London er ekki í Kanada og Obama er ekki djarfur í Úkraínu

Heitustu Troju vírusarnir vestan Atlantshafsála eru faldir í skeytum sem fjalla um væntanlega kjarnorkusprengjuárás á London og djarfa ferð Obama til Úkraínu.

Í fyrra skeytinu er í efni skeytisins. "The subject line reads: Reply: A report on radiation contamination of Canada."

Þegar skeytið er opnað, þá er sagt að kjarnorkusprengjan hafi þegar átt sér stað í London. Það sé hægt að sjá afleiðingarnar með því að opna zip skrá sem fylgir með. Haldi notandi áfram og sprengi zip-skránna hleðst inn njósnahugbúnaður, Trojuhestur Trojan sem heitir á fagmálinu Troj/Agent-HQE.

Það er eins gott að þessir vírusmenn kunna lítið í landafræði.

Hitt skeytið sem inniheldur spillihugbúað og tengist forsetaframbjóðandanum Obama.

 

Sensation!!! United States Senator for Illinois Barack Obama in 2007 was travel to Ukraine and have sex action with many ukrainian girls! You may view this private porno in a flash video. Download and view now. Please send this news to your friends!

Obama it's not right choice!!!

Ef vírusmenn flaska ekki á landafræðinni, þá er það málfarið. Það ætti að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum.

 

Ef notandi smellir á tengilinn sem fylgir skilaboðunum kemur djarft myndbrot og með því Troju-forritsstubbur, sem heitir á fagmáli Mal/Hupig-D. Obama er þó hvergi sjáanlegur


Það er slæmt að opna viðhengi í tölvupósti nema þú þekkir viðkomandi sendanda og eigir von á skilaboðum. Ef þú ert í vafa og þekkir sendanda, sendu viðkomandi skeyti með beiðni um nánari útskýringu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 235894

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband