6.11.2008 | 23:52
Skaftfellingameistarinn í HornafjarðarMANNA
Spilað var á fimm borðum, 15 skemmtilegir spilarar og voru spilaðar fimm umferðir í undanúrslitum. Sigurvegarinn frá því í fyrra Sædís Vigfúsdóttir tók risaskor í undankeppninni. Eftir glæsilegt kaffihlé hófst úrslitakeppnin en níu efstur spilarar unnu sér keppnisrétt.
Úrslitakeppnin gekk vel fyrir sig og kepptu Jón Bjarnason, Leví Konráðsson og Angela Sveinbjörnsdóttir úrslitaglímuna. Það var hörku rimma sem endaði með sigri Jóns eftir bráðabana og uppskar 2 kíló af humri úr Hornafjarðardýpi. Ángela hafnaði í öðru sæti og Leví landaði bronsinu. Áhorfendur fylgdust vel með og lifðu sig vel inn í spilið og tóku andköf er menn vörðust eða sóttu vel.
Veitt voru góð verðlaun fyrir verðlaunasætin þrjú.
Eftirminnilegt og skemmtilegt kvöld í Skaftfellingabúð og vonandi verður spilaður HornafjarðarMANNI að ári. Útbreiðslan gengur vel og spilinu vex fiskur um hrygg. Það er gaman að heyra frá skólum sem taka upp spilakvöld í Manna. Þetta er einfalt spil með flott og einfalt keppniskerfi fyrir stóran hóp keppenda. Einnig er spilið fjölskylduvænt og tengir kynslóðir auðveldlega saman.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.