, æviminningar Sigurjóns Rist vatnamælingamanns sem Hermann Sveinbjörnsson skráði. Það var skemmtileg tilviljun, að ég var kominn að kaflanum um stofnun Jöklarannsóknarfélagsins þegar árshátíðin hófst í gær. En Sigurjón var einn af stofnendum og fór í fyrstu leiðangursferðina á Vatnajökul.

Þar segir að upphafið af stofnun félagsins megi rekja til þess að Frakkar tóku að sér það mikla verkefni að mæla þykkt Grænlandsjökuls og tengdist það nýlendustefnu sem snerti bæði heimsskautasvæðin. 

Í framhaldi af þessum þykktarmælingum á Grænlandsjökli þótti mönnum nauðsynlegt að vita um jökla á Íslandi og grundvallarspurningin var sú, hvað væri Vatnajökull þykkur. 

Frakkinn Paul Emile Victor bauðst til að lána Íslendingum tvo góða menn ásamt tveimur víslum, en það voru beltabílar, í því skyni að mæla þykkt Vatnajökuls. Þá er komið að þætti Jóns Eyþórssonar, veðurfræðings er hafði aðeins unnið við rannsóknir á jöklum landsins, aðallega mælt framskrið og hop skriðjökla. Hann kallaði menn sér til fulltingis í því skyni að stofa félagsskap sem gæti sinnt þessu máli. Það endaði með því að haldinn var fundur 22. nóvember 1950 og Jöklarannsóknafélag Íslands stofnað með 41 félaga. Hófst þegar undirbúningur á móttöku Frakkana og finna menn með þeim til rannsókna. Fyrsta ferðin var í mars árið eftir.

Það er alltaf gaman að lesa um merkar leiðangursferðir á síðustu öld og sérstaklega þegar Skaftfellingar koma inn í frásögnina. Mun ég blogga um Skaftfellingana í næstu færslum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 226605

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband